Það hefur væntanlega komið mörgum á óvart að Guðmundur Steingrímsson og samstarfsmenn hans hafi átt í viðræðum við aðilja í Bezta flokknum, Næstbeztaflokknum. L-listanum á Akureyri og önnur óháð sveitarstjórnarframboð um stofnun nýs stjórnmálaflokks. En þegar nánar er skoðað eru þessar þreifingar ekki galnar.
Staðreyndin er nefnilega sú að innan þessara flokka er fjöldi frjálslynds fólks sem á fullt erindi í stjórnmál og hefur staðið sig afar vel í grasrótinni á sveitarstjórnarstiginu. Fólk sem klárlega vill breyta óæskilegum vinnubrögðum í pólitík. Fólk sem getur orðið mikilvægur hlekkur í nýrri frjálslyndri stjórnmálahreyfingu á miðju íslenskra stjórnmála.
Það má ekki gleyma því að Bezti flokkurinn er miklu meira en Jón Gnarr!
Tíminn mun leiða í ljós hvort þessar þreifingar Guðmundar Steingrímsson verða til þess að það myndist öflug fjálslynd stjórnmálahreýfing með þátttöku hans og þessa fólks úr sveitarstjórnarmálunum. Prófsteinninn á það er hvort frjálslynt fólk sem ekki hefur stutt ádeiluframboðin komi til liðs við þetta nýja stjórnmálaafl á landsvísu.
Það sem mun ráða úrlitum í því verða annars vegar málefnin og stefnan – verður hún frjálslynd, alþjóðleg, umburðarlynd og byggð á samvinnu? Hins vegar hvort Jón Gnarr hefur þroska til þess að láta af látalátunum sem borgarstjóri. Ég hef reyndar trú á því að hann geri það – því hann hefur aðeins skánað að undanförnu.
Það verður spennandi að sjá þróun næstu vikna og mánaða. En eitt er ljóst. Fjórflokkurinn er þegar farinn að skjálfa.
En vonandi ekki að sleppa alveg húmornum. Stjórmál og stjórnmálamenn eru alltof alvarlet mál til að það megi sleppa gríninu!
Það er sennilega það besta við þessar þreifingar, að fjórflokkurinn sé farinn að skjálfa.
Vona að þeim gangi vel þótt ekki sé ég beint trúaður á að eitthvað breytist því…
Mannskepnan er söm við sig,
samt má alltaf vona.
Að eitthvað aukist gæðastig,
allsstaðar sísvona.
Nohh byrjaður að skrifa Jón Gnarr … á að taka þátt?
Heyði Guðmund segja að hann vildi frjálslyndan, umburðalyndan, alþjóðasinnaðan, borgaralegan flokk rétt hægramegin við miðju. Svoleiðis flokkar eru til á Norðurlöndum undir nöfnunum Venstre eða Folkpartiet liberalerna (sem uphaflega hét Málfundafélag bænda).
Þetta er allt gott og blessað en á lítið skylt við Bezta flokkinn. Þar eru mest áberandi óstöðuglyndir anarkistar, vinstramegn við Ögmund.
Guðmundur ætti því að fara á byrjendakúrs í að smala köttum hjá Jóhönnu Sig. áður en hann skipuleggur flokk með þeim.
Sæll Hriflungur og takk fyrir þessa upplýsandi greiningu.
Framvegis mun ég horfa duglega í kringum mig á fundum Besta flokksins til að reyna að koma auga á þessa óstöðuglyndu einstaklinga sem eru vinstra megin við Ögmund. Með bálköstinn og bensínið í farteskinu.
Hriflungur: Ég hef ekki skynjað neitt nema að þetta fólk í „óháðu“ framboðunum séu ósköp venjulegir Íslendingar. En að sama skapi ekki venjulegir stjórnmálamenn sem eru búnir að strjúka 100 bökum til að komast áfram og festa sig í hægri/vinstri stefnuleikritunum sem fylgja fjórflokknum.
Það er svo sannarlega grundvöllur fyrir alvöru framboði venjulegs fólks. Vonum okkar allra vegna að það komi fram og mælist fljótlega með yfir 5% fylgi – þá gæti skriða fylgis runnið mjög hratt þangað þegar fólk sér að það er raunhæfur möguleiki á að minnka fjórflokkinn verulega.
Ég kaus Besta, en það koma á mig vomur, ef Besti ætlar að verða skeifa undir framsóknarmerinni og með samfylktu freti.
Þá segi ég við félaga Jón Gnarr „Illa er þá komið fyrir þér fóstri“
Getur Guðmundur ekki sjálfur riðið, án hjálpar frá Besta?
Hallur verði af svona framboði óánægjufólks og grínista þá mun slíkt framboð fyrst og fremst taka fylgi af þremur flokkum, Hreyfingunni, VG og Samfylkingunni. Svona framboð tekur ekkert af íhaldinu og e.t.v. 200 manns af Framsókn þ.e. fjölskyldur brotthlaupinna. E.t.v. má segja að svona framboð verði trygging þjóðfélagsins fyrir því að þessi gæfulausa ríkisstjórn haldi ekki áfram eftir kosningar. Hitt vitum við bæði, ég og Hallur að svona moðsuðu er ekki hægt að halda saman eftir kosningar liðið hleypur í allar áttir.
Annars var alveg skelfilegt að hlusta á blessaðan pabbadrenginn hann GS í sjónvarpinu í gær. Ætlar hann í framboð með svona framistöðu ?
Best er fyrir bæði Guðmund og Besta
að binda alls eigi trúss sitt saman.
Því í því væru þá b-in fjögur falin.
Spliff, donk og gengja og kjaftæðið.
Og stefnuskrá í stíl ????
Það bezta við þetta væri náttúrulega það að svona framboð fengi nær öll sín atkvæði frá Samfylkingunni og VG.
Svo er það bara spurningin hvort að anarkistar flykkist ekki að svona framboði?
Anarkistar dreymir um land sem að anarkismi ríki í.
Slíkt land er reyndar til í heiminum.
Þetta land er Sómalía.
Þar ríkir fullkominn anarkismi.
Þar hefur til að mynda ekki verið eiginleg starfandi ríkisstjórn síðan 1991, enda er landið í algjörri upplausn.
Kannski að anarkistar hér á landi geti sótt hugmyndir um land með anarkisma til Sómalíu?
Heyrðuð þið síðdegisútvarpið í dag þar sem rætt var við Guðmund Steingrímsson og Jón ( Trúð ) Gnarr ? Þeir hafa ákveðið að bjóða fram saman en hafa enn ekki rætt neitt um stefnumál eða hvort þeir eigi yfirleitt málefnalega samleið. Þetta eru mennirnir sem telja sig vera að boða nýja tíma en eina sem þeir vilja er að komast ( hanga inni í tilviki GS ) inn á Þing til að fá þolanleg laun. Menn sem ákveða fyrst að bjóða fram en kanna svo á eftir hvort þeir eigi eitthvað sameiginlegt hugsjónalega séð eru ekki merkilegir stjórnmálamenn því stjórnmálamenn eru þeir sem bjóða fram. það kæmi mér mjög á óvart ef vinir Guðmundar úr Framsókn sem eru hættir í þeim flokki eins og Hallur, Gestur Guðjóns, G vald og Gísli Tryggvason muni vilja taka þátt í slíkum fíflaskap. Svo örvæntingafullir eru þeir varla eða hvað ?
@ Frikki Gunn færsla nr 12. Sástu ekki skoðanakönnunina um hverjir gætu hugsað sér að kjósa kjánaflokk eins og þann sem við ræðum hér ? Um 28% kjósenda Samfylkingar og VG svöruðu játandi en lítil svörun var meðal kjósenda annarra flokka. Við munum því sjá þá skemmtilegu stöðu að Samfylking sem vinnur með „kjánunum“ í Borginni þarf að fara að taka fast á sínum gamla liðsmanni Guðmundi Steingrímssyni og co.
Framsókn virðist ótrúlega nösk á að velja úr hvaða fólki eigi að íta burtu sbr. Ólaf Ragnar, Kidda sleggju og Guðmund Steingrímsson. Allir hafa valdið leiðindum í öðrum flokkum.
Pistill Egils segir allt sem segja þarf um fall tví-leiksins,
Samfó 1 og Samfó 2 og Vonbrigðin með Sjálfsfróun pönkaranna:
„Guðmundur Steingrímsson fór úr Framsóknarflokknum til að stofna frjálslyndan flokk. Áður hafði hann yfirgefið Samfylkinguna – margt bendir til þess að þar eigi hann í rauninni heima.
Samfylkingarmaður einn sem ég ræddi við batt miklar vonir við framboð Guðmundar, hann sagðist ekki ætla að kjósa það sjálfur, en það væri nauðsynlegt að fram kæmi annar flokkur en Samfylkingin sem styddi aðild að Evrópusambandinu.
Það gerir Guðmundur.
Nú virðast vera hafnar þreifingar milli Guðmundar og Besta flokksins. Besti flokkurinn fékk góða kosningu í borgarstjórnarkosningum vorið 2010 út á tvennt: Grín og óánægju með gömlu flokkana.
Besti flokkurinn ræður ríkjum í Reykjavík og það er mestanpart business as usual. Besta flokknum hefur ekki tekist að setja neinn sérstakan svip á borgina, kannski er heldur ekki von til þess – fjárhagsstaðan er harla bág. Maður tekur altént eftir því að orkureikningar heimilanna hafa hækkað allsvakalega. En flokksmenn virðast ekki vera neitt yfirmáta hugmyndaríkir.
Besti flokkurinn getur alveg stjórnað eins og hinir – og hann er kannski ekki svo mikið öðruvísi. Flokksmenn eiga greinilega mjög mikla samleið með Samfylkingunni. Það virðast að miklu leyti vera embættismenn sem ráða ferðinni hjá borginni, þeir eru alls staðar á fleti fyrir. Sumir borgarfulltrúar Besta flokksins hafa meira að segja náð því að verða ansi kerfislegir. Flokkurinn heldur samt ennþá smávegis af pólitíska sakleysinu frá því í kosningunum 2010.
Það myndi breytast fljótt í þingframboði með Guðmundi Steingrímssyni. Allur vottur af gríni yrði þá á bak og burt. Guðmundur er að reyna að feta í fótspor föður síns og afa sem báðir voru frægir stjórnmálaleiðtogar. Það eru engin gamanmál hjá honum. Og fólkið úr Besta flokknum yrði að fara að taka afstöðu til mála sem kljúfa þjóðina – og nyti þess varla lengur að vera óspjallað af pólitík.“
Það finnast nú frjálslyndir víðar en í S og VG. Það virðast öll framboð hræðast Bezta og Guðmund Steingrímsson. Það er ánægjulegt.
Jónsi minn Gnarr, það er verið að misnota þig.
@Hrafnkell!
Ég gleymdi mér í morgunsárið 🙂
Bið forláts!