Mér finnst menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir Thoroddsen Tulinius Möller fá allt of lítið hrós fyrir frábært framtak hennar sem tryggir öllum undir 25 ára aldri skólavist í kreppunni og atvinnuleysinu.
Hún náði að kreista fram 6 milljarða í verkefnið. Verkefni sem skiptir afar miklu máli á þeim tímum sem við lifum á. Verkefni sem allavega VG, Samfó og Framsókn eru sammála um að eigi að fara í. Held ég.
Það er náttúrlega ferlegt að missa Kötu í fæðingarorlof. Mikið væri gott ef Jóhanna væri enn á barneignaraldri …
Þú getur ekki hrósað án þess að skjóta.
Jú, en það er svo erfitt að skjóta ekki í dauðafæri!
… á konu sem þekkir ekki sinn vitjunartíma – eftir merkilegan og farsælan feril.