Nú er tækifærið fyrir alla þá sem ekki hafa farið hinar eiginlegu Fjallabaksleiðir að nota tækifærið og skella sér austur í Skaftafellssýslur og njóta lífsins. Það er frábær upplifun að aka Fjallabaksleið nyrðri og á á Klaustri eða í Skaftafelli – halda áfram á Höfn eða inn í Lónsöræfi daginn eftir. Njóta náttúrunnar – og matarins á fjölmörgum veitingastöðum fyrir austan – og nýta það gistirými sem losnaði við hóstan úr Kötlu.
Ef bíllinn er góður – taka Fjallabaksleið syðri til baka 🙂
Þjóðvegur 1 austur um er skemmtileg leið – en af hverju ekki að fara gömlu Fjallabaksleiðina og njóta þess að brýrnar á Skeiðarársandi eru enn uppistandandi! Fá smá smjörþef af gamla tímanum í bland við þægindi nútímabifreiðarinnar!
Nú er tækifærið að framkvæma – ekki bara eins og hingað til að hugsa á malbikinu undir Eyjafjöllum: „Einhvern tíma ætti ég að fara Fjallabaksleiðina“.
Það er enginn Íslendingur alvöru Íslendingur fyrr en hann hefur farið hina eiginlegu Fjallabaksleið.
Rita ummæli