Fimmtudagur 23.06.2011 - 19:40 - 17 ummæli

Á að banna hrossakjötsát?

Íslenski hesturinn og það sem honum fylgir er afar mikilvæg atvinnugrein á Íslandi. Íslenski hesturinn dregur til Ísland þúsundir erlendra ferðamanna sem skilja eftir ómetanlegar gjaldeyristekjur auk þess sem úrflutningur á íslenska hestinum er drjúg tekjulind ekki síst fyrir landsbyggðina.

Landsmót hestamanna í Skagafirði í næstu viku er talið gefa Skagfirðingum og öðrum Íslendingum milljarðatekjur. Ekki síst af erlendu hestaáhugafólki.

En á að banna hrossakjötsát á Íslandi vegna þess að hestamennska og sýning á íslenska hestinum dregur að sér ferðamenn og skapar miklar gjaldeyristekjur?

Efast um að hörðustu hestamönnum dytti í hug að halda fram slíkri vitleysu.

En sambærilegri vitleysu er haldið fram af öfgafullum hvalverndunarsinnum.

Andstæðingar hvalveiða berjast nú fyrir því að ferðamenn éti ekki ljúffengt hrefnukjöt – og að Íslendingar éti ekki súrt hvalrengi – og halda fram að hvalveiðar og hvalkjötsát geti ekki farið saman við hvalaskoðun. Hjákátleg ungmenni í hvalabúningum dreifa bæklingum gegn hvalkjötsáti. Þeirra val og réttur – enda tjáningarfrelsi grundvallaratriði í lýðræðissamfélagi.

En pakksaddir túristar sem yfirgefa Sægreifan og fleiri veitingastaði eftir að hafa innbyrt ljúffenga hvalasteik og halda niðrá höfn í hvalaskoðun eru ekki sammála stækum hvalveiðiandstæðingum í skrípabúningum – ekki frekar en hestamenn eru á móti hrossakjötsáti.

Höldum áfram hóflegum hvalveiðum. Höldum áfram að éta hvalkjöt og súrt rengi. Höldum áfram að byggja upp hvalaskoðun. Höldum áfram að gefa túristum hvalkjöt og sýna þeim svamlandi hvali á Faxaflóa og Skjálfanda. Þetta getur farið saman eins og hrossakjötsát og hestamennska.

… en menn verða þá að vanda sig.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (17)

  • Hjartanlega sammála þér, Hallur.
    .
    En vhernig eigum við að selja Evrópusambandinu pakkann?

  • Hallur Magnússon

    … með Hollandaise sósu og frönskum kartöflum

  • Ómar Kristjánsson

    það þarf nú lítið að berjast fyrir því að íslendingar eti ekki hvalarengi – því það gerir nánast enginn íslendingur.

    Almennt um málið þá er það almennt séð ekki sambærilegt því hesturinn er ekkert villt dýr í náttúrunni og er ekki á lista yfir dýr í útrýmingarhættu eins og langreiðurinn.

    Með hrefnuna er dáldið annað – en eg er bara ekkert viss um að útlendingar séu svo æstir í það.

    Þessar hvalveiðar eru bara vitleysa. Ef að íslendingar ætu þetta nú sjálfir þá væri það kannski eitt. En það gerir nánast enginn nema til að sýnast. Íslendingar úða bara í sig gosi og saltflögum g hafa gert í tugi ára.

  • Þetta er sögulega skemmtileg ábending, Hallur; árið 1000 var gerð sú málamiðlun við inngöngu okkar Íslendinga í alþjóðasamfélagið (les: kristna menningu) að við mættum samt brjóta reglurnar – þ.e. blóta á laun og borða hrossakjöt í laumi.

    Er málið ekki að þetta eina stóra mál sem við þurfum að líkindum að gefa eftir við inngöngu í ESB verði leyst með sama hætti – að við megum veiða hval og éta í laumi?

  • Verða þeir afgreiddir svo auðveldlega…?

  • Frábær pistill. Loksins fullkomlega sammála bloggfærslu með þér 😉

  • Snorri Sturluson

    Ferðamenn borða.

    Hvalir éta.

  • Snorri Sturluson

    Ekki á hinn veginn.

  • Snorri Sturluson

    Langreyðurin er alls ekki í útrýmingarhættu.

    Hún syndir um höfin sjö og víða er krökkt af henni.

  • Hallur Magnússon

    Það er nú ekki algilt að menn borði. Menn steyta stundum úr hnefa fjarri borðum og borðbúnaði.

  • Ómar Harðarson

    Mér gæti ekki staðið meira á sama um hvað fólk leggur sér til munns. Umræðan stendur heldur ekki um það, eins og Hallur er hér að gefa í skyn. Hvalætusinnar mega vel hafa skoðun á því hinir hafi rangt fyrir sér. Þeir mega meira að segja mín vegna koma þeirri skoðun á framfæri með auglýsingum við innganginn að landinu – ef þeir þora. Þeir hafa hins vegar ekkert með að amast við tjáningarfrelsi hinna.

  • Fannar Hjálmarsson

    Ómar tjáninga frelsið stoppar þegar þú ert farin að hefta frelsi annarra. Þarna er verið að ráðast á eina starfstétt og atvinnu margra og reyna vinna henni mikin skaða. frelsi þitt til að sveifla höndunum stoppar þar sem nefið á mér byrjar.

  • Það að hestar eru búfénaður en hvalir villt dýr gerir þennan samanburð svo hlægilegan að það tekur því varla að svara honum.
    Varðandi auglýsingarnar þá eru þær bara alls ekki að „hefta frelsi“ neins. Þær bjóða neytendum sjónarhorn til að taka til greina. Punktur.
    Ef hvalveiðimenn eru svo sannfærðir um ágæti vöru sinnar og erindi hennar til ferðamanna geta þeir einnig birt auglýsingar og reynt að koma sínu sjónarmiði á framfæri.
    Vegna lélegrar afkomu greinarinnar á maður þó varla von á því að sjóðirnir til auglýsingakaupa séu digrir. Talk is cheap.

  • Ómar Kristjánsson

    ,,Langreyðurin er alls ekki í útrýmingarhættu.
    Hún syndir um höfin sjö og víða er krökkt af henni.“

    Sjáðu til, það skiptir bara engu máli hvað sagt er hérna uppi þessu viðvíkjandi. þ.e. sagt sem svo: Ja, það eru svo og svo margar langreyðar hérna og það hefur ekkert að segja að veina nokkur dýr etc. það skiptir engu mál að tala svona hérna uppi.

    Eg hef lengi fylgst með þessari umræðu og það sem fólk erlendis gerir er bara að fletta upp í registrm þessu viðvíkjandi. Td. bara á wiki sem nú er vinsælt (aðrir fara dýpra eins og gengur)

    ,,All populations worldwide remain listed as endangered species by the US National Marine Fisheries Service and the International Conservation Union Red List“ (wiki)

    Og hvernig kemur þetta þá út? Jú, ísl. eru að veiða villt dýr sem eru friðuð og í hættu. Halló. þannig er litið á þetta erlendis af þeim sem yfirhöfuð láta sig málið varða.

  • Þessu verður líklega sjálfhætt vegna lítillar eftirspurnar. Hrefnukjöt selst illa á Íslandi vegna þess að það er einfaldlega bragðvont. Þjóðremba margra íslendinga breytir því ekki.

  • Ómar Harðarson

    Fannar.
    Hvílík firra. Atvinnufrelsi einhverra er einmitt ekki lögmæt ástæða þess að hefta tjáningarfrelsi annarra. Má þá ekki opinberlega segja skoðun sína á skaðsemi reykinga eða áfengis? Eins og ég benti á í athugasemd eru hvalakokkar fullkomlega frjálsir að því að kaupa auglýsingar við landganginn í Keflavík og lofa íslenska hvalkjötið.

    Einhverra hluta vegna þora þeir því ekki, heldur fara leið skræfunnar. Þagga skal niður óæskilegum skoðunum. Nú hafa skiltin verið tekin niður og megi skömm Isavia vera mikil.

  • Jón Daníelsson

    Sæll Hallur.

    Fyrirsögnin ein og sér á skilið að fá broskall 🙂

    Örfá orð um alvöru málsins: Hrefnan er fjarri því að vera í útrýmingarhættu. En „þessir fallegu hvalir“ draga mjög úr möguleikum okkar til þorskveiða. Hrefnur éta nefnilega fæðuna frá þorskinum, einkum loðnu, en líka sandsíli og fleiri tegundir, auk þess sem þær gleypa í sig þorsk og þorsk við tækifæri.

    Það væri sem sé ómaksins virði að skjóta slatta af hrefnum árlega og sökkva þeim – þjóðhagslega hagkvæmt, eins og sagt er.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur