Vill Vinnumálastofnun ekki atvinnulausa Íslendinga til Noregs? Er ekki betra að hafa vinnu í Noregi en að vera atvinnulaus á Íslandi? Ég hefði haldið það.
Ráðgjafafyrirtæki mitt hefur meðal annars milligöngu um að útvega íslenskum iðnaðarmönnum störf í Noregi. Ég ætlaði því að nýta ágætis þjónustu Vinnumálastofnunar sem heldur úti vefsíðu um störf í boði fyrir atvinnulausa.
En viti menn. Ég fékk ekki að nýta þessa þjónustu og bjóða 4 atvinnulausum íslenskum smiðum vinnu í 6 mánuði í Bergen – og möguleika á föstu starfi í kjölfarið!
Ástæðan. Ég var ekki að ráða smiðina beint til mín heldur til fyrirtækis í Noregi.
Kannske er þetta eðlilegt. En ég hélt að Vinnumálastofnun ætti að aðstoða atvinnulausa Íslendinga í atvinnuleit og skil þetta því ekki alveg.
Hvað finnst ykkur?
PS. Ég er líka með vinnu í Molde í mánuð fyrir málara sem getur farið þangað strax!
Hvað er boðið í laun fyrir svona málaradjobb? Koma bara faglærðir til greina?
Sverrir. Sendu mér póst. hallur@spesia.is