Mánudagur 04.07.2011 - 10:32 - 11 ummæli

Sjávarútvegsstefnu ESB í aðildarsamning

Ef gengið er frá því í aðildarsamningi að regla Evrópusambandsins um hlutfallslegan stöðugleika í sjávarútvegi muni gilda um Ísland þótt breytingar verði á þeirri meginreglu annars staðar í Evrópu þá er það rétt hjá Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra að Ísland þurfi ekki sérstakar undanþágur í sjávarútvegi.

En ef reglan um hlutfallslegan stöðugleika sem tryggir Íslendingum einum rétt til veiða á staðbundnum stofnum innan íslenskrar efnahagslögsögu er ekki hluti aðildarsamnings þá er mögulega unnt að breyta þeirri reglu síðar án samþykkis Íslendinga.

Því mæli ég með því við Össur að hann leggi áherslu á að reglan verði hluti aðildarsamings að Evrópusambandinu.

Reyndar verða menn að hafa í huga að sameiginleg sjávarútvegsstefna Evrópusambandins er ekki eins sameiginleg og halda mætti.  Þær eru margar og svæðisbundnar þótt stefnan um hlutfallslegan stöðugleika sé meginregla.

Það má því gera ráð fyrir að Evrópusambandið setji upp sérstaka sjávarútvegsstefnu vegna veiða í Norður-Atlantshafi. Stefnu þar sem tekið verður á veiðum úr deilistofnun.

Samningsmarkmið Íslendinga í viðræðum við Evrópusambandið hlýtur að vera  að tryggja stöðu og hag Íslendinga í slíkri sjávarútvegsstefnu. Gjarnan með því að lykilatriði er snerta fiskveiðar Íslendinga verðu hluti aðildarsamnings.

Þar getum við horft til sérákvæða Evróopusambandsins sem þegar eru til staðar vegna veiða við Azoreyjar, Kanaríeyjar og Madeira.  Það er ástæða til þess að taka mið af þeim fordæmum – þótt Össur segi að það þurfi ekki sérákvæði fyrir Ísland.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

  • Ingólfur G.

    Sama hver fiskveiðistefna ESB eða ekki er, það sem skiptir máli í þessu öllu saman er að VIÐ Íslendingar, ráðum sjálfir yfir okkar fiskimiðum, þ.e. nýtingu þeirra, en ekki einhverjir skriffinnar niður í Brussel.

    Hér á ég við um úthlutun þess magns sem veiða má á Íslandsmiðum, hvaða tegundur megi veiða, hvenær, með hvernig veiðarfærum, o.frv.

    Mér er alveg sama hvað þið Össur bablið um þetta, því svona vill meirihluti þjóðarinnar hafa þetta.

  • Siggi Jons

    Hvernig stendur á því að fjöldi íslendingar tuða sífellt um að íslendingar þurfi sjálfir að ráða yfir fiskimiðunum og nýtingu þeirra?
    Vinsamlegast nefnið einhver dæmi um það, hvar og hvenær íslendingar hafa kunnað fótum sínum forráð.
    Það eru nefninlega svo yfirgengilegar sannanir fyrir því hversu íslendingar eru skammsýnir eða heimskir.

  • „Hvernig stendur á því að fjöldi íslendingar tuða sífellt um að íslendingar þurfi sjálfir að ráða yfir fiskimiðunum og nýtingu þeirra?“

    Hvernig stendur á því að esb-sinnar virðast ekki hafa minnsta skilning á því sem þjóðin telur langmikilvægasta atriðið varðandi esb-aðlögunarsamning.

    ….og jafnvel þótt við stjórnuðum veiðum sjálf, eða sættum okkur við að vera stjórnað frá brussel, þá breytir það því ekki að erlend sjávarútvegsfyrirtæki munu kaupa sig inn í og kaupa upp íslensk fyrirtæki, svo þau geti fiskað í okkar landhelgi. Og taka þ.a.l. hagnaðinn úr landi.

    Og þið esb-bjánar eruð virkilega að gera ykkur vonir að getað gabbað íslensku þjóðina inn í þetta með einhverjum fagurgala og öðru gubbi.

    Get a grip, …..eða nei, endilega haldið áfram þessum áróðri. Það eru enn örfáir, utan öfgatrúarkirkjunnar ykkar, sem hafa ekki áttað sig á þessu rugli í ykkur, svo endilega haldið þessu áfram.

  • Ingólfur G.

    Sammála þér, Palli.

    Það eru nefnilega til Íslendingar sem eru svo skyni skroppnir, að þeir eru tilbúnir til að fórna erfðasilfrinu (yfirráðum yfir fiskveiðiauðlindinni), fyrir það eitt og komast í „sæluna“ í ESB og fá í staðinn hið efnahagslega alsælulyf, Evruna.

    Össur er eins og smákrakki í nammibúð þarna niður í Brussel sem vill gera allt til þess að fá allt það nammi sem þar er í boði.

    Ég er sannfærður um að ef við Íslendingar látum plata okkur í ESB, þá fer fyrir okkur eins og Goðmundi á Glæsivöllum, við verðum höfð að fíflum þarna niður á Glæsivöllum í Brussel og verðum skilin eftir sár og bitur.

  • Hrafn Arnarson

    Það eru nokkur atriði í þessu. Hverjir stjórna fiskveiðum núna? Sjávarútvegsráðherra, Hafró, Fiskistofa, 160 stórir handdhafar aflaheimilda en ekki almenningur eða landsmenn allir. Almenningur hefur í besta falli mjög óbein áhrif en Líú-klíkan hefur ótrúlega víðtæk áhrif. Gífurlegur hræðsluáróður er í gangi og meir að segja umræða um fiskveiðiráðgjöf er meir eða minna þögguð niður.
    Síðastliðin 35 ár hefur ísland stjórnað og haft yfirráð yfir 200 mílna fiskveiðisögsögu. Veiðireynsla esb skipa er nánast engin. nefna má að fáein skip mega veiða karfa á afmörkuðum svæðum undir eftirliti Fiskistofu og Landhelgisgæslu. Esb getur því ekki sett fram lögmætar kröfur um veiðar í fiskveiðilögsögunni. Slíkt yrði aldrei samþykkt hvorki af samninganefnd né í þjóðaratkvæðagreiðslu.

  • Siggi Jons

    Ingólfur G.

    Ekki veit ég hvað þú átt stóran hlut í „erfðasilfrinu“, eða hversu stóran hlut þú átt í að skapa það.
    Ég var sjómaður í tæpa tvo áratugi, fyrir kvótasetninguna og tók þar af leiðandi, ásamt öðrum sjómönnum og fiskvinnslufólki, þátt í að skapa þann grundvöll sem kvótaúthlutunin var byggð á. Ekkert af þessu fólki, með fáeinum undantekningum, fékk hlutdeild í „erfðasilfrinu“. „Erfðasilfrið“ sem þú kallar svo, var afhent í flestum tilfellum og að stærstum hluta til „vina og vandamanna“ ráðandi stjórnvalda þess tíma, þegar úthlutunin átti sér stað. Fyrir mig skiptir það litlu máli hvort íslendingar eða aðrir taka ákvarðanir um veiðar úr fiskistofnum í Íslenskri landhelgi.
    Ég, persónulega er fluttur úr landi, búinn að fá nóg af ruglinu á skerinu.
    Ég bý nú í ESB landi, já, grasið er grænna hérna megin, og öll afkoma betri.
    Ég mun ekki taka þátt í að kjósa um aðild Íslands að ESB.
    Mér einfaldlega kemur það ekki við og er alveg sama.
    En, ég furða mig alltaf jafnmikið á heimskulegum fullyrðingum sumra íslendinga um ESB og evruna.

  • Hrafn – jafnvel þótt að við mættum ráða þessu sjálf, þ.e. ekki brussel skv. veiðireynslu og öllu því (flökkustofnar eru samt ekkert lítil veiði), og þótt allt sem þú segir sé satt og rétt, þá breytir það því ekki að erlend fyrirtæki geta keypt sig inn í og keypt upp íslensk sjávarútvegsfyrirtæki.
    Það þýðir ekki að gala um veiðirétt þegar ekki er minnst á þetta aðalatriði.

    Og varðandi íslenska kvótakónga þá má sko alveg stúta þessu kerfi sem við lifum við í dag. Spurningin er ekki kvótakóngar vs. esb-aðlögun, eins og esb-sinnar vilja alltaf setja fram. Ég þoli ekki kvótakónga og þoli ekki þetta kvótakerfi sem við lifum í, en jesús maríuson, viljið þið koma yfráðum auðlindarinnar og eign sjávarútvegsfyrirtækja í erlendar hendur, til að fá einhverja útrás gagnvart íslenska aðlinum? Drullist bara til að ná taki á sjálfum ykkur og opna augun! Við getum breytt hlutunum hérna, komið á betra og réttlátara kerfi í alla staði sem allir eru sáttir við, nema LÍÚkóngar auðvitað… en nei, fórnum öllu dæminu, sjálfstæðinu, fullveldinu, lýðræðinu! og auðlindunum til að Össur yfirstrumpur og hinir strumparnir geti verið í fínum boðum í brussel, og talið sjálfu sér trú um að Ísland sé ekki útnárahreppur í þessu esb-ferlíki.

    Afneitunin á augljósum staðreyndur er ótrúleg!! Ég persónulega hef þá skoðun að esb-sinnar gangi einfaldlega ekki heilir til skógar. Það þarf einhvern persónulegan skort til að gleypa hrátt esb-ofstækisáróður esb-sinna sem er oft í hrópandi ósamræmi við hvað sjálft esb segir!! T.d. aðildarviðræður vs. aðlögunarviðræður. Ef Össur segir eitt, þá er það bara satt, no matter hvað esb sjálft segir.

    GET A GRIP!!

  • Ómar Kristjánsson

    ,,Við“, ,,við“, ,,við“.

    Aldrei hef ég stjórnað neinum andskotans fiskimiðum eða hvað á að veiða og hvernig.

  • Hrafn Arnarson

    Sæll Palli- núna eru lög þannig að erlendir aðilar geta eignast beint og óbeint 49% hlut í útgerðarfyrirtæki. Slíkur hlutur nægir venjulega til meirihluta. Hvort sem þú hefur tekið eftir því eða ekki er veiðireynsla lykilatriði þegar kemur að úthlutun afla. Nú er það þannig að íslensk útgerðarfyrirtæki geta eignast fyrirtæki erlendis. Samherji er helsta dæmið. Eignir Samherja eru meiri erlendis en hér á landi. Nú síðast keyptu þeir útgerðarfyrirtæki í Færeyjum. Nokkur önnur fyrirtæki eiga í fiskvinnslufyrirtækjum og mörkuðum erlendis. Það verður erfiðast að semja um fjárfestingar. Stjórn fiskveiðanna verður í reynd að vera hér þótt formlega yrðu ákvarðanir teknar annar staðar. Í esb eru 27 ríki og rúmlega 500 milljónir manna. Fyrir örríki er margt að vinna og margt að varast. Svo vona ég bara að þú gangir heill til skógar.

  • Jésús. Þið eruð svo innilega heilaþvegnir. Mig skortir orð.

    „….þótt formlega yrðu ákvarðanir teknar annar staðar“

    Það sem er að vinna er útnárahreppur í Bandaríkjum Evrópu með nákvæmlega engin völd til að hafa áhrif á það sem gerist í eigin landi. Engin! Jú og svo nokkrar feitar stöður í Brussel fyrir íslensk möppudýr og aðra fábjána.

    Það sem er að varast er ESB! …í allri sinni dýrð! Að láta sér detta það í hug að Ísland, 300þús. vs. 500 millj., eigi einhvern vott af möguleika til að hafa áhrif á nokkurn hlut í Brussel. IN YOUR DREAMS!! Og þá ekki síst áframhaldandi þróun og þjöppun valds í ESB, og svo einn daginn.. hmm… hvað með að breyta aðeins þessu kvótakerfi? Anyone? La Spanjola?? ….og hvað getum við þá gert?? Með okkar 4 af 750 þingmönnum? Viðurkennið það bara. Þið hafið lítið sem ekkert spuglerað í svona hlutum. Af hverju? Því þið eruð í afneitun, e.k. trúarlegri afneitun á veruleikanum.

    Og þið eruð í miklum minnihluta, sem betur fer.

  • Frikki Gunn.

    Hrafn Arnarson, þetta er ekki alls kostar rétt hjá þér.

    Allar ákvarðandir um nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar við Ísland verða teknar í Brussel.
    Stjórnvöld hér á landi er svo ætlað að hlýta þeim ákvörðunum sem þar eru teknar, og sjá til þess að framkvæma þessar ákvarðanir hér á landi.

    Það sem Íslendingar vilja er að allar ákvarðanir um nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar verði teknar á Íslandi af Íslendingum og út frá Íslenskum aðstæðum og hagsmunum.

    Flóknara er þetta ekki, þó svo að ráðamenn í Brussel vilji annað.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og átta? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur