Fimmtudagur 21.04.2011 - 10:26 - 30 ummæli

Davíð Oddsson pólitísk mús

Davíð Oddsson er orðin pólitísk mús en ekki það pólitíska ljón sem hann eitt sinn var.  Davíð hefur skriðið ofan í músarholuna sína á Hádegismóum og tístir þar að pólitískum andstæðingum sínum. Skopmyndateiknari í vinnu hjá Davíð sýnir nú meiri manndóm en hinn pólitíski ritstjóri.  

Skopmyndateiknarinn sem fór aðeins yfir strikið í teikningu sinni af Siv Friðleifsdóttur alþingismanni er maður að meiru með því að biðja Siv persónulega afsökunar og birta afsökunarbeiðni opinberlega.  Davíð hvarf hins vegar ofan í músarholuna.

Reyndar hafði Siv ekki kveinkað sér undan  teikningunni enda ekki hennar eðli að væla undan pólitískum átökum og þeim árásum sem hafa á hana dunið gegnum tíðina – ekki hvað síst undanfarið þegar Siv stendur í fæturna og sýnir pólitískan styrk sinn andstæðingum hennar til armæðu.

Siv er einn öflugasti stjórnmálamaðurinn á Alþingi. Hún hefur styrkst sem slík að undanförnu. Það er ekkert væl í henni heldur er hún greinilega reiðubúinn að takast á við erfið verkefni stjórnmálanna á næstu mánuðum og misserum.

Siv hefur nú króað músina Davíð af í holu sinni. Siv segir í viðtali við Fréttatímann:

„Okkur ritstjóra Morgunblaðsins gekk vel að vinna saman hér áður fyrr. Leiðir okkar hafa ekki legið saman eftir að hann hvarf úr stjórnmálum og tók að sér að verða seðlabankastjóri og síðar ritstjóri Morgunblaðsins. Miðað við mín kynni af honum tel ég að hann sé stærri maður en svo að hann vilji láta þetta kyrrt liggja án viðbragða.

Blaðið hlýtur annað hvort að gefa út opinbera afsökunarbeiðni eða útskýra hvers vegna þetta ætti að vera í lagi.“

Nú kemur í ljós hvort Davíð er maður eða mús. Mun hann áfram liggja í músarholunni sinni – eða mun hann koma fram með afsökunarbeiðni eða útskýra hvers vegna það er í lagi að ganga yfir strikið i skopmyndateikningum.

Ég spái því að Davíð muni þegja og staðfesta þannig að hann er orðin pólitísk mús.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (30)

  • Siv hefur alla tíð verið til vandræða í sínum flokki nema í örfáa daga eftir að hún fær einhvern bitling sem lyftir hennar eigin egó-i. þetta ætti samstarfsmaður Sivjar Juhl til margara ára hann Hallur Magnússon að þekkja manna best. Sá einhverstaðar hér á vefnum í vikunni upptalningu á öllum þeim þvingunar, forræðis og haftafrumvörpum sem Siv hefur beitt sér fyrir og nú reyna ESB sinnar eins og Hallur að telja Siv trú um að hún sé alveg sérlega frjálslynd kona. Manni verður nú bara flökurt þekkjandi sögu Sivjar Juhl.

  • Gústaf Níelsson

    Hvers vegna er það tabú að líkja pólitískri framgöngu Sifjar Friðleifsdóttur við vændi. Þessi samlíking á afskaplega vel við, enda er öllum ljóst að ekki er hún að falbjóða kynlíf, heldur velgjörð fyrir pólitískt líf ömurlegrar ríkisstjórnar.

    Pempíuháttur andstæðinga Davíðs Oddssonar er orðinn hálfhallærislegur og barnalegur.

  • Myndin var stórfín.

    Snjall teiknari þarna á ferð.

  • „Siv er einn öflugasti stjórnmálamaðurinn á Alþingi. Hún hefur styrkst sem slík að undanförnu“, segir rýnandinn Hallur uppveðraður. Hann virðist enn láta sér umhugað um Framsóknarflokkinn og tekur væntanlega fagnandi orðum Sivjar um að flokkurinn sé klofinn í öllum meginmálum.
    Staðreyndin er hins vegar sú, að meintan klofning er fyrst og fremst að finna í hugarheimi hennar og hefur ekki orðið til annars en að færa andstæðingum flokksins vopn í hendur.
    Á flokksþingi nýverið var stefnan mörkuð og samþykkt og forystan endurkjörin með yfirgnævandi meirihluta þingfulltrúa. Sú niðurstaða gefur ekki tilefni til þess að álykta að um klofning sé að ræða í flokknum.
    Siv hefur undanfarið farið mikinn í viðtölum bæði í sjónvarpi og blöðum. Málflutningur hennar hefur fengið góðan hljómgrunn einkanlega hjá andstæðingum flokksins í pólitík og ljúflingum sem hafa fallið fyrir borð. Og staðhæfingar um mikinn styrk og að baki henni standi fjölmennur hópur frjálslyndra framsóknarmanna byggist á engu öðru en óskhyggju þess sem sér fjara undan ferli sínum í pólitík.
    Og hugtakið „frjálslyndur“ er svo kapítuli útaf fyrir sig og skreyting og stimpill sem ekki hefur orðið sjálfskipuðum handhöfum til framdráttar. Þeir hafa nefnilega kokað á því hvað felst í því að vera frjálslyndur í pólitík. Það ætti Hallur Magnússon að vita manna best eftir hikið og fimbulfambið í Silfrinu.

  • Hallur Magnússon

    GSS.
    Fámennt flokksþing Framsóknar var nú ekki eins samrýmt og sumir vilja vera láta …

  • Óðinn Þórisson

    Guðmundur Steingrímisson fór í Framsókn til að verða formaður flokksins og leiða hann til samstarfs við vin sinn Dag B en Sigmundur Davíð var einfaldlega of sterkur fyrir hann og nú bíða menn bara eftir því að Siv og Guðmundur gangi í Samfylkinguna þar sem þau eiga heima.

  • Ef Davíð Oddsson er orðin að pólitískri mús, hvernig skilgreinir þú þá fólk á borð við Össur, Jóhönnu og Steingrím? Litla músin Davíð Oddsson felldi óskasamning þessa vinstra fólks í Icesave málinu svo að segja á handaflinu einu. Ekki fór fyrir stuðningi félaga hans í Sjálfstæðisflokknum? Ekki voru aðrir fjölmiðlar að berjast gegn þeim fjanda sem Icesave l, ll eða lll voru? Fréttastofa RUV er komin niður í 70% áreiðanleika hjá þjóðinni, DV í 13% og Eyjan í 10%. Ef ekki hefði verið fyrir mikla andstöðu Davíðs Oddssonar, þá hefði Icesave verið samþykkt með þeim skuldaklafa sem því hefði fylgt. Þó Steingrímur komi nú og reyni að mála yfir vitleysuna í sér, þá skín vitleysan alltaf í gegn. Eina sem hann getur gert er að segja af sér.

    Vinstri menn ráða einfaldlega ekki við Davíð. Það er útséð með það. Af hverju er annars enn farið með könnunina þar sem fleiri treystu Davíð til að leysa þjóðina úr þessum kröggum en samanlagt Jóhanna, Steingrímur og Össur? Af hverju er þessi könnun aldrei nefnd á nafn?

    Ef allar þær sambærilegu skopteikningar og birtust af Siv í MBL sem hafa birst gegnum árin hefðu valdið viðlíka viðbrögðum hjá þeim sem í þeim hefðu lent, þá væri hálf þjóðin stamandi í dag.

    Siv Friðleifsdóttir er í stjórnmálum. Hún þarf að hafa bein í nefinu til að taka á móti svona pillum. Ef hún getur það ekki, þá verður hún bara að sækja um sendiherrastöðu hjá Össuri, ef hann er þá enn með utanríkismál. Það hefur nefninlega ekkert sést né heyrst til hans síðustu mánuðina í þeim málaflokki, þó stærsta milliríkjadeila í 35 ár hafi verið að eiga sér stað. Einsdæmi að Utanríkisráðherra hafi verið stungið undir teppið

    Davíð Oddsson mús? Ég held að svona skrif dæmi sig bara sjálf.

  • Davíð Oddsson hefur alla tíð verið lítill kall, ekki bara núna. Hann hefur alltaf verið hugleysingi, sem komist hefur upp með það vegna ótrúlegs „karma“-valds síns að mæta eingöngu í drottningarviðtöl í fjölmiðlum, án þess að þurfa nokkurn tímann að rökræða eitt eða neitt við aðra stjórnálamenn fyrir opnum tjöldum. Og þetta hefur þjóðin bara tekið gott og gilt.

    Ekki man ég nokkurn tímann eftir Davíð í því hlutverki að þurfa að standa fyrir máli sínu í umræðuþáttum með öðrum annarrar skoðunar, hann hefur jafnan komist upp með að tala niður til annarra eins og væri hann jafn óskeikull og Guð almáttugur.

    Þessi aumi maður er nú orðinn minni en mús, inni í sér er hann er hræddur og einkum við þá staðreynd, sem hann sífellt reynir að breiða yfir í hroka sínum, að HRUNIÐ er að stórum hluta ákvörðunum (og ákvarðanaleysi) hans að kenna.

    Í mínum huga ómar nú söngur Egils Ólafssonar með Þursaflokknum um „pínulítinn kall“. Mér sýnist að Davíð sé nú þegar búinn að dæma sig sjálfur til þeirrar nafnbótar.

  • Gústaf Níelsson

    Merkilegt hvað „lítil mús“ getur kallað fram sterk ótta- og hatursviðbrögð hjá sumu fólki. Sannleikurinn er sá að „litla músin“ er sterkasti stjórnmálaleiðtogi Íslendinga á ofanverðri 20. öld og fram á þessa – fremstur meðal jafningja. Andstæðingum hans gengur illa að kyngja þeirri staðreynd.

  • Guðmundur

    Já hvar er könnunin sem var á Bilgjunni hvað manni treystir þú best til að leiða þessa þjóð, könnunin var slándi,það skildi þó ekki vera pólitíska músin hans Halls,en þar var umtöluð persóna í himinhæðum fyrir ofan þann næsta,aldrei hefur þessi persóna vælt yfir skopmyndum af sér þó að sumar hvafi verið ansi svæsnar,enda persónan með útgeislun

  • Gunnlaugur Ingvarsson

    Sæll Hallur
    Nú er ég sammála þér. Það er dæamalaus hroki í DO að geta nú ekki staðið upp og beðið Siv afsökunar.

    Um meint frjálslyndi Sivjar er ég þér ósammála.

    Frjálslyndi hefur nefnilega alls ekkert að gera með það hvort menn eru með eða á móti ESB aðildinni.

    En þú eins og fleiri ESB sinnar virðast halda það í einfeldni ykkar að það að vera með ESB aðild þýði að viðkomandi sé frjálslyndur.

    Hinir þ.e.a.s. við sem erum gegn ESB aðild erum að ykkar áliti margra, annaðhvort öfgasinnaðir vinstrimenn, afdala einangrunarsinnar eða þá ultra hægri menn og rammasta afturhald.

    Þessi skilgreining er svo kolröng og passar ekki.

    Frjálslynd öfl styðja yfirleitt fullt og óskorað sjálfstæði og fullveldi þjóða sinna. Þeir eru heldur ekki hrifnir af þungglammalegum og ólýðræðislegum miðstýringarapparötum eins og ESB.

    Mér sýnsit að Siv hafi með ESB stuðningi sínum sett sig á bekk með öfgasinnuðum minnihlutahóp, eins konar sértrúarsöfnuði sem eru að mestu orðnir einangraðir í Samfylkingunni og njóta lítils sem einskis stuðnings meðal þjóðarinnar.

  • Sá sem söng „pínulítill karl“ á sínum tíma tók nú glerharða afstöðu gegn Jóhönnu og Steingrími fyrir bara tveimur vikum síðan. Ég myndi fara varlega í að vitna í Egil Ólafsson. Mig grunar að hann væri ekki tilbúinn að kalla Davíð Oddsson litla mús til að upphefja þessa vinstri stjórn.

  • stefán benediktsson

    Skil ekki menn sem geta réttlætt þessa teikningu og skil ekki mann sem ekki getur beðið afsökunar fyrir hönd fyrirtækisins sem hann stjórnar. Það segir meira en allt annað að hlaupa í felur þegar mönnum verður svona hrapalega á. Það eru allir hættir að ætla að hann biðjist afsökunar fyrir allt hitt.

  • stefán benediktsson

    Ég held að Gústaf Nielsson hafi alveg rétt fyrir sér með að DO hafi verið „sterkasti stjórnmálaleiðtogi Íslendinga á ofanverðri 20. öld og fram á þessa“ en framhaldið sýnir að það er alls ekki mannbætandi.

  • Guðmundur 2. Gunnarsson

    Merkilegt að „músin“ skuli ennþá vera mesti stjórnmálalegur áhrifaaðili Baugsfylkingarinnar og dótturflokksin VG og ræfladeildar Sjálfstæðisflokksins, sem hafa sérstaka hagsmuni að gæta á að Icesave og hrunið verði ekki tekið til sérstakar rannsóknar, eins og þau Bjarni, Tryggvi og Þorgerður sem dæmi.

    Þessi skrípófarsi vegna eins versta stjórnmálamanns Íslandssögunnar er kostulega heimskur og hræsni vinstri manna svo fyrirsjáanleg. Og á sama tíma grjóthalda þessir hræsnarar kjafti þegar flokksbræður þeirra í Danmörku drulla yfir forsetann og mikinn meirihluta þjóðarinnar, í þætti sem sennilega ekki er ætlað að vera grínþáttur, þó svo einstök forheimska ESB fræðaranna hafi verið á pari við bestu Spaugstofu, sem vað fyrir árásum á þessum tíma fyrir nokkrum árum með samskonar ofbeldi af ofsatrúarmönnum og hræsnurum fyrir að gera grín að kirkjunni og það sem hún stendur fyrir.

    Þingið með Siv nýtur trausts um 10% þjóðarinnar og svo sannanlega best lýst fyrir að stunda pólitískt vændi. Og toppurinn er að þessi mikla brekka stóð fyrir því að vændið væri lögleg starfsgrein, en að kaupa það væri brot á lögum…!!!! Hversu gáfulegt getur eitt mál verið. Nú væri gaman fyrir vinstri kverúlanta að renna yfir teikningar manna eins og Sigmund sem örugglega leyfði sér mun grófari hluti áðurfyrir án nokkurra viðbragð þeirra sömu. Þetta er dæmigert seinasta hálmstrá stjórnarliða til að hanga á til að reyna að beina athyglinni frá ömurlegheitum sjórnvalda, og Siv er einfaldlega að reyna að tryggja sér enn ein mánaðarlaunin, vitandi að hún mun aldrei ná endurkjöri innan eigin flokks. Þess vegna fer pólitískt vændi hennar saman við hagsmuni núverandi hörmungarstjórnar. Man einhver eftir yfirlýsingum vesalings Þráins Betelssonar sem fullyrti að stjórnin ætti að fara frá ef að þjóðin segði NEI við Icesave III…???? Hann fór í hlutverk vændiskarlsins og seldi sig hæstbjóðandi og tryggði að stjórnin þyrfti ekki að segja af sér. Getur pólitíska vændið verið skýrara en hjá þessum tveim þingmönnum sem eiga ekki möguleika á endurkjöri núna eða þegar kosið verður næst..??

  • Anna María Sverrisdóttir

    Vá Hallur. Það er aldeilis að þessi skrif þín vekja svakaleg viðbrögð. Til hamingju með það og gleðilegt sumar 🙂

  • Hverju orði sannara Hallur! Og „gaman“ að fylgjast með helstu hagsmunagæsluliðum og skósveinum Davíðs „svara“ þínu ágæta bloggi. Þetta kallar fram sterk viðbrögð af þeirra hálfu sem var fyrirséð. Þeir eru ennþá minni en foringi þeirra !

  • Hallur Magnússon

    🙂

  • Hallur Magnússon

    … oft veltir lítil þúfa þungu hlassi!

  • Guðmundur 2. Gunnarsson

    Alltaf gaman að sjá viðkvæmnina í andlegum RISUM komma og krata þegar þeir verða málefnalega gjaldþrota og ætla að tjóðra menn við einhverja ákveðna óvini sína ef að menn eru ekki jafn andskoti takmarkaðir í hugsun og þeir. Þetta sem RISARNIR vilja meina.: Af því þú ert ekki vinur minn, þá hlýturðu að vera vinur óvinar míns.

    Ætla óska blogghöfundi til hamingju með óvenju magnað blogg og viðbrögð og klappliðið sem sjálfasagt eru allir á einu og sömu ip – tölunni og, svona ef allt er eftir kunnri forskrift blogglúðrasveitar Baugsfylkingarinnar.

    Auðvitað er öll ykkar óhamingja einum manni að kenna, svona eins og hugmyndafræðingar ykkar í Sovét og Þjóðverjar kenndu sínum blórabögglum, sem svo skemmtilega vill til að sá síðar nefndi var einn af helstu hugmyndafræðingum kratadraumsins – Evrópusambandsins. Enda krati eins og þeir gerast sanntrúaðastir.

    Allir einfeldningar þurfa sína leiðtoga. Skrítið hvað lítil mús geturt komið jafn mögnuðum bloggara og hans aftaníossum jafn illilega úr jafnvægi.

    Gæti verið að músin er í raun fíll í litlu músarholu þeirra sem ennþá láta hann stjórna allri sinni takmörkuðu pólitískri hugsun? … (O:

  • Leifur Björnsson

    Til hamingju með góðan pistil Hallur ofsafenginn viðbrögð sértrúarsöfnuðsins í kringum Davíð sýna að hann er sannur og hittir í mark.
    Gleðilega Páska.

  • „Þurfa sína leiðtoga“, „aftaníoss“, já margur heldur sig mig.
    En það er einmitt málið Guðmundur 2., varla heitirðu það eða hvað ? Nefnilega þetta með ip-töluna. Varla skrifandi foringjasleikja sem þú ert. Og Baugs-hvað er þetta? Pistill Halls var ekkert um það, en að vanda tekst þér og þínum að tengja helstu eigin hugarefni við allt saman.
    En góða páska allir saman, einnig Guðmundur 2, Hannes H eða Davíð eða hvað hann heitir.

  • Guðmundur 2. Gunnarsson

    Gunnar. Og hver er minn foringi, – magnaði penni..???

    Pistillinn fjallar um pólitíska vændiskonununa Siv, og jafnvel illa gefnir hefðu getað áttað sig á að því var full svarað, áður en mannvitsbrekkur vændisvælugengisins fóru að snúa því upp á þá sem þykja lítið til bloggs höfundar komið, þá hlytu það að vera einhverjir meðreiðasveinar eða aðdáendur gamals kallsfausk sem engu máli skiptir, ritstjóri blaðs sem kratar og kommar fullyrða að engin lesi og hvað þá taki mark á. Samt er einhver frábær grínmynd af útbrunni pólitísku portkellingunni Siv, eins vonlausasta stjórnmálamnns seinni tíma, gerð að einhverri allsherjar smjörklípu krata og komma sem eru með allt niðrum sig vegna STÓRA FEITA ICESAVE NEI – SINS sem er gjörsamlega búið að ganga frá stjórnarliðshyskinu. Þökk sé skopteiknaranum að eitthvað fenguð þið ræflarnir að smjatta á og vonandi á Davíð og allir sem koma að útgáfu snepilsins (sem engin les eða tekur mark á) biðji pólitísku portkonuna sem er komin langt yfir síðasta söludag, þúsundfaldar afsökunnar á að teiknarinn sagði hreinan sannleikann, svona eins og litli strákurinn í sögunni um „Nýju fötin keisarans.“ – Og það þá skellihlægjandi.

    Og næst fullyrða stjórnarliðar og vændisvælugengið að hér hafi aldrei viðgengist nokkuð sem heitir pólitiskt – frekar en akademískt vændi og hvað þá eitthvað sem heitir pólitísk spilling. Og sömu trúa á jólasveininn eins og Gunnar og félagar…. (O:

  • Það segir allt sem segja þarf að hvorki ritstjórar né útgefandi Morgunblaðsins hafa beðið Siv afsökunar, – þeir una sér vel í flórnum með Útvarpi Sögu.

  • Smá pæling.
    Er það myndin sjálf sem pirrar ykkur eða er það hvar hún birtist?

  • Nákvæmlega Steini ætli hatrið á ákveðnum manni spili ekki stóra rullu í sumum ummælum hér.

  • Furðulegt að lesa bullið hér á undan í mörgum sem skrifa. Eins og menn geti ekki bara séð kjarna málsins; nefnilega það að DO virðist ekki hafa siðferðilegan þroska til að játa dógreindarmistök sín (myndbirtingin) og biðjast afsökunar á þeim. Einfalt mál.
    „Jói“ var að tala um Egil Ólafs, af því ég hafði vitnað í „pínulítnn kall“ og hermt það lag upp á Davíð músarrindil. Það hefur ekkert með Egil Ólafs að gera, hann söng bara lagið en ég var ekki að gera honum upp skoðanir í einu né neinu.
    Sammála Stefáni Ben um að DO hafi eitt sinn verið mestur íslenskra pólitíkusa, en sá tími er löngu liðinn. „Veistu hver ég var“ hjálpar ekki manni sem hefur lítillækkað sjálfan sig á allan hátt með smásálarlegri afneitun á eigin ábyrgð á Hruninu, og neitar nú líka að viðurkenna siðferðilega ábyrgð sína á skækjumyndinni af Siv.

    Til hamingju Hallur, þú hittir naglann á höfuðið.

  • Sigurgeir Ólafss.

    Davíð er engin mús í pólitískum skilningi.

    Hann er refurinn sem bíður færis og ræðst á andstæðinga sína þegar minnst varir.

    Hann lætur lítið fyrir sér fara, en safnar upplýsingum og staðreyndum um andstæðinga sína sem hann notar svo gegn þeim.
    Þetta er styrkur Davíðs, að þetta er sá styrkur sem andstæðingar hans óttast.

    Skopmyndin af Siv er pólitískt raunsæ, þó svo að sumir hafi farið hamförum yfir henni.

    Myndir lýsir þeirri pólitískur kreppu sem ríkisstjórnin er í. Það að ætla að hífa Framsókn í stjórnina til að bjarga henni lýsir þessu vel.
    Samfylkiningin hefur alltaf raun elskað að hata Framsókna, enda reyndi og reyndar tókst Samfylkingina að særa Framsókn mjög svo fyrir kosningarnar 2007 að flokkkurinn gat ekki verið í stjórn með Sjöllum.

    Tilgangurinn helgaði meðalið, einelti og ofsóknir á garð Framóknar í Baugsmiðlum af hálfum Samfylkingarinnar.

    En nú er Framsókn góð.

  • @Rex: Auðvitað er Davíð ekki lengur fremstur í flokki stjórnmálaleiðtoga, hann hætti á alþingi fyrir mörgum árum, og lét öðrum eftir formennsku í Sjálfstæðisflokknum í kjölfarið. Hann hafði meira segja verið frekar lítið við áður en hann hætti vegna veikinda.

    það er þess vegna með ólíkindum að Davíð Oddsson skuli enn vera sá aðili sem mest er fjallað um þegar íslenska pólitík ber á góma.

    Hvers vegna er t.d. ekki talað um afhroð ríkisstjórnarinnar í Icesave málinu?

    Hvers vegna er ekki rætt um endalausan drátt á úrlausnum skuldsettra heimila?

    Hvers vegna er ekki rætt um drátt á banni við hvalveiðum eins og VG lofuðu á meðan flokkurinn var í stjórnarandstöðu?

    Hvers vegna er skjaldborgin um heimilin enn í smíðum, mörgum árum eftir að hún var boðuð?

    Hvers vegna er bankakerfið hriplekt, þrátt fyrir fögur fyrirheit?

    Það er eiginlega fljótlegra að telja upp það sem ríkisstjorninni hefur tekist að koma í verk síðan hún tók við fyrir tæpum tveimur árum heldur en sem henni hefur ekki tekist að svo mikið sem þreifa á.

    Þarf þessi Hallur ekki að biðja Davíð Oddsson afsökunar á þessum ummælum? Það hlýtur að vera efni í afsökunarbeiðni að uppnefna mann „mús“ á svona heilagri helgi? Koma svo kútur, afsökun upp á borðið. Það hlýtur eitthvert sjálfstæðiskvennafélagið að vera búið að álykta um þetta.

  • Groundhog day!
    vinstri menn fara á hjörunum yfir öllu sem DO gerir eða segir þegar svo auðvelt er að kryfja það sem Morgunblaðið prentar (birtir) og gagnrýna það með rökum.

    Hægri menn fá enn stjörnur í augun og flykkjast til varna fyrir hinn mikla leiðtoga þegar nafn hans er nefnt í stað þess að ræða þau mál sem heitast brenna.

    Niðurstaðan verður gagnslaust þref um ekki neitt

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur