Á undanförnum misserum hefur ekki ríkt mikill friður og jafnrétti í VG. Þessu ætlar nýr formaður Ungra Vinstri Grænna greinileg að breyta.
Í frétt visir.is segir um hinn nýja formann UVG:
„Snærós leggur í sínu starfi mesta áherslu á friðarmál og jafnréttismál, og finnst blasa við að aukið jafnrétti leiði til aukins friðar og öfugt.“
Ég óttast að það verði á brattan að sækja hjá Snærósu við að tryggja frið og jafnrétti innan VG. En ég óska henni allra heilla í erfiðu starfi.
Kona fyllist örvæntingu við að lesa þessa frétt.
Er unga fólkið jafn gagnrýnislaust og illa menntað og eldri Íslendingar?
Aumingja, blessuð stúlkan.
„Leggja skal áherslu á friðarmál og jafnréttismál.
Aukið jafnrétti leiðir til aukins friðar og öfugt.“
Rétt og skýr framsetning.
Hvað er að Halli + Rósu. Þrasarar og/eða vangefin?
Haukur!
Þú veist jafn vel og ég að það hefur verið afar lítið um frið og jafnrétti í VG undanfarin misseri.
En ég FORDÆMI ruddalega aðför þína að þroskahömluðu fólki sem kemur fram í athugasemd þinni.
SKAMMASTU ÞÍN!
Ég hélt að friður væri tryggður hjá VG með flutningi Daladrengsins yfir til Framsóknar.
Ungt fólk hefur hugsjónir. Og vill frelsa heiminn – þó ekki væri nema svolítinn part af honum. En, eins og Ólafur Hansson kennari minn í gamla daga sagði: Svo kemst fólk yfirleitt að því fyrr eða síðar að heimurinn vill ekki frelsast láta. – Gaman samt að vita af ungu og bjartsýnu og bláeygu fólki í starfi stjórnmálaflokka.