Við eigum að hleypa ESB svínum til Íslands. Dauðum. En í heilum skrokkum eingöngu. Og svo fremi sem 100% öruggt sé að svínin beri ekki með sér smitandi dýrasjúkdóma.
Á móti eigum við að tryggja íslenskum lömbum hindrunarlaust aðgengi að ESB löndum. Íslenskum rollum líka.
Hvernig?
Jú, með því að semja við ESB um að fella alfarið niður tolla á íslenskt lambakjöt og afnema alfarið kvóta á innflutning íslensks lambakjöts til Evrópusambandslanda.
Til jafnræðis eigum við að semja um niðurfellingu tolla á innflutning á smitfríu svínakjöti í heilum skrokkum til Íslands og tollum á íslensku fullunnu svínakjöti til Evrópusambandsins.
Afnám toll og magntakmarkana á íslenskt lambakjöti inn í Evrópusambandið mun renna styrkum stoðum undir íslenskan sauðfjárbúskap og tryggja íslenskum sauðfjárbændum örugga og góða afkomu.
Afnám tolla á svínakjöt í heilum skrokkum til Íslands mun ganga að bankarekinni, undirbjóðandi magnsvínarækt á Íslandi dauðri – en hún er að drepast hvort eð er af taprekstri og nýjum reglugerðum landbúnaðarráðherra.
En afnám tolla á heilbrigðu svínakjöti í heilum skrokkum mun tryggja íslenskri kjörvinnslu traustan rekstrargrundvöll og væntanlega lækka vinnslukostnað á íslensku lambakjöti, nautakjöti og hrossakjöti til muna og þannig hækka verð á þeim afurðum til bænda án þess að hækka verð til neytenda.
Þessi aðgerð mun einnig auka möguleika íslenskrar svínaræktar á fjölskyldubúum. Sérstaða íslensks lífrænt ræktaðs svínakjöts sem unnt er að fullvinna á hagkvæman hátt í kjötvinnslum eykur möguleika á sölu á ásættanlegu verði bæði innanands og í Evrópu.
Það þarf ekki að selja mörg íslensk lífræn gæðasvín á góðu verði í Hollandi og Bretlandi undir heitinu ”Happy Icelandic Pig” – þar sem ég held að sé um þessar mundir góður markaður fyrir íslensk svín skeyta skapi sínu á – til þess að styrkja lítil svínabú á landsbyggðinni á Íslandi.
Eitt af slagorðum Lansdssambands sauðfjárbænda ætti því að vera: “Slátrum ESB svínunum, brytjum þau niður á Íslandi og látum íslensku sauðkindina leggja Evrópu að fótum sínum”
Sindri. Ég treysti á þig í þessu máli!
Halló, halló bara ekkert um Framsókn í dag !! minn kominn í afvötnun eða hvað ?
Ég skoraði reyndar á Sindra!
Til hvers viltu vera að flytja dauða skrokka fram og til baka yfir opið úthaf?
Ertu kannski bara einn af þeim sem elskar að flækja hluti án nokkurrar ástæðu? Það mætti halda að þú værir verkfræðingur!
Sæll
Er þér bara umhugað um svín?
Er ekki að sama skapi opnað fyrir innflutning á dauðum nautum og lömbum – eða er þetta einfalt samningsatriði?
Er það meira um vert að íslensk svín séu „happy“ en fólkið sem þú vilt að framleiði þau?
Hversu mikið meira meiga „happy“ svín kosta í Evrópu en hin döpru svín- úr því þú ert búinn að gera markaðskönnun á lífræna svínakjötsmarkaðnum?
Hvernig á að ganga úr skugga um það að dauð döpur svín séu 100% smitfrí og til hvers – þegar EB- aðildi felur í sér óheftan innflutning á lifandi dýrum?
Það gæti nú gisnað um íslenskar suðahjarðir (og kúa-, hrossa-, hundahjarðir) þegar sá innflutingur hefst – og þá verður nú eitthvað minna að gera í úrbeiningunni. Íslenskir dýrastofnar eru afar móttækilegir gagnvart sjúkdómum. Fyrir því eru ótal dæmi, nú síðast í hrossum á síðasta ári.
Þá er spurningin hver verður mest „happy“ þegar allt er komið í kring!!
Gott að hafa fæturna á jörðinni!!
Óli Sig.
Ef við semjum um lambakjöt og svín – þá erum við að semja um lambakjöt og svín.
Við erum ekki að tala um ESB aðild eða aðild ekki. Einungis að afnmema tollum af íslensku lambakjöti inn á ESB – og amk. stórhækka kvóta á þann úrflutning – en í dag er það takmarkaður innflutningskvóti sem er hindrunin.
Íslensk bankarekin fjöldaframleidd svín eru fyrst og fremst mikilvæg fyrir íslenskan hefðbundinn landbúnað vegna þess að þau tryggja rekstrargrundvöll kjörvinnslunnar sem okkur eru nauðsynlegar vegna lambakjöts, nautakjöts – og ef út í það er farið – hrossakjöts.
Við erum því ekki að tapa neinu með því að hætta íslenskri bankaniðurgreiddri svínaframleiðslu og fá fjöldaframleidd svín frá ESB löndum – í heilum skrokkum sem þarf að vinna úr á Íslandi – þvert á móti erum við að tryggja kjötvinnsluna.
En lífrænn hamingjugrís af íslensku fjölskyldubúi hefur sérstöðu – og sérstaða selur.
Ene f út í það er farið í aðildarviðræðum – heldur þú virkilega að ESB haldi til streitu innflutning á lifandi dýrum til Íslands? Til hvers ættu þeir að gera það?
Þær reglur eru settar svo ekki séru tæknilegar hindranir á meginlandi Evrópu þar sem ladnamæri eru ekki náttúrulega eins og landamæri Íslands. En það er bara allt annað mál. ‘Eg er ekki að tala um aðildarviðræður að ESB – heldur tvíhliða samkomulag í tollamálum!
Ekki ætlar forysta Landssambands sauðfjárbænda að leggjast gegn auknu aðgengi með lambakjöt á Evrópumarkað – bara til þess að verja bankarekin, undirbjóðandi magnsvín á Íslandi!
Sæll aftur.
Einmitt – tvíhliða samningar um svín vs. sauði! Hefur einhver hagnast á útflutningi á dilkakjöti hingað til? A.m.k. ekki bændur. Hver er þá „happy“?
Eitthvað finnst mér málsgrein 3 og 4 hjá þér fara í hring! Þarfnast nánari útskýringar.
Ég er ekkert hlyntur bankasvínum, en mér vitanlega er ennþá veruleg hagræðing í magnframleiðslu matvæla í heiminum, og mikil þörf á að auka hana – ef allir eiga að fá að éta yfirleittt – á næstu áratugum.
Ástæðan fyrir því að svínaræktin hér er komin í bankana er að framleiðendur ætluðu að baka stærri köku en þeir gátu étið – eins og margir aðrir. Og hvað ef við getum framleitt svín á innlendu hráefni- t.d. repjumjöli?
Hinsvegar má vel vera að einhver kimi verði smám saman til í „happy“ framleiðslu og „slow food“ en ég held að flestir neytendur líti fyrst og síðast á verð matvæla eins og hingað til!
Reglur Evrópusambandsins kveða á um frjálsan flutning á lifandi dýrum innan svæðisins. Miðað við fréttir síðustu vikna er óhugsandi að þeir falli frá því- í aðildarviðræðum við Íslendinga. Ef það verður raunin er um mjög alvarlegt mál að ræða fyrir allt dýrahald á Íslandi – og ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir alvarleika málsins.
3 þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram frumvarp á dögunum um tilslakanir á þessu banni. Þeir bera fyrir sig blindrahunda og leitarhunda, sem þurfa frjálsari reglur. Ætli það sé gert til að gera glufu í þennan varnarmúr eða eru þau slegin þvílíkri blindu – eða hundaæði? Þetta er stórhættuleg tillaga!
Óli Sig.
Allavega er Kaupfélag Skagfirðinga að hagnast á útflutningi lambakjöts.
Ekkii gleyma því að bankarnir hafa aftur og aftur tekið yfir svínabúin og niðurgreitt tímabundið verð á svínakjöti. Af hverju að vera þá að rembast við fjöldaframleidd svín á Íslandi?
Ég var ekki að finna upp „Happy pig“ Í danmörku er þetta „Den glade gris“ Það er markaður fyrir lífrænt ræktað svínakjöt – bæði á Íslandi og erlendis.
Enn og aftur. Ég er ekki að tala um aðildarviðræður að ESB.
En hvaða fréttir undanfarinna vikna benda til þess að það sé óhugsandi að þeir falli frá því í aðildarviðræðum við Ísland?
Heldur þú virkilega að þeir skilji ekki sérstöðu eyríkisins Íslands – þar sem um er að ræða húsdýrastofna sem hafa að miklu leiti verið einangraðir í 1100 ár?
Mínar heimildir eru þær að þvert á móti hafi þeir engan áhuga á að halda slíku til streitu!
Ein spurning.
Af hverju er ekki bara íslensku hundurinn á Íslandi?
Hvaðan komu öll þessi hundakyn – mörg þeirra voru ekki á Íslandi í minni æsku!
Enda ljóst að ef ekki er komið í veg fyrir slíkan innflutning – þá verður aðildarsamningur kolfelldur.
Undarlegt Hallur.
Þá er ég þér nokkuð sammála um að við eigum að afleggja ríkisstyrkta svínarækt á Íslandi. Jafnvel kjúklingarækt líka.
Einnig á móti gætum við samið um sama fyrir útflutning á tollfrjálsu Íslensku lambakjöti til ESB.
En það sem við erum ósammála um er að við getum alveg gert svona samninga á jafnræðis grundvelli sem frjáls og fullvalda þjóð án þess að þurfa að setja það ok og helsi á okkur að gefa upp fullveldisrétt þjóðarinnar.
Slíkt væri ekkert annað en glapræði !
Gunnlaugur!
Ég er að tala um í þessum pistli tvíhliða samhliða samning 🙂