Færslur fyrir mars, 2011

Þriðjudagur 15.03 2011 - 22:02

Skyr í Evrópusambandinu

Íslenska skyrið er að slá í gegn austan hafs og vestan. Enda einstök afurð unnin úr einstakri mjólk. Það þarf að tryggja í viðræðum við Evrópusambandið að heitið Skyr nái einungis yfir íslenskt skyr unnið úr íslenskri mjólk. Svona eins og Feta ostur getur einungis verið grískur. Skyr mun slá í gegn í Evrópu. Ég efast […]

Þriðjudagur 15.03 2011 - 10:06

Molar úr stefnu bakhjarls Bezta

Rakst á kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.  Ákvað að birta nokkur stefnuatriði þessa öfluga bakhjarls Beztaflokksins í Reykjavík – svona af handahófi. Fróðlegt að bera loforðin saman við framkvæmdina! Samráð í skipulags-, umhverfis- og skólamálum á að gera markvissara og styrkja aðkomu íbúa og foreldra að lykilákvörðunum. Forgangsraðað verði í þágu þjónustu við íbúa. Stuðla […]

Mánudagur 14.03 2011 - 21:49

Quis custodiet ipsos custodes?

Quis custodiet ipsos custodes?  Skilanefndir hafa verið skipaðar sem verðir þrotabúa. En það hefur enginn gætt þessara varða. Líkur á að verðirnir hafi misnotað stöðu sína. Allt of margar rökstuddar vísbendingar um slíkt. Quis custodiet ipsos custodes? Árni Páll Árnason efnahagsráðherra hefur nú tekið af skarið og sagt að það vanti verði til að gæta […]

Sunnudagur 13.03 2011 - 15:57

Bændaforystan helsta ógn bænda

Íslenska bændaforystan er helsta ógn íslenskra bænda –  ekki aðildarviðræður við Evrópusambandið. Sjálfsbyrgingslegur málflutningur bændaforystunnar gegn aðildarviðræðum að Evrópusambandinu dregur athygli íslenskra kjósenda að þeim gífurlegu fjármunum sem íslenskri skattgreiðendur leggja bændum til í formi niðurgreiðslna. Ofan í kaupið er sjálhverfni bændaforystunnar slík að í svokölluðum „varnarlínum“ gegn Evrópusambandinu gengur bændaforystan út frá því að engar […]

Laugardagur 12.03 2011 - 22:03

Gnarr í núlláfanga?

Maður hefði ætlað að stjórnmálaafl sem náði flugi á öldu lýðræðisbyltingar þar sem almenningur í Reykjavík reis gegn hefðbundnum stjórnmálaflokkum í lýðræðislegum kosningum hefði lokið einnar einingar áfanganum „101 lýðræði“. Svo er ekki. Almenningur í Grafarvogi tók Gnarr og bakhjarl hans í borgarstjórn í núlláfanga í lýðræði í dag. Á sama hátt og gömlu flokkarnir áttu […]

Laugardagur 12.03 2011 - 09:19

Flækjan að byrja í pólitík

Þegar ég var að velja mér stjórnmálaflokk að starfa með fyrir nærri þremur áratugum síðan – þá gekk ég kerfisbundið til verks. Kynnti mér stefnur og sótti fundi. Var svag fyrir Kvennaframboðinu – en hóf vegferðina með það að markmiði að koma hugmyndum mínum á framfæri og taka virkan þátt í pólitísku starfi. Þar sem ég var […]

Föstudagur 11.03 2011 - 07:51

Sjávarútvegi borgið innan ESB?

Evrópusambandið virðist hafa tekið ómakið af íslensku samninganefndinni hvað varðar að tryggja hagsmuni íslensks sjávarútvegs með nýrri reglugerð sem kveður á um að aðildarríki Evrópusambandsins geti ákvarðað einhliða hámarksafla úr stofnum sem eru alfarið nýttir af viðkomandi ríki. Allir staðbundnir fiskistofnar við Ísland eru einungis nýttir af Íslendingum og munu ekki verða aðgengilegir öðrum þótt […]

Fimmtudagur 10.03 2011 - 08:24

Trúarleg afstaða bændaforystunnar

Afstaða bændaforystunnar til Evrópusambandsins hefur yfir sér sterkan trúarlegan blæ.  Trúarsetningin er „Ísland utan ESB“ og trúarbragðastríðið felst í því að berjast gegn aðildarviðræðum að Evrópusambandinu. Fyrir trúarleiðtogana skiptir engu hvert innihald aðildarsamnings verður.  Aðildarsamningurinn er af hinu illa hvernig sem hann verður . Trúarleiðtogarnir berjast gegn mögulegum jákvæðum niðurstöðum á sama hátt og í öðrum trúarbrögðum. […]

Miðvikudagur 09.03 2011 - 19:08

Um herrans Kristí útgang í grasgarðinn

Í dag hefst fastan. Sú skemmtilega hefð hefur skapast á Íslandi að á föstunni eru Passíusálmar Hallgríms Péturssonar lesnir. Það er hollt fyrir okkur nútímafólkið að lesa þennan merka skáldskap og margir viskumolar sem ættu að vekja okkur til umhugsunar. Í tilefni dagsins ákvað ég að birta fyrsta sálm Passíusálmanna – „Um herrans Kristí útgang […]

Miðvikudagur 09.03 2011 - 00:30

EVA í burðarliðnum

Evrópuvettvangurinn – EVA – verður heiti nýs þverpólitísks samstarfsvettvangs áhugafólks sem vilja opna og lýðræðislega umræðu í tengslum við aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu. Boðað var til fyrsta undirbúningsfundar þann 22. febrúar og mættu þá á fjórða tug fólks sem lagði línurnar fyrir framhaldið. Undirbúningshópar voru myndaðir og hafa þeir unnið ötullega að undirbúningi stofnunar samstarfsvettvangsins. Niðurstaða […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur