Ég og félagar mínir í FUF Reykjavík eins og Friðrik Jónsson sem nú vinnur hjá Alþjóðabankanum eftir farsælan feril í utanríkisþjónustunni og hjá alþjóðastofnunum starfandi í Afganistan, Steingrímur Sævarr Ólafsson ritstjóri Eyjunnar með meiru og hún Steingerður sem ég veit bara ekkert hvar er niðurkomin í dag – við gerðum allt vitlaust í Framsóknarflokknum árið 1985 þegar við settum smokkinn á oddinn í pólitík.
Við vildum semsagt að Framsóknarflokkurinn berðist fyrir því í sveitarstjórnarkosningunum 1986 að sveitarstjórnir tryggðu aðgengi að ódýrum smokkum í smokkasjálfsölum sem víðast. Vildum helst niðurgreiðslu á smokknum.
Röksemdir okkar voru annars vegar að smokkurinn væri mikilvæg vörn gegn kynsjúkdómum og ekki hvað síst gegn nýrri ógn þá banvæns sjúkdóms – AIDS – og hins vegar hreinlega til þess að koma í veg fyrir ótímabærar þunganir ungra stúlkna.
Þetta féll ekki í kramið hjá hinum eldri. Man sérstaklega eftir því hvernig Alfreð Þorsteinsson tók þó málið mildilegum höndum og dró kurteisislega í efa að þetta væri stærsta pólitíska baráttumálið – án þess að slá málið alfarið út af borðinu. Enda var eitt af áhersluatriðum í kosningastefnuskrá Framsóknar fyrir borgarstjórnarkosningarnar betra aðgengi ungs fólks að getnaðarvörnum.
En afstaða Framsóknarmanna sem efuðust um þetta stefnumál Félags Ungra Framsóknarmanna í Reykjavík breyttist örfáum mánuðum síðar – þegar sjálfur Steingrimur Hermannsson var einn þeirra sem tóku þátt í herferð gegn AIDS og öðrum kynsjúkdómum með því að sitja fyrir með smokk í hönd á mynd á frægu smokkaplaggaddi!
Nú er búið að endurvekja þetta fræga og nauðsynlega smokkaplaggadd – 25 árum síðar!
Mér finnst það frábært.
… og mér finnst við krakkarnir í FUF Reykjavík 1985 eiga smá í þessu góða framtaki!
Skemmtilegur pistill hjá þér Hallur
Framsóknarmenn framsýnir – eldri kynslóðin í flokknum hins vegar vitandi að ekki er ráðlegt fylgisins vegna að setja öryggið á oddinn – það verður stöðugt að búa til nýja framsóknarmenn og þá frekar fleiri en færri –
Ég lenti í ægilegum hremmingum 1988 við að koma á smokkasölu í félagsmiðstöðvum sjá:
http://addigum.blogspot.com/2008/03/af-smokkum.html
Ja mikið væri heimurinn betri ef Framsóknarmenn hefðu notað smokkin ALLTAF og án undatekninga síðustu tuggu og fimm árin, svo maður tali nú ekki um lengur.
Segjum fjörutíu og fimm ár og njótum augnabliksins meðan við hugum okkur Ísland í dag við slíkar aðstæður.
Gunni gamli.
Svona komment var svo skemmtilega fyrirsjáanlegt!
En hugsaðu nú málið til enda. Líf án frjálslynds umbótaflokks í formi Framsóknarflokksins á þessum tíma hefði ekki einungis verið fátæklegra fyrir þá sem láta flokkin fara í taugarnar á sér – heldur hefðu lífskjör væntanlega ekki verið eins góð og við höfum haft þau undanfarna áratugi.
Auðvitað hefur Framsókn gert mistök eins og aðrir flokkar – en yfir það heila þá hefur flokkurinn fram undir þetta staðið sig vel.
Hefur þú áttað þig á því að þegar Framsókn hefur verið í stjórn þá hefur atvinnuástand alltaf verið betra en þegar kratar hafa verið í stjórn. Alltaf.
Hefur þú áttað þig á því að fjöldaatvinnuleysi hefur einungis verið á íslandi þegar kratar hafa farið með stjórnvölinn. Merkileg tilviljun.
Nú er að sjá hvort Framsóknarflokkur nútímans byggir áfram á frjálslyndri miðjustefnu þar sem manngildið er ofar auðgildinu – eins í tíð tíð þess Framsóknarflokks Steingríms Hermannssonar sem ég gekk í á sínum tíma – eða missir sig í þjóðernissinnaðan æsingarflokk.
En það hefur ekkert með smokkana að gera …
Að nota smokk er hið besta mál en að halda að hægt sé að blanda baráttu fyrir notkunn smokksins inn í pólitíska baráttu við sveitastjórnarkosningar sýnir bara hversu lítinn pólitískan metnað þú Hallur og þeir sem þú taldir upp sem meðreiðarseina hafið haft. Ef FUF á þessum árum gat ekki fundið pólitísk baráttumál til að berjast fyrir þá er ljóst að þið forsvarsmenn samtakanna áttuð ekkert erindi í pólitík. Ég hugsa að Steingrímur Sævarr og hvað hann heitir nú sjálfsánægði maðurinn frá Afganistan, kunni þér litlar þakkir fyrir að vekja aftur athygli á þessu pólitíska metnaðarleysi ykkar. Reyndar minnir þetta mig á þegar frambjóðandi Framsóknar í síðustu borgarstjórnarkosningunum ( man ekki hvað sá heitir ) gerði að sínu helsta baráttumáli að gefa börnum hafragraut. Þú hefur e.t.v. komið að því að móta það stefnumál líka Hallur.
Af því ég tók fast á þér í síðustu færslu Hallur þá vil ég samt hæla þér fyrir að halda athugasemdadálki þínum opnum. Í dag hefur vinkona þín Eygló Harðardóttir ákveðið að loka fyrir almennar athugasemdir hjá sér því hún er víst svo „frjálslynd“. Eygló fékk óblíðar móttökur við stuðning sinn við fjölmiðlafrumvarpið og það var dregið fram í athugasemdum að hún telur sig til þess betur fallin en almenning að velja myndefni sem almenningi sé boðið upp á í ríkisstjónvarpinu. Eygló þoldi ekki gagnrýnina hún bara lokaði á athugasemdir. Hvaða máli skiptir það ? Jú Eygló heldur bara áfram að vera forræðishyggjustjórnmálamaður sem veit allt betur en umbjóðendur hennar.
HH
Ég kveinka mér ekki undan hörðum færslum. Áskil mér reyndar rétt til að hafa rangt fyrir mér – þótt það sé sjaldgæft 🙂
En þú ert algerlega á villigötum í færsu #4.
Á þessum tíma þegar AIDS var að breiðast út um heiminn – sjúkdómur sem var þá algerlega bannvænn og það á tiltölulega stuttum tíma – þá var það afar mikilvægt að bregðast við. Pólitíkin var ekki meðvituð um hættuna á þessum tíma – þannig að barátta okkar var mjög mikilvæg.
Það skipti máli að hefta útbreiðslu AIDS. Sveitarfélög áttu að sjálfsögðu að koma þeirri baráttu eins og aðrir. Þetta baráttumál – sem kunni að bjarga mannslífum – var mikilvægara en mörg önnur.
Þetta með hafragrautinn – nei ég kom ekki að því máli – enda var mér hafnað í 3. sæti framboðslistans. Skilst það hafi verið vegna þess ég var ekki kona. Það er í 4 skipti sem mér er hafnað á þeim forsendum í pólitík.
Það væri tilbreyting að verahafnað vegna skoðanna og málflutnings – en það eru bara svo fáir innan Framsóknar sem gegnum tíðina hafa treys sér til þess að taka slaginn við mig á þeim forsendum – einvherra hluta vegna.