Við eigum að afskrifa núverandi skuldir stjórnmálaflokkanna. Í kjölfarið innleiða algerlega gagnsætt kerfi þar sem hver króna í starfi stjórnmálaflokka verði uppi á borðinu – hvaðan hún kom og hvert hún fer. Þannig snarminnkum við núverandi tangarhald ýmissa hagsmunaaðilja sem nú hafa tök á stjórnmálaflokkunum gegnum skuldir þeirra.
Það er nefnilega tangarhald í núverandi skuldum stjórnmálaflokkanna sem eru meðal annars upp á fjármálafyrirtæki komin vegna þess. Að líkindum skulda þeir einnig hjá hinum ýmsum aðiljum í samfélaginu – jafnvel útgerðarfyrirtækjum.
Með slíkum afskriftum og skýrum reglum um fjármál stjórnmálaflokka – sem byggja á algjöru gagnsæji – þá standa allir jafnfætis á byrjunarreit.
Kannske stjórnlagaþingið geti tekið þetta inn í vinnu sína um fjármál stjórnmálaflokka!
Ekki vissi ég að svona illa væri komið fyrir Framsóknarflokknum, Hallur.
Hvað kemur Framsóknarflokkurinn mér við Níels minn?
Já, Magnús auðvitað ekkert!!