Gimbrin Evra frá Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal sló í gegn í fimmtugsafmæli vinar míns G Valdimars Valdemarssonar í gærkvöld. Við Gestur Guðjónsson og Gísli Tryggvason gáfum G Vald þessa efnilegu kynbótagimur í fimmtugsafmælisgjöf ásamt eyrnamarkinu Stýft, fjöður aftan hægra – Hangfjöður framan vinstra – sem er gamalt Straumfjarðarmark – en G Valdimar er einmitt að hefja sauðfjárbúskap með tengdafólki sínu í Straumfirði.
Gimbrin Evra mun mun verða í góðum félagsskap Heimssýnar sem er kynbótagimbur af fjárstofni Sindra Sigurgeirssonar formanns Landssambands sauðfjárbænda – en Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda og Einar Gunnar Einarsson starfsmaður Framsóknarflokksins gáfu G Vald þá gimbur í fimmtugsafmælisgjöf.
Fyrstu lömbin sem munu rekja ættir sínar bæði til Evru og Heimssýnar munu líklega líta dagsins ljós um það leiti sem við greiðum atkvæði um aðild að Evrópusambandinu.
Með Evru fylgdi eftirfarandi orðsending frá Sigrúnu Ólafsdóttur bónda í Hallkelsstaðahlíð til G Vald:
„Sæll vertu.
Ættartalan er góð. Hreinræktaðar eðal Hlíðarkindur með sögum við hvern ættlið, lífrænt í meiralagi með náttúrulegu fjallajurtabragði sem að smakkast ekki næstu 12 árin.
Hefur ekki komið nálægt endurheimtu votlendi eða fundið stóriðjubragð. Þekkir ,,refi,, af eigin raun bæði loðna og ESB refi…óttast báða jafn mikið.
Nákvæm ættartala afhendist að loknum leitum sem að sjálfögðu fylgja með sem kvöð en mun að þeim loknum verða hið mesta happ.“
Það er reyndar ekki einungis sauðafjárrækt að Hallkelsstaðahlíð – þar er tamningamiðstöð og góð hrossarækt sem lesa má um á vefsíðunni www.hallkelsstadahlid.is
Þar segir Sigrún Ólfasdóttir bóndi að Hallkelsstaðahlíð þannig frá sauðfjárræktinni sem Evra er afurð af – en Sigrún tók við búinu af föðurbræðrum mínum og móðurbræðrum hennar fyrir allnokkrum árum síðan:
Stofninn frá miðri síðustu öld.
Sauðfjárræktin í Hallkelsstaðahlíð á sér langa sögu, en sá stofn sem nú er ræktað útaf á ættir sínar að rekja í Vestur- Barðastrandasýslu. Árið 1950 í kjölfar niðurskuðrar vegna mæðuveiki var sóttur nýr stofn m a frá bæjunum Vesturbotni, Hvestu og Fífustöðum í Barðastrandasýslu.
Okkar markmið í sauðfjárræktinni er að rækta afurðarmiklar og frjósamar ær. Ekki er verra að viðhalda litum og sérstökum afbrigðum þó ekki á kostnað afurða. Til gamans má geta þess að rúmlega 30% fjárstofnsins er mislitur. Flestir grunnlitir sem þekkjast í íslenska fjárstofninum finnast í hópnum. Markmiðið er að hafa 2-3 forustuær og annað eins af ferhyrndum ám. Á hverju ári nýtum við okkur þjónustu hrútastöðvarinnar og sæðum nokkra tugi áa til að bæta stofninn.
Til gamans má geta þess að við notum mismunandi mörk eftir því af hvaða kyni (ætt) kindin er. Þannig eru í notkun nokkur mörk sem hafa verið um margara áratuga skeið í fjölskyldunni. Öll mörkin sem notuð hafa verið um langt skeið eiga það sameiginlegt að hafa alltaf markið tvístíft aftan hægra. Á vinstra eyra eru svo mismunandi mörk.
Á árum áður þegar brennimörk á horn voru notuð hér í Hlíðinni var það bæjarnúmerið sem ennþá er í fullu gildi 19SH1 sem smellt var á annað hornið og síðan HL’IÐ á hitt.
Sniðug hugmynd hja ykkur Hallur. Mér sýnist að næstum allir aðdáendur ESB í Framsókn standi að gjöfinni til G. Vald þ.e. þú ( OK ég sé þig enn sem framsóknarmann ), Gísli Tryggva og Gylfi Guðjónsson. En eftir á að hygga þá hefðuð þið átt að leyfa Valgerði á Lómatjörn og Jóni Sig fyrr um formanni að fljóta með þá væru allir ESB stuðningsmenn innan Framsóknar samankomnir á gjafakortinu sem fylgdi. 🙂
Skilaðu kveðju til afmælisbarnsins.
Takk fyrir þetta kunningi.
Þú reyndar gleymir formanni LFK, formanni og meirihluta stjórnar SUF og á annan tug bæjarfulltrúa víðs vegar um landið, varaþingmönnum ….
… þetta hefði verið margra blaðsíðna kort 🙂