Fimmtudagur 23.06.2011 - 00:49 - 4 ummæli

EVA spræk við sólstöður

Það er við hæfi við sumarsólstöður að undirbúa mikilvægt starf Evrópuvettvangsins EVA sem hyggst taka virkan þátt í umræðunni um aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu sem nú eru formlega að hefjast.

Í kjölfar vel heppnaðs stofnfundar Evrópuvettvangsins þar sem skipað var 27 manna Evrópuráð sem ber ábyrgð á starfi samtakanna milli aðalfunda hefur Evrópuráðið verið að skipuleggja sig í takt við samþykktir sínar og valið sér oddvita, talsmann, féhirði og skrifara.

Þessi hópur hefur í kyrrþey verið að undirbúa áframhaldandi starf Evrópuvettvangsins og mun í kjölfar fundar Evrópuráðs EVA í næstu viku kynna þeim á annað hundrað stofnfélögum EVA starfsáætlun næstu vikna og mánaða.

Það er afar mikilvægt að samhliða formlegum aðildarviðræðum að ESB sé í gangi frjór og gagnrýninn vettvangur almennings sem tryggi að sem felst sjónarmið og áherslur Íslendinga rati inn í aðildarviðræðurna  með það að markmiðið að Ísland nái sem allra hagstæðustum aðildarsamningi við Evrópusambandið – aðildarsamningi sem verði síðan borinn undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Eins og kunnugt er þá er Evrópuvettvangurinn þverpólitískur samstarfsvettvangur áhugafólks sem vill opna og lýðræðislega umræðu í tengslum við aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu.  Samtökin taka ekki fyrirfram afstöðu með eða á móti aðild að Evrópusambandinu en leggja áherslu á vandaða málsmeðferð og að Ísland nái sem hagstæðustum aðildarsamningi sem þjóðin taki afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Já, oddviti, talsmaður, skrifari og féhirðir!

Evrópuráð valdi eftirfarandi aðilja til að sinna þessum störfum:

  • Oddviti – Gestur Guðjónsson
  • Talsmaður – Kolfinna Baldvinsdóttir
  • Skrifari – Helgi Bogason
  • Féhirðir – Guðmundur Gylfi Guðmundsson

Áhugasamir geta gengið í samtökin með því að skrá sig hér

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Whatever. Hættið að ljúga um aðildarviðræður og kallið þetta það sem það er, aðlögunarviðræður. Þá mun kanski einhverjir hlusta á ykkur, fyrir utan söfnuðinn ykkar auðvitað.

  • Hallur Magnússon

    Palli.
    Hvaða áherslur vildir þú sjá í aðildarviðræðunum?

  • ….í aðildarviðræðum? Hvaða aðildarviðræðum?

    „First, it is important to underline that the term “negotiation„ can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing af the candidate´s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them.

    And these rules ( also known as „acquis“, French for „that which has been agreed“) are not negotiable. For candidates it is essentially a matter of agreeing how and when to adopt and implement EU rules and procedures. For the EU it is important to obtain guarantees on the date and effectiveness of each candidate´s implementation of the rules.“

    Hvað þarf að tyggja þetta oft ofan í ykkur?

    …og sorry, Hallur, ef þú skyldir jafnvel sjálfur trúa eigin orðum og haldir virkilega að þetta séu aðildarviðræður. Ég mæli með að leita sannleikans, og e.t.v. leita lyfja til að berjast við afneitunina í sjálfum þér. Þetta virðist vera mest megnis andlegt vandamál í hausnum á ykkur.

  • Verða endurskoðaðir ársreikningar þessa féalgsskapar birtir opinberlega ?

    Munið þið sækja um eða þiggja styrki eða fjárgreiðslur í einu eða öðru formi beint eða óbeint frá stofnunum ESB eða þeirra dreifingaraðilum hér á landi ?

    Fróðlegt verður að fá svör við þessum spurningum, ef svör munu þá koma.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og einum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur