Færslur fyrir júlí, 2011

Mánudagur 25.07 2011 - 10:00

Frjálslyndi svarið við þjóðernisrembu

Frjálslyndi, umburðarlyndi og staðfast lýðræði er svarið gegn þjóðernisrembu og kynþáttahatri.

Laugardagur 23.07 2011 - 07:58

Vi er alle norsk i dag

Vi er alle norsk i dag. Island kondolerer med det norske folk.

Fimmtudagur 21.07 2011 - 23:12

Fjármögnun húsnæðiskerfisins

Athugasemdir Eftirlitsstofnunnar EFTA við hluta útlána Íbúðalánasjóðs þar sem eftirlitsstofnunin telur að Íbúðalánasjóður þurfi að þrengja skilyrði sín um útlán með óbeinni ríkisábyrgð kallar á endurskoðun fjármögnunar húsnæðiskerfisins.   Stjórnvöld hafa fyrst og fremst um þrjár meginleiðir að velja hvað fjármögnun húsnæðiskerfisins varðar. Þrönga leið ríkisábyrgðar, blandaða leið ríkisábyrgðar og almennarar fjármögnunar og síðan almenna fjármögnun.   […]

Miðvikudagur 20.07 2011 - 13:22

Samvinnufélög lausn í húsnæðismálum

Eftirlitsstofnun EFTA hefur gert athugasemdir við fyrirkomulag leiguíbúðalána Íbúðalánasjóðs. Stjórnvöld hafa 6 vikur að bregðast við athugasemdunum. Stjórnvöld hafa lausnin í höndum og hafa haft hana í höndum rúmt ár – en lausnin kemur fram í skýrslu vinnuhóps „Húsnæði fyrir alla“. Þar er ekki lögð til leið sértæks félagslegs húsnæðis eins og því miður virðist vera […]

Þriðjudagur 19.07 2011 - 10:21

Óþroskað stjórnarskrárfrumvarp

Stjórnlagaráð hefur nú birt frumvarpsdrög að nýrri stjórnarskrá. Drögin er afrakstur vinnu stjórnlagaráðs hingað til en ráðið mun fjalla um frumvarpsdrögin á næstu dögum þar sem teknar verða fyrir breytingartillögur. Stjórnlagaráð hefur því ekki skilað af sér frumvarpi til stjórnarskrá í endanlegri mynd. Stjórnlagaráð hefur staðið sig með ólíkindum vel í vinnu sinni og hin […]

Sunnudagur 17.07 2011 - 16:46

Fótboltaþrekvirki unnið nær vikulega!

Það eru unnin þrekvirki í íþróttastarfi barna víðs vegar um land á hverju sumri þegar frábærlega tekst til með framkvæmd knattspyrnumóta yngri flokka þar sem fjölmargir sjálfboðaliðar og foreldrar vinna ómetanlegt starf í þágu æskunnar. Þessa helgina var það Breiðablik sem hélt eitt stærsta íþróttamót sumarsins þar sem stelpur á aldrinum 5 – 12 ára […]

Laugardagur 16.07 2011 - 21:39

Að forsmá árangur barna

Það er merkilegt hvað íþróttahreyfingin er reiðubúin að forsmá árangur barna með misskilinni jafnaðarmennsku og innleiða lögmál og aðferðir fjárhættuspilara gagnvart 6 ára börnum. Upplifði enn og einu sinni slíka forsmán á Símamóti Breiðabliks í dag. Það er í sjálfu sér ekki sök Breiðabliks sem fer eftir reglum KSÍ. Misskilningur íþróttaforystunnar felst í því að […]

Miðvikudagur 13.07 2011 - 10:47

ESB að ganga í Ísland

Evrópusambandið hefur tekið fyrsta skrefið í aðlögunarferlinu að Íslandi – svo ég noti þekktan frasa stækra andstæðinga aðildarviðræðna Íslands að ESB.  Evrópusambandið undirbýr nú að taka upp sjávarútvegsstefni í anda þeirrar stefnu sem ríkt hefur á Íslandi um nokkurt skeið. Um þetta segir á vef RÚV: „Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnir í dag tillögur sínar til úrbóta […]

Miðvikudagur 13.07 2011 - 00:12

Fjallabaksleið í dýrðina

Nú er tækifærið fyrir alla þá sem ekki hafa farið hinar eiginlegu Fjallabaksleiðir að nota tækifærið og skella sér austur í Skaftafellssýslur og njóta lífsins. Það er frábær upplifun að aka Fjallabaksleið nyrðri og á á Klaustri eða í Skaftafelli – halda áfram á Höfn eða inn í Lónsöræfi daginn eftir.  Njóta náttúrunnar – og […]

Mánudagur 04.07 2011 - 10:32

Sjávarútvegsstefnu ESB í aðildarsamning

Ef gengið er frá því í aðildarsamningi að regla Evrópusambandsins um hlutfallslegan stöðugleika í sjávarútvegi muni gilda um Ísland þótt breytingar verði á þeirri meginreglu annars staðar í Evrópu þá er það rétt hjá Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra að Ísland þurfi ekki sérstakar undanþágur í sjávarútvegi. En ef reglan um hlutfallslegan stöðugleika sem tryggir Íslendingum einum rétt til […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur