Flokksþing Framsóknarflokksins felldi tillögu um að umsókn að ESB yrði dregin til baka. Formaður flokksins sem fékk „rússneska kosningu“ virðist hafa misst af þeirri atkvæðagreiðslu ef marka má orð hans í fjölmiðlum.
Hins vegar var felld tillaga um að þjóðin ætti að taka upplýsta ákvörðun um aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Stefna Framsóknarflokksins er því – halda áfram aðildarviðræðum, Ísland standi utan ESB og þjóðin taki ekki upplýsta ákvörðun.
VIÐBÓT:
Nýjasta kjaftasagan er að Atli og Lilja séu á leið í Framsókn – um það hafi verið rætt – en þau viljað bíða fram yfir flokksþing Framsóknar. Nú er leiðin greið – ef satt er…
Tillagan sem felld var með 213 atkvæðum gegn 112 gekk út á það að þjóðin ætti að taka upplýsta ákvörðun um stöðu Íslands í Evrópu, að undangengnum aðildarviðræðum. Það þýðir einfaldlega að hinum svokölluðu aðildarviðræðum var hafnað.
Nei Hjörtur.
Bein tillaga um að draga skuli umsókn að ESB til baka var felld.
Þannig sú afstaða er skýr.
Þar af leiðir er ljóst að það var verið að hafna því að þjóðin ætti að taka upplýsta ákvörðun um stöðu Íslands í Evrópu – ekki aðildarviðræðunum.
Grátbroslegt.
Það var oft sagt hérna áður fyrr að Framsókn væri ruglingsleg og opin í báða enda.
Það virðist vera þannig ennþá allavega í evrópu umræðunni.
Hallur þú getur haft þínar framsóknarlegu skoðanir á þessu, jafn grátbroslegar og þær annars eru.
Hinns vegar er það alveg kýrskýrt að Framsóknarflokkurinn hafnar algerlega ESB og telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan ESB en innan.
Er eitthvað óljóst í þeim efnum eða hvað ?
Annars konar túlkun er bara útí bláinn og haldinn barnalegri óskhyggju þinni !
Hallur, heldurðu virkilega að það hafi verið hugsunin á flokksþinginu að halda áfram með þetta ferli en að þjóðin ætti ekki að taka upplýsta ákvörðun að því loknu. Þú ert ágætur 😀 Það var auðvitað verið að hafna ferlinu. Hitt er svo annað mál að það þarf ekki að taka það sérstaklega fram að hætta eigi við umsóknina. Það felst einfaldlega í þeirri afstöðu að standa utan Evrópusambandsins að sækja ekki um inngöngu í það 🙂
Að sumu leyti sammál Gunnlaugi:
Hallur – þú og aðrir „liberals“ innan Framsóknarflokksins verðið að gera upp hug ykkar.
Þetta gildir einnig um Guðmund Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttur.
Það sama gildir auðvitað um marga þingmenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins.
Er ekki kominn til tími til að evrópskir „liberals“ stofni flokk hér á landi?
Hjörtur.
Það er staðreynd að bein tillaga um að draga skuli umsókn um aðild að ESB var felld.
Hvernig sem þið á Pravda snúið ykkur – þá liggur þessi staðreynd fyrir.
Heldurðu virkilega að það hafi verið hugsunin á flokksþinginu þegar það felldi þess tillögu að það ætti samt að hætta viðræðum?
Ágætu „álitsgjafar“ hér á síðunni hans Halls vinar míns. Eftir „rússneska kosningu“ SDG á flokksþingi Framsóknar er kómískt að hugsa til allra skrifanna á Eyjunni og ekki síst á DV.is þess efnis að Guðmundur Steingrímsson ætli í framboð gegn formanni sínum með stuðningi Sivjar. Hvað kemur svo í ljós eftir allan þennan „fréttafluttning“ sem maður svona hélt að eitthvað væri kanski á bak við? Jú Guðmundur fær 7 atkvæði í formannskjöri og Siv 6 atkvæði. Þau Guðmundur og Siv virðast hafa verið gjörsamlega vængstífð. Ég hringdi í kvöld í nokkra sem voru á flokksþinginu og staðan í þessum ESB málum er bara þannig að tillögur þær sem flokksforystan lagði fyrir þingið voru samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta. Menn segja að Guðmundur og Siv hafi greitt atkvæði gegn endanlegum tillögum sem samþykktar voru og að þeim hafi fylgt rúmlega tuttugu manns en einhver hundruð samþykkt endanlega ályktun. Mér sýnist því alveg kýrskýrt hvernig afstaða flokksins er til ESB aðildar. SDG virðist algjörlega tryggur í sessi enda sögðu þessir menn mér að svo hátt hlutfall hafi enginn formaður fengið í formannskjöri í Framsókn í meira en 60 ár og hvorki Halldór eða Steingrímur komist nálægt atkvæðatölu SDG. Mjög athyglisvert.
HH
Á flokksþinginu voru rúmlega 600 manns. Innan við helmingur þeirra kaus forystuna. Þannig þetta var kannske ekki eins rússnesk kosning og Elín Líndal vildi vera láta.
Guðmundur Steingrímsson var ekki í framboði til formanns.
Ekki heldur Siv.
Þannig það sé á hreinu.
En SDG er með sterka stöðu sem formaður – það er rétt
Og þannig að það sé líka alveg á hreinu þó Hallur reyni að halda öðru fram þá ákvaðu Framsóknarmenn á þessu þingi að „Íslandi væri betur borgið utan ESB“ !
Umsóknina sjálfa við ESB vildu þeir reyndar naumlega ekki draga til baka ekki frekar en ég og margir aðrir gallharðir ESB andstæðingar !
Eftir stendur nú að allir stjórnmálaflokkar landsins, utan Samfylkingin vilja ekkert með ESB aðild landsins hafa að gera.
Skyldu skriffinnarnir í Brussel vita af þessu ?
Eða mun Össur halda áfram að smjaðra fyrir Brussel elítunni og ljúga í þá um afstöðu fólksins í landinu !