Kópavogur vill verða borg eins og Reykjavík. Það er sjálfsagt. Við eigum að koma á fót tvíburaborgum á suðvesturhornið.
Annars vegar borg sem samanstendur af núverandi Seltjarnarnesi, Reykjavík, Mosfellsbæ, Hvalfjarðarsveit og Akranesi.
Hins vegar borg sem samanstendur af núverandi Kópavogi, Garðabæ, Álftanesi, Hafnarfirði og Vogunum.
Ekki alveg ógáfuleg tillaga
Það væri nær að gera allt svæðið nema Akranes að einni borg undir einni yfirstjórn, sérstaklega þegar kemur að skipulagsmálum…
Það væri svo hægt að hafa svæðiðsbundin ráð sem tækju ákvarðnir eins og hvort setja ætti nýja rólu á róluvöllinn í hverfinu.
sammála kranamanni. Þó þykir mér skrítið að taka Akranes fram, af hverju þá ekki Hveragerði og Selfoss líka?
Það á að mínu viti að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og hafa svo hverfisstjórnir sem sinna afmörkuðu sviði. Annars skil ég ekki þetta með borg og bæ. Hver er munurinn á þessum heitum