Að sjálfsögðu á að leggja frumvarp Stjórnlagaráðs að stjórnarskrá fyrir íslensku þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Alþingi er ekki treystandi til að klára málið eitt og sér.
Það skiptir engu að þótt Stjórnlagaráð sé ekki lagatæknilega það Stjórnlagaþing sem upphaflega var lagt upp með þá hefur mikil og afar merkileg vinna farið fram innan Stjórnlagaráðs. Reyndar hafa vinnubrögðin verið til fyrirmyndar og mættu stjórnmálaflokkarnir læra ef þeim.
Umræðan var opin og upplýst auk þess sem öllum var gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.
Afurð Stjórnlagaráðsins liggur fyrir. Frumvarp til nýrrar stjórnarskrár. Nú er komið að þjóðinni að segja sitt álit í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin vill það ef marka má viðhorfskönnun þar sem 3/4 vill fá að greiða atkvæði um frumvarpið.
Ég spái því hins vegar að flokkshundarnir á Alþingi muni margir hverjir berjast af alefli gegn slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu og gegn því að margar þær breytingar sem lagt er til að gerðar verði nái fram að ganga enda má ætla að ný stjórnarskrá dragi úr flokksræði og auki lýðræði.
Nú þegar hefur helmingur þjóðarinnar kynnt sér niðurstöðu Stjórnlagaráðs ef marka má skoðanakannanir. Reyndar ekki nema hluti hennar ítarlega – en þetta sýnir áhuga almennings á að breyta stjórnarksránni.
Fyrir þá sem vilja kynna sér efni frumvarps Stjórnlagaráðs betur bendi ég á frábæra pistla Stjórnarráðsmannsins Gísla Tryggvasonar á Eyjunni – en Gísli skrifar skýringar sínar við hverja grein frumvarpsins – eina á dag.
Í dag skrifar hann um 50.gr. sem fjallar um hagsmunaskráningur Alþingismanna og vanhæfi.
Hætt er við að sumir þingmenn viljui sleppa því ákvæði þótt þjóðin sé því efalaust sammála – en ákvæðið er svohljóðandi:
Alþingismanni er óheimilt að taka þátt í meðferð þingmáls sem varðar sérstaka og verulega hagsmuni hans eða honum nákominna. Um hæfi þingmanna skal mælt fyrir í lögum. Vanhæfi þingmanns hefur ekki áhrif á gildi settra laga.
Í lögum skal kveðið á um skyldu alþingismanna til að veita upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni sína.
Smellið hér til að nálgast pistla Gísla. Pistlarnir eru skýrir og á mannamáli.
http://is.wikipedia.org/wiki/Frumvarp
110. og 111. ESB-greinarnar í þessari nýju stjórnarskrá eru til skammar.
Þetta fer aldrei í gegn.
Hvað er það sem þið ESB-dindlar eruð ekki að fatta? Haldið þið að þið getið bara logið ykkur framhjá þjóðarviljanum? Þvílíkur hroki. Ótrúlegt.
@Palli.
Eigum við ekki að láta þjóðina um þetta?
@Eyjólfur
Ef þú ert að vísa til þess að frumvarp til laga er einungis unnt að leggja fram á Alþingi af ráðherrum og þingmönnum – þá er það vissulega rétt.
En frumvörp eru iðulega unnin annars staðar – og í þessu tilfelli var það nefnd sem Alþingi setti á laggirnar.
Frumvarpið – sem tæknilega er ekki orðið frumvarp að lögum – er fullbúið. Eðli málsins er þannig að það er rétt að leggja það fyrir þjóðina áður en Alþingi fær það til afgreiðslu.
@Palli
Ekki ertu í liði með flokkshundunum, sbr.:
„Ég spái því hins vegar að flokkshundarnir á Alþingi muni margir hverjir berjast af alefli gegn slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu og gegn því að margar þær breytingar sem lagt er til að gerðar verði nái fram að ganga enda má ætla að ný stjórnarskrá dragi úr flokksræði og auki lýðræði.“
Nei, ég er í liði með þjóðinni. Annað en þú!
Hvað sagði þjóðfundurinn?
„Stjórnarskráin er sáttmáli sem tryggir fullveldi og sjálfstæði Íslendinga og er skrifuð fyrir fólkið í landinu.“
Hvað gerir þú? Leyfa þjóðinna að ráða? Já, og hvað með að hætta þá að ljúga að henni, lygahundurinn þinn? Hvernig væri það?
(þú manst, aldrei tala um lygaáróðurinn, ekki einu sinni sverja hann af þér. Tala um hvað ég sé klikkaður fyrir að kalla þig lygahund eða eitthvað álíka málefnalegt)
ESB segir þetta mjög skýrt:
„First, it is important to underline that the term “negotiation„ can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing af the candidate´s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them.
And these rules ( also known as „acquis“, French for „that which has been agreed“) are not negotiable. For candidates it is essentially a matter of agreeing how and when to adopt and implement EU rules and procedures. For the EU it is important to obtain guarantees on the date and effectiveness of each candidate´s implementation of the rules.“
Svo þú getur tekið þetta kjaftæði í þér og troðið því.
ESBpakkið í þessu ólöglega og gjörsamlega vinsældalausa stjórnlagaráði (hvað var aftur mikil kosningarþátttaka?) reynir að lauma þessum greinum inn. Lof sé ESB.
110. gr. Þjóðréttarsamningar
Ráðherra gerir þjóðréttarsamninga fyrir hönd Íslands. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi, innsævi, landhelgi, efnahagslögsögu eða landgrunni, eða kalla á breytingar á landslögum, eða eru mikilvægir af öðrum ástæðum, nema samþykki Alþingis komi til.
111. gr. Framsal ríkisvalds
Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft.
Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst.
Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi.
„…þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu.“
..í þágu friðar og efnahagssamvinnu?
Var þetta tekið beint frá ESB eða seytlaðist þetta í gegnum heilaþvottinn?
@Palli.
Þú segist vera í liði með þjóðinni.
Skil ég þig þá rétt að þú sért sammála að leggja frumvarpið fyrir þjóðaratkvæði?
Ertu virkilega að reyna að koma þér undan þessu?
Þegar það var farið fram á að þjóðin tæki ákvörðun hvort það yrði sótt um ESBaðild, þá vældu ESBsinnar eins og stungnir grísir.
Og nú eru þið að væla um að þjóðin fái að ráða.
Get a grip.
Ástæðan af hverju þjóðin mátti ekki ráða þá var hver? Jú, það þurfti að sjá hvað væri í boði sko. Það þyrfti að vita um hvað málin snérist.
Þá byrjaði lygaáróðurinn.
Þetta er aðlögunarferli sem þið luguð að þjóðinni og gerið enn.
Ég segist vera í liði með þjóðinni, því ég er það.
Þú þykist vera í liði með þjóðinni, því þú getur ekkert annað.
Það er munurinn á mér og þér. Þú ert lygahundur, ekki ég.
Og nú já á þjóðin að fá að ráða, án þess að það sé talað um þetta á Alþingi en neins staðar.
Alltaf sama sagan. Spilað á grunlausan almenning sem þið lítið svo mikið niður á að það er viðbjóðslegt. Þetta lið er svo heimskt að það er allt í lagi að ljúga smá að þeim, það er allt þeim fyrir bestu. Við erum svo klár, við skulum hafa vitið fyrir þessum sauðum. Við erum svo frábært.
Afsakaðu á meðan ég æli.
Svaraðu um lygaáróðurinn í ykkur, og ég skal svara hvort þetta ESB-stjórnarskrá frumvarp ætti að leggja fyrir þjóðina án þess að fá gagnrýnisumræðu á Alþingi.
Gjörðusvovel.
Þið komið umsókn í gegn með lygum (og pólitísku ofbeldi + steingrími ennmeirilygar)
Þjóðfundurinn segir mjög skýrt – halda í fulveldi og sjálfstæði
Þið haldið lygaáróðrinum áfram eins og ekkert sé sjálfsagðra.
Fattið svo að stjórnarskráin er stór þröskuldur í þessari heimtufrekjuESBgeðbilun í ykkur.
Stofnið stjórnlagaráð til að breyta stjórnarskránni.
Ráðið fær mjög lítinn áhuga hjá þjóðinni.
Kosningin dæmd ólögleg!
Ekki að það stoppi heimtufrekjur.
Komið með stjórnarskrártillögu sem auðveldar fullveldisafsal til ESB.
…og svo ertu að væla eitthvað um að þið fáið ekki að ljúga áfram að þjóðinni og koma þessu sem fyrst í gegn í þjóðaratkvæðisgreiðslu!!
Eins og planið væri ekki að ljúga áfram og áfram að þjóðinni, tala ekki um þessar greinar eða gera sem minnst úr þeim. Þið gætuð ekki náð ykkar fram nema með lygum.
Þarf að segja eitthvað meira en það?
Hallur, þú ættir að finna spegill og horfa drykklanga stund í augun á sjálfum þér og pæla aðeins í því hvers konar manneskja þú í rauninni ert.
Reyndu síðan að hætta að ljúga að þjóð þinni.
@Palli.
Þú svaraðir ekki spurningunni:
„Þú segist vera í liði með þjóðinni.
Skil ég þig þá rétt að þú sért sammála að leggja frumvarpið fyrir þjóðaratkvæði?“
En yfir í annað. Það er rangt hjá þér að ég hafi verið á móti því að þjóðin tæki afstöðu til þess í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort ætti að fara í aðildarviðræður eða ekki.
Þvert á móti þá talaði ég fyrir því að slík þjóðaratkvæðagreiðsla ætti að fara fram samhliða síðustu Alþingiskosningum.
Sjá td: „Þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB næsta vor!“ http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/646193/
„Framsókn: Alþingi samþykki þjóðaratkvæði um aðildarviðræður við ESB strax!“ http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/652093/
„Sáttatillaga: Þjóðaratkvæði um aðildarviðræður ESB!“
http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/661667/
En þetta er sossum eins og annað sem þú lætur frá þér fara!
Nújá, óvenjulegt af ESBsinna.
I stand corrected.
Svarið mitt er að auðvitað á að leggja stjórnarskrártillögu fyrir þjóðaratkvæði. Veit ekki hvort það ætti að vera fyrir eða eftir að Alþingi tekur á málinu.
Og svaraðu þá mér á móti!
Heldurðu því fram að s.k. aðildarsamningsferli Íslands að ESB innihaldi enga aðlögun Íslands að regluverki ESB áður en þjóðin greiðir atkvæði um þennan samning?
Og ég notaði fleirtölu og talaði um ESBsinna, og þá ekki að meina þig persónulega.
Ég set ykkur alla í sama bjánaflokkinn.
Lygaáróðurinn er engu að síður þinn jafnmikið og annara ESBsinna.
Þetta er samt ósköp einföld já eða nei spurning. Svar óskast.
Frá því við samþykktum samninginn að Evrópska efnahagssvæðinu þá hafa Íslendingar verið að aðlaga regluverk sitt að regluverki Evrópusambandsins.
Þannig aðlögun að ESB hefur staðið frá 1. janúar 1994.
Ég var sammála Steingrími Hermannssyni um að með þeim samningi hafi farið fram framsal á ákveðnu fullveldi íslenski þjóðarinnar. Mín skoðun er – og var sú að EES samningurinn hefði átt að fara fyrir þjóðaratkvæði. Ég var reyndar talinn skrítinn á þeim tíma að tala um þjóðaratkvæðagreiðslur og beint lýðræði – en það er annað mál.
Ég sé ekki neinn eðlismun á þeirri aðlögun sem farið hefur fram frá því 1994 og því aðlögunarferli sem nú er í gangi. Við hefðum verið í áframhaldandi aðlögunarferli gagnvart regluverki ESB óháð því hvort við værum í aðildarviðræðum eða ekki.
Til gamans má reyndar benda á að Svisslendingar – af öllum – hafa á sumum sviðum gengið enn lengra í aðlögun regluverks síns að regluverki ESB – þótt þeir séu ekki innan EES.
Ekki gleyma því að ESB er að óska eftir því hvernig Ísland ætli að aðlaga td. landbúnaðarkerfið eftir að Ísland gengur í ESB – ef það verður niðurstaðan. Ekki að Ísland innleiði breytingar fyrir þann tíma – breytingar sem reyndar þarf að gera á landbúnaðarkerfinu óháð aðild að ESB.
Það sem skiptir máli er að klára aðildarviðræðurnar og að þjóðin taki afstöðu til niðurstöðu þeirra í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ef þjóðin fellir slíkan samning og hafnar inngöngu að ESB – þá finnst mér einsýnt að taka næsta skref og kanna í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort Íslendingar vilji halda EES samningnum eða ekki – þe. ef þeim mun standa sá samningur til boða til framtíðar.
@Palli.
En pistillinn fjallaði ekki um ESB – heldur frumvarp Stjórnlagaráðs og þjóðaratkvæði.
ÚÚÚÚhhh „ummæli bíða samþykkis“!!
My work is done.
Mundu Hallur, spegillinn!
ahh nei, bíða samþykkis vegna tveggja linka.
okei, deletaðu 19. og 20. ummæli þá.
samt ánægður að þú leyfir gagnrýni á sjálfan þig. Það er ekki algengt meðal ESBstóðsins.
Stjórnlagaþingið og síðar bastarðurinn stjórnlagaráð var heilagt baráttumál Jóhönnu forsætisráðherra og Samfylkingarinnar. Tákn um lýðræðisást hennar og fylgiliðs! Að öllu eðlilegu mætti því ætla að Jóhanna gæfi út yfirlýsingu um það í nafni embættis síns og fyrir hönd Samfylkingar að hún styddi kröfuna um að frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá verði lagt fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. En hún hefur ekki gert það og mun ekki gera. Fyrir henni var þetta sjónarspil í þágu ríkisstjórnar og flokkshagsmuna, sett fram í trausti þess að málið myndi síðan fjara út í umræðunni hægt og hljótt.
Hallur Magnússon er og hefur verið ákafur meðmælandi stjórnlagaráðs og vill veg þess sem mestan. En hann gleymir í ákafa sínum nokkrum þáttum. Lögum samkvæmt aðkomu Alþingis að breytingum á stjórnarskrá. Í annan stað hafa málsmetandi lögspekingar bent á ýmsa galla og suma alvarlega í frumvarpi stjórnlagaráðs. Varla er það vilji Halls að þjóðin samþykki frumvarpið hrátt með öllum þeim göllum og vanköntum sem á því eru. En vilji hann þrátt fyrir allt flumbrugang í jafn veigamiklu máli getur hann leitað stuðnings flokkshundanna á Alþingi. Að vísu getur stjórnarandstaðan orðið honum erfið og þung í taumi en öðru máli gegnir um Jóhönnu forsætisráðherra og ríkisstjórnina svo ekki sé minnst á forseta Alþingis. Þar er lýðræðisástin í forgrunni og þessum aðilum ber auðvitað skylda til að fylgja króanum sínum eftir allt til enda.
Jájá, ekkert verið að samþykkja síðan ummælin mín.
Dæmigert ef rétt reynist.
okei, hérna kemur þá þetta:
Þannig að EES samningurinn jafngildir bara aðlögunarferli að ESB?
Það ert það sem þú ert að segja!!
“Ég sé ekki neinn eðlismun á þeirri aðlögun sem farið hefur fram frá því 1994 og því aðlögunarferli sem nú er í gangi. Við hefðum verið í áframhaldandi aðlögunarferli gagnvart regluverki ESB óháð því hvort við værum í aðildarviðræðum eða ekki.”
Og þú viðurkennir að um aðlögunarferli sé að ræða!! , en reynir svo að taka það tilbaka stuttu síðar!
(Varstu að lesa Hegel?!?)
Gott að sú viðurkenning er komin fram. Slæmt að þú reynir að réttlæta lygaáróðurinn með röfli um EES.
Já, EES var fullveldisafsal að nokkru leiti. Nei, EES er ekki ESB.
Það er ástæða af hverju þjóðir í EES sækja um fulla aðild að ESB. Það er ekki sami hluturinn.
“Ekki gleyma því að ESB er að óska eftir því hvernig Ísland ætli að aðlaga td. landbúnaðarkerfið eftir að Ísland gengur í ESB – ef það verður niðurstaðan. Ekki að Ísland innleiði breytingar fyrir þann tíma ”
http://evropuvaktin.is/frettir/20227/
Þú þykist sem sagt ekki vita betur, Hallur? Play stupid?
Hvort er verra, að vera lygari eða að vera vitlaus?
Það sem skiptir máli er að þjóðin fái að heyra sannleikann um þetta aðlögunarferli og fái svo sjálf að ráða því hvort það verður haldið áfram í þessu aðlögunarferli, sem allir sjá og viðurkenna (líka ESB) nema ESBsinnar.
Ég væri annars mjög til í þjóðaratkvæðagreiðslur um EES samninginn líka, sem og aðilda að Nató og SÞ.
Og frumvarp Stjórlagaráðs snýst um ESB eins og er nokkuð greinilegt á greinunum sem ég benti á að ofan og rakti.
og svo þessi linkur líka, fyrir neðan hinn að ofan:
http://evropuvaktin.is/leidarar/20098/
Þetta sagði ríkisstjórn Ísland í júlí 2010:
Íslenska þjóðin verður upplýst um samningaferlið af heiðarleika og hreinskilni. Mikil áhersla verður lögð á að tryggja gegnsæi eins og þegar hefur verið sýnt fram á með birtingu allra lykilskjala. Við munum skipuleggja hlutlausa upplýsingamiðlun um Evrópusamstarfið, um ferli samningaviðræðnanna og væntanlegan aðildarsáttmála og greiða þannig fyrir heilbrigðri umræðu um kosti og galla aðildar.
Þvílíkur brandari!!
@Palli
Ég læt athugasemdirnar fara óritskoðaðar inn – þær fara ekki í neina bið – þær birtast af sjálfu sér.
Þannig að ef þær birtast ekki – þá er það ekki mér að kenna 🙂
Og svarið þitt við spurningunni um aðlögunarferlið er þá
Já:
„Ég sé ekki neinn eðlismun á þeirri aðlögun sem farið hefur fram frá því 1994 og því aðlögunarferli sem nú er í gangi.“
eða Nei:
„Ekki gleyma því að ESB er að óska eftir því hvernig Ísland ætli að aðlaga td. landbúnaðarkerfið eftir að Ísland gengur í ESB – ef það verður niðurstaðan. Ekki að Ísland innleiði breytingar fyrir þann tíma“
??
Já:
“Ég sé ekki neinn eðlismun á þeirri aðlögun sem farið hefur fram frá því 1994 og því aðlögunarferli sem nú er í gangi.”
🙂
Palli, þú þarft að leita þér hjálpar.
Og þetta hefur ekkert með ESB að gera. Ég er á sama bandi og þú þegar að því kemur. En þú átt greinilega bágt.
@GSS.
Það er rétt að ég hef lengi talað fyrir Stjórnlagaþingi.
Bendi td. á pistil minn frá því 12. apríl 2009:
„Þjóðkjörið stjórnlagaþing móti stjórnskipan framtíðarinnar“ http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/769094/
Það var reyndar eitt af baráttumálum Framsóknarflokksins og reyndar skilyrði fyrir stuðningi við minnihlutasjórn Samfó og VG – að Stjórnlagaþing yrði að veruleika.
Reyndar voru það Framsóknarmenn sem höfðu forgöngu um að koma Stjórnlagaþingi á dagskrá.
Sérstakur kafli var um það í ályktun flokksþings Framsóknarflokksins í janúar 2009 – en drög að þeirri ályktun var unnin í nóvember og desember 2008 í vinnuhóp þar sem ma. Jón Kristjánsson fyrrverandi alþingismaður, Gísli Tryggvson stjórnlagaþingsmaður og ég sátum í.
Ályktunin hljóðaði eftirfarandi – (en er því miður ekki að finna á vef Framsóknar í dag) :
„Ályktun um stjórnlagaþing
Markmið
Að stjórnskipun Íslands verði endurskoðuð á sérstöku stjórnlagaþingi þar sem stjórnarskrá Íslands og eftir ástæðum viðeigandi lög um stjórnsýslu, dómstóla, löggjafarstarf og kosningar verði endurskoðuð til samræmis við framsæknar hugmyndir um stjórnskipun landsins um gagnsæi, lýðræðislega þátttöku og jafnvægi milli valdþátta.
Leiðir
■Helstu álitamál sem taka þarf afstöðu til á stjórnlagaþingi eru meðal annars:
■Hvort afnema eigi þingræði og taka upp beina kosningu æðsta handhafa framkvæmdarvalds
■Hvernig eftirliti með valdháttum eigi að vera háttað, eftirlitshlutverk Alþingis, virkari ráðherraábyrgð og óháðara val dómara
■Hvort auka eigi valfrelsi kjósenda um fulltrúa á framboðslistum
■Hvort takmarka eigi hámarkssetutíma þingmanna og ráðherra
■Hvort auka eigi möguleika á þjóðaratkvæði og jafnvel frumkvæði að löggjöf frá almenningi
■Hvernig gagnsæi stjórnkerfisins sé tryggt
■Hvort þörf sé á sérstökum þjóðhöfðingja og þá hvert hlutverk hans eigi að vera
■Hver staða sveitarfélaganna eigi að vera, svo sem með hlutdeild í fjárstjórnarvaldi ríkisins
■Hvort og þá hvernig skipta eigi landinu í kjördæmi
■Hvernig staðið skuli að framsali valdheimilda til alþjóðlegra stofnana
■Hvernig tryggja eigi skýrt og ótvírætt sjálfstæði hinna þriggja meginþátta ríkisvaldsins löggjafarvalds, dómsvalds og framkvæmdarvalds
Fyrstu skref
Þingflokkur Framsóknarflokksins skal leggja fram tillögu á Alþingi um kosningu til stjórnlagaþings í samræmi við niðurstöður íbúalýðræðisnefndar flokksins. Einnig verði lögð fram tillaga um breytingu á stjórnarskránni þess eðlis að breytingar á stjórnarskrá verði bornar undir þjóðaratkvæði. Stefnt skal að því að stjórnlagaþing verði kallað saman sem fyrst og tillögur þess að nýrri stjórnarskrá verði lagðar fyrir þjóðina. Stjórnlagaþing skal ekki vera skipað núverandi eða fyrrverandi alþingismönnum, ráðherrum eða formönnum stjórnmálahreyfinga.“
Vá!! Ég held að þú sért bara sá fyrsti ESBsinni sem viðurkennir að þetta sé aðlögunarferli!
Til hamingju!!
Og þá næsta spurning:
Er aðlögunarferlið samkvæmt þeirri samþykkt Alþingis um að sækja um aðild að ESB, sérstaklega í ljósi áróðursins um að ekkert aðlögunarferli væri í gangi, aðeins að kíkja í pakkann og sjá hvað sé í boði? ..að þínu mati?
Og þýðir það ekki að það sem ég hef alltaf sagt að það sé lygaáróður ESBsinna (kanski ekki Halls lengur) um að engin aðlögun sé í gangi?
Hvað hefur Össur sagt oft að engin aðlögun sé í gangi?
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/11/10/vidraedurnar_fela_ekki_i_ser_adlogun/
Kallast þetta ekki lygaáróður á mannamáli?
Og kallar það þá ekki á að þjóðaratkvæðigreiðsla yrði haldin um hvort haldið ætti áfram í þessu aðlögunarferli, þar sem það er ekki samkvæmt samþykkt Alþingis?
Kelvin, er allt í lagi hjá þér? Má bjóðar þér að útskýra hvað þú átt við?
Fyndið að vera talinn klikkaður nákvæmlega á sama andartaki og að lygaáróðurinn er viðurkenndur, sem hefur farið fyrir brjóstið á mörgum, þ.á.m. mér.
Endilega, elaborate vinurinn.
@palli.
Aðlögunarferli að regluverki hefur staðið frá árinu 1994. Ekkert nýtt með það. Við værum í aðlögunarferli þótt við værum ekki í aðildarviðræðum. Við erum sífellt að taka upp tilskipanir ESB – gegnum EES samninginn. Munurinn er bara sá að innan ESB getum við haft áhrif á tilskipanirnar – en ekki núna.
Þannig það þarf enga atkvæðagreiðslu þess vegna. Það er bara að klára þessar aðildarviðræður og svo þjóðin geti tekið endanlega afstöðu á grundvelli aðildarsamings.
Þetta er ekki flókið.
já, okei, EES aðild er sem sagt aðlögun að ESBregluverkinu.
Enginn munur þar á.
Hvers vegna var þá verið að greiða atkvæði um þessa umsókn á Alþingi? Er þetta ekki sami hluturinn?
Við hefðum 0,8%vægi innan ESB. Við gefum upp okkar fullveldi og sjálfstæði.
Áhrifin sem við hefðum væri að geta hrópað „múkk múkk múkk“ stöku sinnum í Brussel.
Þetta eru mjög lélég rök, að þess vegna þurfi enga þjóðaratkvæðisgreiðslu um þetta aðlögunarferlið. Nú er þetta bara svo lítil breyting að það tekur því ekki að tala um það. Á ég að kveikja á sjónvarpinu núna og fá mér popp?
Merkilegt hvernig á að reyna að ljúga sig út úr þessu hjá ykkur.
Nei, þetta er ekki flókið. Það var og er logið að þjóðinni.
Aðlögun að ESB er ekki það sama og EES samningur. Staðreynd.
Það breytir ekki hvort eða hvaða áhrif við hefðum á ESB tilskipanir innan ESB, málið snýst ekki um þína eða mína skoðun á því, heldur á hvaða forsendum það var kynnt á Alþingi og fyrir þjóðinni, og á hvaða forsendum sú ákvörðun var tekin að sækja um þessa aðild.
Þetta er eins og að réttlæta litlar lygar, og segja svo „hey, slappiði af, þetta var bara smá lygi, ykkur fyrir bestu, sko“. „let´s go, klárum þetta dæmi, maður“
Og þarf enga atkvæðagreiðslu út af því að þetta er svo gott og nákvæmlega það sama og EES???
Hvað ertu ekki að fatta, Hallur? Þetta eru skoðanir þínar.
Þú ert sem sagt að réttlæta það að það var logið að þjóðinni, og að þú/þið vitið betur, og ætlið að frekjast áfram og hafa vitið fyrir þjóðinni.
Ótrúlegt að sjá lygara koma út úr skápnum á jafn sjálfsupphafinn hátt og réttlæta lygarnar, og réttlæta að halda áfram að ljúga.
Sjæsa, Kevin hafði rétt fyrir sér. Ég á bágt og þarf á hjálp að halda, sem og hin íslenska þjóð.
Þvílíkur hroki, Hallur. Finndu spegil. Pældu í sjálfum þér.
Um hvað snýst þessi umsókn? Af hverju þurfti að sækja um?
Er þetta ekki nákvæmlega sama ferli og EES samningurinn?
Jesús, þið eruð virkilega að reyna að réttlæta þessar lygar með svona bulli.
Ég á bara ekki til orð. Ég er gáttaður.
…og svo …hey! þetta er ógeðslega gott fyrir okkur, maður. Ekki vera með leiðindi. Þetta er ekkert flókið, sko!
Finnst þér í alvörunni ekkert vera að svona „málflutningi“??
Jésús Maríuson!
Og jú, Hallur. Þetta er FREKJA OG HROKI.