Sunnudagur 10.04.2011 - 10:51 - 14 ummæli

Sauðfjárbændur og Framsókn

Framsóknarflokkurinn hélt flokksþing sitt og Landssamband sauðfjárbænda hélt aðalfund sinn á sama tíma og sama stað. Í Bændahöllinni.  Tilviljun?

Flokksþing Framsóknar hófst á föstudagsmorgni. Aðalfundi Landssambands sauðfjárbænda lauk á föstudagskvöld með veglegri veislu í Súlnasal Hótel Sögu – sama sal og Framsóknarflokkurinn hélt flokksþing sitt um helgina.  Tilviljun?

Hótel Saga var full af sauðfjárbændum og Framsóknarmönnum aðfaranótt og fyrri hluta laugardags. Tilviljun?

Forysta Framsóknarflokksins lagði mikið á sig til að fá miðstjórn flokksins að samþykkja þessa tímasetningu flokksþingsins. Þá lá tímasetning aðalfundar Landssambands sauðfjárbænda fyrir. Tilviljun?

Forysta Framsóknarflokksins braut áratuga hefð á tímasetningu kosninga. Færði þær fram á laugardag á þann tíma sem fulltrúar á aðalfundi Landssambands sauðfjárbænda sem ætluðu ekki að sitja allt flokksþing Framsóknar voru að tékka sig út. Tilviljun?

Forysta Framsóknarflokksins flýtti afgreiðslu ályktunar um utanríkismál – og þar með að taka afstöðu til ESB mála – fram á laugardag. Til þess tíma sem þeir fulltrúar Landssambands sauðfjárbænda sem dvöldu á Hótel Sögu voru enn í Bændahöllinni. Tilviljun?

Flokksþingsfulltrúar Framsóknar voru aðeins 400 – á móti 900 fyrir 2 árum – þrátt fyrir að óvenju margir sauðfjárbændur væru á svæðinu. Tilviljun?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (14)

  • Sigurjón

    En hvað um tryggð þína, Hallur, við þennan flokk þjóðernisíhaldsmanna í sveitum og tækifærissinnaðra fjárglæframanna á mölinni? Tilviljun?

  • Hallur Magnússon

    kannske er það sauðfjárbóndinn í mér!

  • Þetta er eitt alsherjar plott til að fæla aðildarsinnana úr flokknum. Hvað hefðu verið margir á þinginu ef Bændurnir hefðu ekki verið? 250-300 kannski?

  • Ólafur Bjarni

    Var eða er Framsóknarflokkurinn ekki stærsta atvinnumiðlum landsins.

  • stefán benediktsson

    Lífið er jú röð tilviljana en að þær raði sér allar á sama sólarhringinn er alveg ný tilviljun.

  • jafnaðarmaður

    Hallur minn þú átt nú mjög mikinn þátt í óförum flokksins. Þú studdir allftaf Finn Ingólfsson og co. Líklega ert þú enn að fá ráðgjafartekjur frá honum. Það sem var augljóst var að Skagfirðingar voru með fullt hús fulltrúa og talað var um að Þórólfur hefði borgað þátttökugjöldin fyrir þá. Þeir voru þaulsetnir. Já þú hefur ekki efni á því að gera kröfur maður sem studdi aðalskúrkinn sem var ávallt bandamaður Þórólfs Gíslasonar. Var þé treyst til þess af þessum mönnum að vera í fulltrúaráði sálugra Samvinnutrygginga.

  • Hallur Magnússon

    Jafnaðarmaður.

    Hvaðan í ósköpum hefuru það að ég hafi alltaf stutt Finn Ingólfsson? Þú veist greinilega ekki neitt um Framsóknarflokkinn undanfarna áratugi.

  • Jæja Hallur svo þú segir að lífið sé fullt af tilviljunum. Ég hélt að þú mundir bæta við einni „tilviljuninni“ enn, að Framsóknarflokkurinn hafi tímasett flokksþing sitt um leið og Icesave-kosningarnar svo formaður flokksins gæti gert tvennt sama dag þ.e. fengið rússneska kosningu sem formaður og svo baðað sig í sigurvímunni yfir Icesave ? Sumir sögðu, minnir að það hafi verið DV.is að Sigmundur Davíð væri að taka gríðarlega áhættu með því að tímasetja flokksþingið á sama tíma og Icesave-kosningin en sú áhætta virðist þó hafa gengið upp hjá honum. Maður getur reydnar dáðst að hughrekki formannsins að tímasetja þingið um leið og Icesave-kosningin. Nema að Sigm. Davíð hafi verið svona damn. viss um hver yrði niðurstaða kosninganna? Var formaðurinn kanski búinn að plotta þetta með forseta vorum ÓRG ?

  • Spurningar til Halls.
    Úr því ég er byrjuð að skrifa þér félagi Hallur þá langar mig að kanna spádómsgáfu þína og um leið hversu djúp innsýn þín er í þinn fyrrum flokk Framsóknarflokkinn? Á undanförnum mánuðum hefur Jóhann Hauksson á dv.is eða kjaftadálkar á dv.is ítrekað verið að spá því að á nýafstöðnu Flokksþingi Framsóknarflokksins mundi Guðm. Steingrímsson með aðstoð Sivjar Juhl hjóla í Sigmund formann með mótframboði. Nú liggur niðurstaðan fyrir. Sigm. kosinn rússneskri kosningu með fleiri atkvæðaprósentu en nokkur annar formaður flokksins hefur fengið í meira en 60 ár segja menn en Guðm. St fékk 7 atkvæði og Siv Juhl féll 6 atkv. Og nú eru spurningar mínar þessar til þín Hallur.
    1) Var þetta allt tóm þvæla þegar dv.is var að segja okkur að Sigm formaður ætti von á mótframboði.
    2) Siv juhl og Guðm. virðast hafa fengið alveg skelfilega útreið á þinginu, hvað munu þau gera í framhaldinu segja sig úr flokknum og ganga í Samfylkinguna eða hvað ?

  • Hallur Magnússon

    1) Já. Það var aldrei fótur fyrir þessu.
    2) Hvaða útreið fengu þau?

  • Sindri Sigurgeirsson

    Hallur minn ertu alveg að missa þig í samsæriskenningum. Ég var óánægður með það að flokksþing væri sett á sömu helgi og aðalfundur sauðfjárbænda. Á seinasta miðstjórnarfundi greiddi ég atkvæði með því að halda flokksþing viku fyrr til að koma í veg fyrir þetta. Þeir bændur sem sóttu báða fundina gátu sökum þessa ekki tekið þátt í flokksþinginu á föstudaginn og misstu þess vegna af yfirlitsræðu Sigmundar. Þeir sem fóru á árshátíðina misstu því af taka þátt í málefnanefndum um kvöldið.

    Það var hinsvegar gaman að hitta þig á föstudaginn. Þó svo að þú hafir ekki verið fulltrúi á aðalfundi LS og sért ekki flokksbundinn framsóknarmaður ertu alltaf velkominn í Bændahöllina 🙂

    Vona að þér gangi vel að stofna „Definitely maybe-samtökin“ á morgun. Ég EVA að ég muni mæta þar. Velti því fyrir mér afhverju þessi stofnfundur er eftir flokksþing Framsóknar en ekki fyrir. Tilviljun?

  • Hallur Magnússon

    Sindri. Það var stefnt að því að halda fundinn fyrir flokksþing. Áður en endanleg ákvörðun var tekin ræddi ég við formann Framsóknarflokksins og spurði hvort honum þætti betra að hafa fundinn fyrir eða eftir þingið. Hann vildi gjarnan að fundurinn yrði eftir þing – ekki fyrir það. Ákvað að verða við þeirri ósk. Ekki vildi ég eyðileggja flokksþingsstemminguna að óþörfu.

  • Stefán Vignir

    Það merkilega er líka að það mun hafa verið óvenjulega lítið um ungt fólk og sér í lagi námsmenn og barnafólk. Þinggjöldin hafa líklega haft sitt hvað að segja.

  • @Stefán Vignir.
    Hvaða rugl er þetta að lítið hafi verið um ungt fólk á Flokksþingi Framsóknarflokksins, fullt af ungu glæsilegu fólki og öll forysta flokksins ungt fólk, jafnvel á SUF aldri. Flokkur sem setur ungt fólk í æðstu forystusveit er ekki hræddur við að fela ungu fólki viðamikil hlutverk. Skil ekki svona tuð eins og Stefán vignir setur hér fram.
    Stórglæsilegt þing og mikil eindrægni. Algjör stuðningur við forystu flokksins og fram kom megn óánægja með að tveir þingmenn ( Guðmundur og Siv ) væru að rífa niður það starf sem þingflokkurinn væri að byggja upp, krafa gerð til þeirra að þau gangi í takt við þingflokkinn. Guðmundur Steingrímsson hélt tvisvar ræðu og var lítt fagnað. Hann hneykslaði þingheim með seinni ræðunni þar sem hann ætlaði að laga stöðu sína með því að fljóta á föður sínum látnum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur