Miðvikudagur 08.06.2011 - 08:43 - 3 ummæli

Afskrifum skuldir stjórnmálaflokka

Við eigum að afskrifa núverandi skuldir stjórnmálaflokkanna. Í kjölfarið innleiða algerlega gagnsætt kerfi þar sem hver króna í starfi stjórnmálaflokka verði uppi á borðinu – hvaðan hún kom og hvert hún fer. Þannig snarminnkum við núverandi tangarhald ýmissa hagsmunaaðilja sem nú hafa tök á stjórnmálaflokkunum gegnum skuldir þeirra.

Það er nefnilega tangarhald í núverandi skuldum stjórnmálaflokkanna sem eru meðal annars upp á fjármálafyrirtæki komin vegna þess. Að líkindum skulda þeir einnig hjá hinum ýmsum aðiljum í samfélaginu – jafnvel útgerðarfyrirtækjum.

Með slíkum afskriftum og skýrum reglum um fjármál stjórnmálaflokka – sem byggja á algjöru gagnsæji – þá standa allir jafnfætis á byrjunarreit.

Kannske stjórnlagaþingið geti tekið þetta inn í vinnu sína um fjármál stjórnmálaflokka!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur