Þriðjudagur 19.04.2011 - 12:20 - 16 ummæli

Jóhanna leyndó í 110 ár?

Það er alveg ljóst að Jóhanna Sigurðardóttir og félagar hennar í ríkisstjórninni vilja ekki að margvíslegt klúður þeirra komi fram í dagsljósið. Nóg er það samt. En er ekki einum of langt gengið að mistök Jóhönnu og Steingríms J. verði leyndó í 110 ár?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (16)

  • Ef það er BARA klúðrið hennar Jóhönnu og Co,hvað getum við þá sagt um það sem var á undan …..?

    Hallærislega Framsóknarlegt hjá þér.

  • Kristján Elís

    mikið væri það nú gott ef það væri fjallað um þetta frumvarp af einhverju viti og yfirvegun en ekki bara tekið út eitt atriði og hneykslast
    Ég held þetta sé dæmi um umræðuna hér, aldrei tala um málin heildstætt bara grípa í eitthvað til þess að skapa átakapunkta

  • Já Heiða… allt í lagi að fólk klúðri hlutum… Ég meina, fullt af öðru fólki klúðrar verra…

    Hallærisleg rökleysa hjá þér

  • Hallur Magnússon

    Heiða. Það eru ekki hallærislegir Framsóknarmenn sem leggja þessa tillögu fram. Það er ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.

    Kristján Elís. Þetta atriði er svo geggjað – að því verður að breyta. Hversu skynsamlegar sem frumvarpið er að öðru leiti þá er það ónýtt meðan þetta ákvæði er til staðar.

  • Góð trygging fyrir Jóhönnu og Steingrím. Landsdómur hefur þá fátt í höndunum verði þau ákærð.
    En nú berast þau tíðindi erlendis frá og er mat vísra manna, að Íslendingar hafi valið réttu leiðina á ögurstundu. Þeir hafi látið bankana falla og með því neytt kröfuhafa til þess að taka skellinn með sér. Með því hafi þeir forðast þjóðargjaldþrot og meira að segja sé endurreisn með hagvexti hafin.
    Portúgal, Grikkland og Írland hafi hins vegar valið þá leið að gæta hagsmuna kröfuhafa með skelfilegum afleiðingum fyrir þjóðirnar sem nú eru á barmi gjaldþrots.
    Og sá sem hafði forystu um íslensku leiðina sem hvarvetna erlendis nýtur nú virðingar og boðuð sem fagnaðarerindi var enginn annar en Geir Haarde.
    Má í ljósi sögunnar líkja Geir við framherja í knattspyrnuliði. Í mögnuðum knattspyrnuleik komst hann margoft í gegnum varnirnar en hitti ekki rammann í opnum færum. Áhangendur púuðu á skúrkinn en á 89. mínútu skoraði hann sigurmarkið með þrumufleyg af þrjátíu metra færi og smurði boltann uppí samskeytin svo söng í netmöskvunum. Ógurleg fagnaðarlæti brutust út og hetjan var hyllt og lofsungin.
    En Geir Haarde verður ekki lofsunginn fyrir að vera höfundur íslensku leiðarinnar. Hann bíður Landsdóms og hefur gert lengi meðan saksóknari er að gramsa í gögnum uppi í Þjóðskjalasafni og víðar í þrotlausri leit að einhverju saknæmu. Þar er ekki leyndarhjúpnum fyrir að fara.

  • Kristján Elís

    má vel vera að þetta sé geggjað ákvæði, þá er bara að gagnrýna það málefnalega. En hvernig er frumvarpið að öðru leiti? hver talar um það? nei hér skal tala um allt með neikvæðum hætti til þess að viðhalda átökum og illyndum. Það er það sem er að fara með þessa þjóð. Hér er margt gott að gerast þó margt gangi líka hægt og hafi farið úrskeiðis

  • Eyjólfur

    Kristján,

    Á að fjalla jafnmikið um húsin í götunni sem ekki standa í björtu báli og það sem brennur? Eflaust er margt ágætt í þessu frumvarpi, en ekki sérstaklega merkilegt eða fréttnæmt. Þetta er það hins vegar óneitanlega og vekur upp ýmsar spurningar. Einkum þegar platform sumra hefur m.a. verið aukið gegnsæi stjórnsýslunnar.

  • Hallur Magnússon

    Fyrirgefðu Kristján.

    Sem sagnfræðingur og gamall blaðamaður – þá er trúverðugleiki þessa frumvarps ekkert meðan þetta ákvæði er inni. Þú getur kallað það hvaða nöfnum sem er.

  • Kristján Elís

    það er nánast tilviljun að ég fór að skrifa um þetta mál. Það er bara af því að það er þessi neikvæði tónn sem hefur orðið að síbylju og er ekki uppbyggilegt. Þú Hallur , gagnrýnir þetta ekki á málefnalegum forsendum, þú heldur því fram að Jóhanna hafi skrifað þetta frumvarp til þess að leyna störfum sínum. Er það sennilegt?
    Mér hefur oft fundist þú skrifa málefnalega og þess vegna gekkstu fram af mér núna.
    Þegar fólk öskrar stanslaust úlfur úlfur þá hættir gagnrýnin að verða málefnaleg og hefur bara neikvæð áhrif, það er ekki það sem þessa þjóð vantar núna

  • Sigurgeir Ólafss.

    Þetta er hárrétt hjá þér, Hallur.

    Jóhanna og co. eru bara að tryggja það að þau verði ekki lögsótt fyrir vanrækslu og landráð í starfi.

  • Hallur Magnússon

    Kristján. Ég skýt á Jóhönnu nú því að hún er forsætisráðherra. Get lofað að ég hefði skotið á Geir hefði þetta verið í hans tíð – og á Halldór ef hann hefði verið þarna. Mér finnst þetta svo gersamlega galið.

  • Kristján Elís

    auðvitað skrifaði Jóhanna ekki þetta frumvarp, það veistu. Þú átt ekki að skrifa hér eins og einhver nýgræðingur í pólitík

  • Hallur Magnússon

    Kristján. Forsætisráðherra hverju sinni er tákn ríkisstjórnarinnar. Auðvitað skrifaði hún þetti ekki sjálf. Ekki frekar en stóran hluta undirbúinna ræða sem hún heldur. En ber ábyrgð samt.

  • Merkilegt að eyjan.is skuli ekki fjalla neitt um þessa fasistalöggjöf og fjölmiðlalögin sem líka eru fasísk.

    Samt þykist sá sem stjórnar eyjunni vera „einn reyndasti fjölmiðlamaður þjóðarinnar“.

    Nú keur í ljós að hann er pólitískur kjölturakki ráðamanna.

    Hinn málglaði Egill Helgason þegir líka.

    Þetta sýnir hvar hollusta þessara „fjölmiðlamanna“ liggur.

  • Kristján Elís

    fasistar hér og fasistar þar, það er þessi umræðuhefð sem ég var að reyna að andæva en það hefur engan tilgang ég veit það. Haldið bara áfram að öskra og verði ykkur að góðu

  • Hallur Magnússon

    Kristján.
    Sammála þessu með „fasistar hér og fasistar þar“.

    Þau 25 ár sem ég var í Framsóknarflokknum lifði ég við „helvítis Framsóknarmenn þetta og helvítis Framsóknarmenn hitt“

    Horfði svo yfir framsóknarfólkið sem ég vann með – flest í óeigingjarnri sjálfboðavinnu á grunni hugsjóna um samvinnu og manngildi ofar auðgildi. Sá ekki neitt „helvítis“.

    Er því dálítið sorgmæddur þessa dagana þegar ég sé sífellt oftar hjá einstaka Framsóknarmanni „helvítis kratarnir“ og „kratarnir eru ömurlegir“.

    Hélt að það væri meira umburðarlyndi – ekki hvað síst hjá fólki sem hefur verið um langt árabil fyrir aðkasti vegna stjórnmálaskoðanna sinna!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur