Mánudagur 18.04.2011 - 17:39 - 3 ummæli

1400 mikilvægir Skagfirðingar

Vissuð þið að í Skagafirði eru um 1400 einstaklingar sem eiga mikilvægasta atvinnufyrirtæki byggðarlagsins – fyrirtæki sem hefur lagt sitt af mörkum til að byggja upp og viðhalda atvinnu í byggðalaginu? 

Vissuð þið að lunginn úr þeim fiskveiðikvóta sem Skagfirðingar hafa afnot af er ekki í eigu „kvótakóngs“ heldur þessara 1400 einstaklinga?

Vissuð þið að Skagfirðingar hafa haldið hlutdeild sinni í fiskveiðiheimildum en ekki selt þær á brott?

Vissuð þið að fyrirtæki í eigu 1400 Skagfirðinga eru í fremstu röð í úrvinnslu íslenskra gæðamatvæla?

Gætu önnur byggðarlög – ekki síst þau þar sem fáeinir einstaklingar höfðu afnotarétt af fiskveiðiheimildum en seldu afnotaréttinn í burtu – lært eitthvað af þessum 1400 Skagfirðingum?

Ég bara svona spyr!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Vilhjálmur Ari Arason

    Með gleðilegustu fréttum sem heyrst hafa þessa daganna. Kaupfélag þar sem undantekningin sannar regluna að þetta sé allt hægt. Bestu þakkir.

  • Hef enga trú á rekstrarforminu “ kaupfélag“ en nokkrir einstaklingar undir styrkri forystu Þórólfs Gíslasonar kaupfélagsstjóra ( forstjóra ) hafa sýnt og sannað hversu miklu kröftugir og ósérhlífnir einstaklingar geta áorkað. KS er stórglæsilegt fyrirtæki hjá hjá Skagfirðingum og Þórólfur Gíslason er snjall það verður ekki af honum skafið.

  • Kristjón Másson

    Af hverju er 5% fyrningin ekki drifin í framkvæmd?

    Það er sanngjörn leið, gefur langan aðlögunartíma og þau fyrirtæki sem á annað borð eru vel rekin munu dafna vel í slíku kerfi og skagfirðingar myndu áfram blómstra.

    Kvótakerfið hefur kosti og galla sem stjórntæki. Ef ég réði myndi ég gera ráð fyrir smáfiski í afla og gera tilraun með að hleypa mönnum með hann í land með minni tilkostnaði en nú er, t.d 2kg/smáfiskur gegn1kg/kvóti og reyna þannig að uppræta brottkast með samvinnu við sjómenn.

    Óréttlæti kvótakerfisins er margskonar, félagslegt og siðferðilegt líka. Áður en ráðist var í útfærslur landhelginnar voru miðin almenningur og galopin öllum heiminum. Þjóðin eignaðist þessi fiskimið í samstilltu átaki þorskastríða þar sem hún tók mikla áhættu í baráttu við öflugt herveldi. Gjafakvótinn er þessvegna ranglæti af verstu gerð og þingið ætti ekki að sinna neinu öðru fyrr en það hefur verið leiðrétt.

    Rámar einhvern í að útvegsmenn hafi unnið sérstök afrek í þorskastríðunum framyfir aðra landsmenn?

    Það er afar fróðlegt að skoða þetta hér til samanburðar við málfutning LíÚ, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar:

    http://www.ushistory.org/us/27f.asp

    Þeir héldu því meira að segja fram að þrælarnir væru betur settir innann kerfis þrælahalds en utan!
    Og staðfest er að það voru til ánauðugir menn sem trúðu því!

    Gangi þér vel Hallur í allri góðri viðleitni.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur