Mánudagur 09.05.2011 - 16:06 - 2 ummæli

Vill Vinnumálastofnun ekki Noreg?

Vill Vinnumálastofnun ekki atvinnulausa Íslendinga til Noregs?  Er ekki betra að hafa vinnu í Noregi en að vera atvinnulaus á Íslandi?  Ég hefði haldið það. 

Ráðgjafafyrirtæki mitt hefur meðal annars milligöngu um að útvega íslenskum iðnaðarmönnum störf í Noregi. Ég ætlaði því að nýta ágætis þjónustu Vinnumálastofnunar sem heldur úti vefsíðu um störf í boði fyrir atvinnulausa.

En viti menn. Ég fékk ekki að nýta þessa þjónustu og bjóða 4 atvinnulausum íslenskum smiðum vinnu í 6 mánuði í Bergen – og möguleika á föstu starfi í kjölfarið!

Ástæðan. Ég var ekki að ráða smiðina beint til mín heldur til fyrirtækis í Noregi.

Kannske er þetta eðlilegt. En ég hélt að Vinnumálastofnun ætti að aðstoða atvinnulausa Íslendinga í atvinnuleit og skil þetta því ekki alveg.

Hvað finnst ykkur?

PS. Ég er líka með vinnu í Molde í mánuð fyrir málara sem getur farið þangað strax!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur