Miðvikudagur 20.04.2011 - 18:56 - 3 ummæli

Kata Thoroddsen flott!

Mér finnst menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir Thoroddsen Tulinius Möller fá allt of lítið hrós fyrir frábært framtak hennar sem tryggir öllum undir 25 ára aldri skólavist í kreppunni og atvinnuleysinu.

Hún náði að kreista fram 6 milljarða  í verkefnið. Verkefni sem skiptir afar miklu máli á þeim tímum sem við lifum á. Verkefni sem allavega VG, Samfó og Framsókn eru sammála um að eigi að fara í. Held ég.

Það er náttúrlega ferlegt að missa Kötu í fæðingarorlof. Mikið væri gott ef Jóhanna væri enn á barneignaraldri …

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • maður var nafnlaus einn

    Þú getur ekki hrósað án þess að skjóta.

  • Hallur Magnússon

    Jú, en það er svo erfitt að skjóta ekki í dauðafæri!

  • Hallur Magnússon

    … á konu sem þekkir ekki sinn vitjunartíma – eftir merkilegan og farsælan feril.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur