Miðvikudagur 13.07.2011 - 00:12 - Rita ummæli

Fjallabaksleið í dýrðina

Nú er tækifærið fyrir alla þá sem ekki hafa farið hinar eiginlegu Fjallabaksleiðir að nota tækifærið og skella sér austur í Skaftafellssýslur og njóta lífsins. Það er frábær upplifun að aka Fjallabaksleið nyrðri og á á Klaustri eða í Skaftafelli – halda áfram á Höfn eða inn í Lónsöræfi daginn eftir.  Njóta náttúrunnar – og matarins á fjölmörgum veitingastöðum fyrir austan – og nýta það gistirými sem losnaði við hóstan úr Kötlu.

Ef bíllinn er góður – taka Fjallabaksleið syðri til baka 🙂

Þjóðvegur 1 austur um er skemmtileg leið – en af hverju ekki að fara gömlu Fjallabaksleiðina og njóta þess að brýrnar á Skeiðarársandi eru enn uppistandandi!  Fá smá smjörþef af gamla tímanum í bland við þægindi nútímabifreiðarinnar! 

Nú er tækifærið að framkvæma – ekki bara eins og hingað til að hugsa á malbikinu undir Eyjafjöllum: „Einhvern tíma ætti ég að fara Fjallabaksleiðina“.

Það er enginn Íslendingur alvöru Íslendingur fyrr en hann hefur farið hina eiginlegu Fjallabaksleið.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og átta? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur