Miðvikudagur 13.07.2011 - 10:47 - 16 ummæli

ESB að ganga í Ísland

Evrópusambandið hefur tekið fyrsta skrefið í aðlögunarferlinu að Íslandi – svo ég noti þekktan frasa stækra andstæðinga aðildarviðræðna Íslands að ESB.  Evrópusambandið undirbýr nú að taka upp sjávarútvegsstefni í anda þeirrar stefnu sem ríkt hefur á Íslandi um nokkurt skeið.

Um þetta segir á vef RÚV:

„Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnir í dag tillögur sínar til úrbóta á sjávarútvegsstefnu sambandsins

Samkvæmt þeim verður fiskveiðikvótum úthlutað til skipa til að minnsta kosti fimmtán ára. Þá er brugðist við gegndarlausu brottkasti sjávarafla með því að heimila flutning kvóta á milli tegunda. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Maríu Damanaki, fiskveiðistjóra ESB, að róttækar breytingar séu nauðsynlegar á stefnunni þar sem í núverandi kerfi séu 75 prósent tegunda ofveiddar. Umhverfissamtök hafa hins vegar gagnrýnt þessar hugmyndir mjög og segja að með þeim sé verið að einkavæða höfin.“

En fyrst ég er farinn að ræða aðildarviðræðurnar – þá verð ég að hrósa Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra fyrir framgöngu hennar á fundi með Angelu Merkel kanslara Þýskalands – en Jóhanna gerði Angelu skýra grein fyrir því að forsenda inngöngu Íslands í Evrópusambandið væri ásættanleg niðurstaða í sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum. 

Ég tel allar forsendur fyrir því að ásættanleg niðurstaða muni nást – ekki síst ef Þjóðverjar styðja við bak okkar í viðræðunum. En ekkert er hægt að fullyrða um það fyrr en að aðildarviðræðum loknum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (16)

  • Bíddu, var Samspillingin ekki búin að lofa að breyta kvótakerfinu á Íslandi? ….en vill svo ólm komast inn í ESB (í óþökk þjóðarinnar, ekki að það breyti miklu fyrir frekjudollur).

    Hvernig á það að fara saman? Er ætlunin að breyta kvótakerfinu, og fara svo inn í ESB og breyta því til baka, að hætti ESB?

    Ekki er öll vitleysan eins.

  • …og það heitir aðlögunarviðræður, ekki aðildarviðræður.

  • Og að lokum, hvernig skilgreinir þú „ásættanleg niðurstaða“?

  • Stækir andstæðingar? Fýlan af ykkur innlimunarsinnum er margfalt verri. NEJ TIL EU!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  • Hallur – er esb – að ganga í ísland og verður þá fáni esb – íslenski fáninn –
    En ætli við séum öllu gríni sleppt nokkuð sammála þ.e að klára þetta og kjósa um þetta þó svo því mðiur er þjóðaratkvðagreislan bara ráðgefandi OG þingmenn aðeins bundnir af sannfæringu sinni

    b.kv

  • Þeir sem vilja breyta kvótakerfinu eru margir en ekki allir ESB sinnar eða styðja aðildarumsóknina. Það verður áfram kvótakerfi. Munurinn á núverandi kerfi og tillögum sem fyrir liggja og væntanlega teknar aftur til umræðu á næsta þingi er hvernig gjaldtaka fyrir auðlindina skuli fara fram. Hvað er hægt að láta útgerðina borga fyrir aðganginn að fiskveiðinni sem áfram er í kvóta. Munurinn á ESB og Íslensku leiðinni sem fyrir liggur að fara með breytingunum er því bara yfirborðslegur. Mér finnst vanta í fréttina hvernig ESB ætlar að haga verði á kvóta. Munu útgerðirnar fá „gjafakvóta“? Munu einstök ríki sem „eiga“ kvótana geta sett sínar eigin verðlagsreglur?

  • Frikki Gunn.

    Eina ásættanlega niðurstaðan er sú að Ísland ráði sjálft sínum fiskimiðum, þ.e.

    hversu mikið megi veiða hér,
    hverjir það eru,
    hvernær,
    hvaða tegundir megi veiða,
    með hvernig skipum,
    með hvernig veiðarfærum,
    o.s.frv.

    Ef kommissarar niður í Brussel ætla að fara að ráða þessu og ráðskast með þetta, þá verður enginn samningur milli Íslands og ESB.

  • Ef Ísland væri í ESB þá myndu erlend stórfyrirtæki, sérstaklega frönsk og spænsk, koma hér og kaupa upp sjávarútvegsfyrirtæki, til þess að komast í kvótann. Er það ekki nokkuð augljóst??

    Hagnaður af nýtingu auðlindarinnar myndi alltaf renna úr landi, hvort sem við værum að fá einhvert auðlindagjald eður ei.

  • Hallur Magnússon

    Það er svo einfalt að kveða upp draug. Palla ESB draug 🙂

    Ætla bara að svara #8. Nenni ekki að eltast ólar við fyrri athugasemdir – þær eru „copy – paste“ og hef margoft svarað þeim.

    En áður en ég svara sðurnngu ESB Palla – hver er stærsti eigandi úthafskvóta innan ESB?

  • María Damanaki sjáfarútvegsráðherra ESB þarf greinilega að kynna sér málin aðeins betur.
    Því aflamarkskerfi kvótakerfi, hefur í sér, innbygðan kvata til brottkasts, hún hefur greinilega aldrei heyrt mynst á dagakerfi,
    því þar kemur allur afli að landi.

  • Hallur minn.

    Því miður þá ertu bara svo yfirgengilega mikill ESB aftaníossi að það hálfa væri nóg og fyrir það þá ert þú eiginlega ekki marktækur í þessum efnum.

    Þó svo að á mörgum öðrum sviðum sértu alveg eldklár og skoðanir þínar allrar athygli verðar.

    Heldurðu virkilega að ESB apparatið sem meira og minna hefur rekið handónýta og gjaldþrota sjávarútvegsstefnu í marga áratugi, ætli nú allt í einu að taka upp íslenskt gjafakvótakerfi sem þar að auki hefur verið dæmt ólöglegt og óréttmætt af Mannréttindadómstóli Sameinuðu Þjóðanna.

    Hvoru tvegja, eða hvort sem væri myndi vera synd dauðans !

    Reyndar breytist alls ekkert hjá ESB bara svoooona.

    Villtu bara ekki að Halldór Ásgrímssomn verði skipaður Sjávarútvegsstjóri ESB í stað frú Dalmanaki sem veit akkúrat EKKERT um sjávarútveg !

    Það breytist bara allt hægt og illa hjá svona strumpaapparati skrifinnana eins og ESB rétt eins og hjá risaeðlunum !

    Það er því miður mjög nöpur og döpur reynsla og staðreynd.

    Þeir hjá Elíturáði ESB klíkunnar hafa sent út svona innantómar fréttatilkynninngar reglulega um fyrirhugaðar stórbreytinar um „bót og betrun“ en lítið eða ekkert hefur breyst.

    EIGINLEGA EKKERT S.L. 20 ár eða svo !

    Þeir hafa búið við og búa enn við algerlega handónýtt sjávarútvegskerfi, sóunar og spillingar, sem er að ganga af þeirra helstu fiskistofnum dauðum og einnig gera algerlega út af við atvinnuveginn og alla þá sem að honum koma !

    Enginn sem fyrir þessu verður trúir þessu vonlausa ofstjórnar- og óstjórnar apparati lengur og ég vona að þú farir líka vonum seinna að sjá þetta vonleysi og ginningurgap og svarthol ESB skrifræðisins !

  • Já hefðurðu svarað því áður, segirðu?? Ég var að tala um nýjustu fréttir af ESB og nýja kvótakerfinu þeirra.

    Ekki er öll vitleysan eins.

  • Hvernig getur þú fullyrt um eitthvað sem þú ekkert veist um? Það hefur enn ekkert verið rætt um sjávarútvegsstefnu Íslendinga og ESB. þessi stefna sem Hallur talar um er í farvegi hjá ESB, mikil andstaða við þessa stefnu, það er ekki áhugi hjá Portúgölum og Spánverjum að draga úr veiðum, fækka skipum og koma skikki á veiðarnar.

    Vandamálið við ESB er að þekking á sjávarútvegi innan sambandsins er mjög af skornum skammti. Þar er umræðan virkilega sú að menn geti keypt sér kvóta (sem ríkisstjórn íslands er reyndar algerlega á móti), og látið svo bara fiskinn vaxa og dafna í sjónum þangað til hann er vaxinn í rétta stærð, þá sé hægt að ýta úr vör og veiða hann í kjörstærð. Það er mikið gert grín af þessum pappírum sem ganga um salina í Brussel, og sýnir helst hversu naívir blýantsnagararnir í Brussel eru.

    Össur er farinn að tala um að íslendingar fái tímabundna aðlögun að sjávarútvegsstefnunni, en engar varanlegar lausnir, sé það staðreynd, þá geta menn einfaldlega hætt viðræðum strax. Það verður líka að vera 100% tryggt að eignarhaldið á sjávarútvegsfyrirtækjunum verði áfram íslenskt. Manni heyrist nú að það verði ekki raunin sbr. leiðari evrópusinnans sem er ritsjóri fréttablaðsins fyrr í vikunni, þar sem hann sagði að eignarhaldið á sjávarútvegsfyrirtækjunum ætti ekki að vera vandamál. Eignarhaldið er alger forsenda. Ef á eitthvað að fara að drullumalla með það, þá verður hætt með þessar viðræður samstundis.

  • Gott comment hjá þér JOJ.

    Já einmitt á undanförnum 20 árum hefur sjávarútvegsstefna ESB verið einn alls herar óhroði. Hún er búinn að leggja þessa atvinnugrein í rúst og er algerlega gjaldþrota. Svo er reyndar búið að vera í mörg ár. Í mörg ár hafa líka topparnir talað um að gera gríðarlegar endurbætur á stefnunni.

    En lítið hefur gerst annað en „talið“

    Í þessu stóra og þungglammalega ESB apparati er öll ákvarðanataka ákaflega seinvirk og oftast kemur hún allt of seint en ef hún kemur fyrr þá er hún nær undantekningarlaust vitlaus !

    Alveg eins og forsvarsmenn Írskra og Breskra sjómannasamtaka og útgerðarmönnum sögðu við okkur íslendinga bara í fyrra.

    „Ef þið viljið eyðileggja blómlegan og sjálfbæran sjávarútveg ykkar þá skuluð þið endilega ganga í ESB“

    „En ef þið viljið það ekki þá segið þið auðvitað þvert nei við ESB aðild eins og við hefðum betur gert“

    Síðan vöruðu þeir okkur sérstaklega við að hlusta á fagurgala og loforðarumsu þeirra, sem við ættum alveg örugglega eftir að fá frá þeim, alveg eins og þeir hefðu fengið frá þeim, þegar umsókn þeirra um ESB aðild var til afgreiðslu.
    Slík loforð hefðu öll verið svik og blekkingar einar, eða hreinlega síðar verið dæmd ólögleg af dómstóli ESB !

  • Gísli Ingvarsson

    Umræðan er alltaf á því stigi að mikilvægast sé að tína þorskinn upp úr hafinu og selja hann ferskan eða lausfrystan á ESB markað þar sem hann er unninn frekar og seldur á enn hærra verði. Þessu má jafna við ábendingar æðadúnsbóndans sem sagði að þó dúnninn sé undirstaða viðskiptanna þá skifti öllu máli að geta hreinsað hann sjálfur og jafnvel gert að fullunninni vöru og selja þannig til Japans sem er aðalviðskiptavinur dúntekjumanna. Þetta vilja milliliðirnir ekki leyfa og standa því i vegi fyrir því að athafnasamir æðabændur geri sem mest sjálfir. Hráefnisútflutningur er gamaldags og það verður að breyta þessu viðhorfi til að fá meira út úr útflutningi. Í raun væri hægt að láta hvaða þræla sem er tína fiskinn upp úr sjónum ef við tæki öflug viðskipta og framleiðslukerfi byggt á íslenskri kennitölu með skatta og skyldur hér. Án ESB aðildar er það ekki hægt vegna tolla á unnum fiski.

  • Það er engan veginn hagstætt að fullvinna allar sjávarafurðir á íslandi Gísli, mikið af vörum sem við flytjum út á mjög háum verðum s.s. síldarflök og annar uppsjávarfiskur, myndi einfaldlega ekki henta til fullvinnslu hér á landi. Þess vegna er hann fluttur út hálf unninn til helstu markaðslanda og þar fullunninn eftir þörfum.

    Það er varla hægt að fullvinna mikilvægustu tegund sem er veidd á íslandi, þorskinn en að senda hann ferskan út með flugi. Markaðurinn borgar einfaldlega LANG hæstu verðin fyrir fiskinn þannig, mun hærra en ef hann væri frystur í blokk til að selja í fangelsismötuneyti eða eitthvað slíkt. Útgerðarmenn hafa mesta hagsmuni af því að selja fiskinn á sem hæstu verði, með sem minnstum tilkostnaði. Þeir selja hann þannig að mest framlegð fæst fyrir hann.

    Auðvitað stökkva fram á sjónarsviðið einhverjir „snillingar“ með einhverjar tillögur sem svo standast engan samanburð.

    Það er líklegt að með því að hleypa inn erlendum útgerðum á íslandsmið, þá færi fiskurinn aldrei í land á Íslandi, heldur yrði einfaldlega siglt beint á markað erlendis, og hann þar unninn. Þá myndu allir finna fyrir þeim skaða sem af slíku myndi hljótast. Flutningar til landsins eru að gríðarlegu leyti háðir því að flutningatækin flytji fisk úr landinu, og vörur inn til landsins sem ekki er hægt að búa til hérlendis. Ef skipin færu að fara tóm út, þá er hætt við að fraktin til baka yrði dýrari. Þá færi nú innflutta lambakjötið hans Tortóla Gylfa Arnbjörnssonar að verða dýrt? Hvað ætlar verkalýðsgosinn þá að gera? Biðja alþýðuna á íslandi að hætta að borða bæði innfluttan og íslenskan mat? Leggur þá Gylfi ekki til eins og María Antoinette gerði forðum daga þegar alþýðan svalt heilu hungri, að borða bara kökur?

    ESB gengur ekkert í Ísland, Hallur, Össur og þessir náungar verða að kynna sér málin áður en þeir koma með svona þvælu. Það er mjög skaðlegt hjá þeim að koma fram með svona billegan áróður, það er fullt af fáfróðu fólki sem trúir svona þvælu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og átta? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur