Mánudagur 27.06.2011 - 12:02 - 13 ummæli

Árni Páll leiðréttir kúrsinn

Ég heyri mikla ánægju meðal fjölmargra Samfylkingarmanna með málflutning Árna Páls Árnasonar efnahagsráðherra í sjávarútvegsmálum, en Árni Páll tekur ekki í mál að fórna arðsemi íslensks sjávarútvegs og tekur  heildarhagsmuni íslensku þjóðarinnar fram fyrir pólitíska sérhagsmuni Jóns Bjarnasonar og Jóhönnu Sigurðardóttur.

Hinir ánægðu Samfylkingarmenn vilja breytingar á fyrirkomnulagi sjávarútvegsins en eru – eðlilega – afar ósáttir við illa unnin frumvörp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra.  Eitt sé að gera nauðynslegar breytingar á núverandi kerfi – annað að rústa íslenskum sjávarútvegi.

Reyndar heyri ég eðlilega líka í fjölmörgum utan Samfylkinguna sem eru enn ánægðari með að Árni Páll hafi blandað sér í umræðuna með þessum hætti.

Það verður athyglisvert að sjá hver þróun mála verður í ríkisstjórninni og í þingflokkum hennar varðandi sjávarútvegsmálin í sumar og hvernig sjávarútvegsfrumvarpið mun líta út í haust.

Þá verður einnig athyglisvert að sjá hvernig átökum Árna Páls og Jóhönnu lyktar – því það er deginum ljósara að Árni Páll er ekki einungis að taka slaginn í sjávarútvegsmálunum – hann er einnig að bjóða formanni Samfylkingarinnar birginn. 

Allavega túlka sumir Samfylkingarvinir mínir málflutning Árna Páls þannig – og eru afar ánægðir með það – því stór hópur innan Samfylkingarinnar er allt annað en ánægður með hvert Jóhanna hefur leitt flokkinn.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Telja Samfylkingarvinir þínir þá að það verði formannskjör í Samfylkingu í aðdraganda landsfundar í haust?

    Eða er Árni Páll bara gera léttar æfingar og bíður svo rólegur eftir að Jóhanna uppkvöti að hennar tími sé búinn ?

  • Sem sagt Árni Páll vill að menn haldi áfram að selja með frjálsu framsali aflaheimir, sem þjóðin á, fyrir fúlgur fjár, og leigja og veðsetja það sem þeir eiga ekki, slæmt að fleiri en úgerðarmenn fái ekki að gera það sama með aðrar eigur þjóðarinnar, svo sem fossana og hálendi landsins, og ekki má gleyma, hverunum.
    Gaman væri að vita hvort Árni Páll telji að stjórnarskráin samþykki þetta framsal á eigum þjóðarinnar.

  • Jón Ólafs, ég missti alveg af því hvar Árni Pálli sagið það sem þú leggur honum í munn. Getur þú bent mér á það hvar ég finn þessi ummæli ?

  • Eyjólfur

    Hér er svo skemmtilegt skjáskot af Vísi frá því í hádeginu:

    http://imageshack.us/f/98/ossur.jpg/

  • Jóhannes

    Jóhanna hefur ítrekað tekið af öll tvímæli um að hún er í hjarta sínu sósíalisti af gamla skólanum, einna næst þeim anda og stefnu sem Breski Verkamannaflokkurinn fylgdi áður en Tony Blair rétti kúrsinn. Henni hefur tekist að sveigja Samfylkinguna langt til vinstri af mikilli hörku og réttlætir baráttu sína til eyðileggingar markaðshagkerfisins með tilvísun í einhvers konar „félagslegt réttlæti“. Þar á hún ötula stuðningsmenn í eigin flokki, ekki síður en í Vinstri grænum. Íslenskum sósíalistum var fengur að Jóhönnu enda fá landsmenn nú að súpa seyðið af þessari tilraunastarfsemi.

    Það hlýtur að koma að því að skynsamt fólk innan Samfylkingarinnar segi hingað og ekki lengra enda er tími hugmyndafræði Jóhönnu löngu liðinn. Óvíst er um hvort Árni Páll sé bógur til að endurvekja skynsama jafnaðarstefnu innan flokksins en það er skiljanlegt að mörgum Samfylkingarmanninum svíði undan þeirri efnahagslegu svaðilför sem Jóhanna er að teyma þá í.

  • Ég er sannfærður um að Jóhanna og Árni Páll væru ekki í vandræðum að ná samkomulagi um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu ef þau tvö fengju að ráða. Aftur á móti virðist vera áherslumunur hjá þeim hvað rétt sé að gefa mikið eftir til að hugsanlega náist samkomulag á Alþingi um breytingar.

  • lydur arnason

    Hagræðingu sjávarútvegsins þekkir þjóðin ekki nema af afspurn. Segir það ekki nokkuð?

  • Óskandi væri að jafn margir væru ánægðir með Árna „Skjaldborg“ Árnason í lausnum á skuldavanda heimilana. Árni þarf þó líklegast ekkert að óttast, hann mun bara halda áfram að vinna fyrir bankana eftir að hann dettur út af þingi.

  • Trausti Þórðarson

    Það er greinilegt að við þekkjum ekki sömu samfylkingarmennina Hallur.
    Mínir menn segja að Árni Páll sé enginn maður til að bjóða Jóhönnu birginn.

  • Ummæli ÁPÁ opna aðeins fyrir þann möguleika að Samfylkingin kunni aftur að verða flokkuð sem borgaralegur flokkur í stað þess að vera sósíalístískur flokkur og er það gott og opnar fyrir möguleika á öðru stjòrnarsamstarfi en nú er. Hinu má þó ekki gleyma að ÁPÁ er gamall félagsmaður í Fylkingunni og óvíst að á hann sé nokkuð að treysta. Ég er því miður viss um að vangaveltur GVald hér að framan eru réttar, ÁPÁ mun ekki þora að bjóða Jóhönnu birgin. Það má öllum vera ljóst að venjulegir kratar í Samfylkingunni eru mjög óánægðir með hvert flokkurinn stefnir og því er flokkurinn alveg „prime“ fyrir þann sem er frambærilegur og þorir að hjóla í Jóhönnu. Ef APA eða Dagur þora ekki núna þá mun það gerast að einhver frambjóðandi á vegum og með stðningi Ingibjargar Sólrúnar tekur flokkinn á silfurfati eftir eitt til tvö ár. Svipuð staða var uppi í Framsókn þegar allir vissu að Halldór var búinn sem formaður en enginn af þingmönnunum þorði að hjóla í hann. Jóhanna er vafalítið að hugsa eins og Halldór, hun ætlar að velja eftirmann þegar henni hentar. Slíkt er bara ávísun á samskonar klúður og hjá Framsókn á sinum tíma, Jóhanna drgur fram sinn „Jón“ sem hvorki flokkur eða kjósendur hafa nokkurn áhuga á. En eins og GVald segir þá mun ÁPÁ skorta kjark líkt og Siv, Guðna og Valgerði forðum.

  • „Heiða“ það kemur skýrt fram í innleggi þínu að þú hefur verið stutt viðloðandi Framsókn. Siv fór í framboð gegn Jóni Sig þegar hann var kosinn formaður.

  • Sæll GVald. Ég veit að flokksforysta Framsóknar þess tíma dubbaði upp Jón nokkurn vin Halldórs í þeim tilgangi einm að koma í veg fyrir að Siv yrði kjörin formaður. Þó hún Siv sé að mörgu leiti ólíkindatól sem einungis spilar í eigin liði og fyrir eigin hag þá var framboð Jóns gegn henni samt mikill afleikur því Jón réð ekkert við verkefnið. En hvað sem þessu líður þá var ég að segja að hvorki Siv eða aðrir sem nefndir voru þorðu að hjóla í Halldór þó öllum væri ljóst að hanns tími var liðinn jafn ágætur og hann var í fjölda ára. Svo kom nýr maður af götunni og tòk yfir flokkinn, það blessaðist vel en í slíkum yfirtökum er í sjálfu sér ekkert öruggt. Eins verður þetta með forystu Samfylkingarinnar, Jóhanna situr óáreitt of lengi og reynir að troða eða treður einhverjum vini í formennsku sem ekki hefur það sem til þarf t d Guðbjarti. Flokkurinn og kjósendur verða óánægðir eins og gerðist með Jón Sig. Í því andrúmslofti kemur allt í einuyfirtaka af götunni, Kristrún Heimisdóttir eða einhver sem ISG treystir og styður. Allt á sinn tíma minn ágæti GVald.

  • Auðvitað á Árni að segja sína skoðun á málinu en hann hefur ekkert í Jóhönnu. Reyndar er ég ekki viss um að hann kæri sig um það. Það er eins og þið Fram-flokkurinn séuð búin að gleyma hvert þið komuð þjóðinni á ykkar tíma með Flokknum. Enn og um ókomin ár verðum við að vinna upp allt sem þið komuð í ló með Halldór, Finna og skrautfuglinum frá Selfossi. Ekki má gleyma Gumma B og Frú Lómatjörn. Enn síður radarGunnlaugi.

    Flott hjá þér að hafa opið á athugasemdir.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur