„“Talið var …“ og „Sagt er…“ er óþægilega oft grunnurinn að vafasömum fyrirsögnum og staðhæfingum í svokölluðum „úttektum“ DV – að ég tali ekki um Sandkorna. Formúlan er yfirleitt þessi: Hálf teskeið sannreyndra staðreynda. Bolli kjaftagangs af götunni (sem að hluta til getur verið réttur) 3 bollar orðagjálfurs þar sem gefið er í skyn eitthvað sem mögulega kannske er fótur fyrir en jafn oft staðlausir stafir, 3 bollar illkvitni, 1 bolli heimatilbúin vandlæting.“
Þessi athugasemd mín við „fréttaumfjöllun“ DV á dögunum varð til þess að nafn mitt prýðir hinn „vandaða“ dálk „Sandkorn“ í DV í dag. Ég hef reyndar um nokkurt skeið beðið eftir að DV „svaraði“ gagnrýni minni á slæleg og oft á tíðum óheiðarleg vinnubrögð blaðsins í umfjöllun um ýmsa athafnamenn og stjórnmálamenn.
Mér hefur oft og tíðum blöskrað algerlega vinnubrögð DV – og runnið blóðið til skyldunnar og gert athugasemdir við grófustu rangfærslurnar. Tók reyndar eitt sinn af handahófi saman nokkur dæmi um hrein ósannindi og misfærslur DV þar sem illfýsi frekar en sannleiksást var hvati „fréttaumfjöllunar“.
Það þola hinir skinheilögu DV menn illa og því var ekki spurningin hvort heldur hvenær DV reyndi að koma á mig höggi í Sandkorni. Höggið er reyndar sárameinlaust að þessu sinni – en blaðið beitir þó aðferð sem er í hávegum höfð þar á bæ – reynir að koma því inn hjá lesendum að annarlegar ástæður liggi að baki því að ég dirfist að gagnrýna óvönduð vinnubrögð blaðsins.
Staðreyndin er hins vegar sú að sem fyrrum blaðamaður og handhafi blaðamannaskírteinis #126 finnst mér blaðamenn DV setja svartan blett á blaðamannastéttina þegar þeir falla í þá gryfju að halda sig ekki við staðreyndir heldur flétta dylgjum og tilbúnum kjaftagangi inn í „fréttaumfjallanir“ sínar. Að ég tali ekki um fyrirsagnaleikinn þar sem ekkert samhengi er á milli sláandi fyrirsagnar og innihald „fréttarinnar“.
Ég veit að DV á ekki því að venjast að fólk óttist ekki ægivald blaðsins þegar höggva skal í „Sandkorni“ eða „fréttaskýringu“.
En ég er einu sinni þannig gerður að ég segi það sem mér finnst – hvort sem það kemur mér vel eða ekki. Ég mun því áfram gagnrýna óvandaðar „fréttaskýringar“ DV og ósannindi í „Sandkorni“ – þótt ég viti að verði til þess að næsta högg DV verði ekki eins saklaust og það sem er í „Sandkorni“ í dag.
Að lokum birti ég tengla á þrjá pistla sem ég hef skrifað á bloggi mínu vegna óvandaðrar blaðamennsku DV á tímabilinu 26. mars til 4. apríl – en þá missti ég þolinmæðina og ákvað að taka aðeins á DV bullinu. Pistlarnir eru í tímaröð:
„Illfýsi í garð Arnars og Bjarka“
Ég veit að DV sveið undan þessum pistlum – sem þeir eðli málsins geta EKKI hrakið frekar en athugasemd mína í inngangi þessa pistils – enda reynir Reynir það ekki.
„Hallur Magnússon, ráðgjafi hjá fyrirtækinu Spesíu og fyrrverandi starfsmaður Íbúðalánasjóðs, er iðinn við að taka upp hanskann fyrir flokksbróður sinn Finn Ingólfsson í fjölmiðlum.
Fjölmiðlar mega vart nefna Finn á nafn án þess að Hallur stökkvi upp til handa og fóta og verji ráðherrann fyrrverandi. Spyrja menn sig nú að því af hverju þessi umhyggja ráðgjafans fyrir Finni stafi. Fyrir skömmu greindi DV frá því að Hallur ætti í samstarfi við athafnamanninn Engilbert Runólfsson og er ekki ólíklegt að hann aðstoði einnig fleiri fjársterka aðila.“
Kallarðu þetta hefnd? Má ekki nefna nafnið þitt án þess að þú farir í bullandi vörn og verðir paranojaður?
Þú ert nú meiri sultan kæri Hallur
„Ég veit að DV sveið undan þessum pistlum – sem þeir eðli málsins geta EKKI hrakið frekar en athugasemd mína í inngangi þessa pistils – enda reynir Reynir það ekki.“
En hvað með þig og það sem stendur í þessu Sandkorni? Getur þú ekki hrakið það?
Ég get upplýsti að meðal tuga einstaklinga og fyrirtækja sem ég hef unnið með frá því ég gerðist sjálfstæður ráðgjafi er Engilbert Runólfsson.
Það er rétt – eins og fram hefur komið að ég hef gagnrýnt DV fyrir rangfærslur í umfjöllun um Finn Ingólfsson sem og aðra þar sem ég hef vitað betur en DV.
Ég hef einnig einstaka sinnum gert athugasemdir um umfjallanir á öðrum vefmiðlum þegar þar hafa verið greinilegar rangfærslur – man ekki hvort það hefi einhvern tíma verið vegna umfjöllunar um Finn – en það er þó líklegt. Svaraði á tímabili ítrekuðum rangfræslum – sem DV setti reyndar fram í „frétt“ – að Alfreð Þorsteinsson hefði „gefið“ Finni Ingólfssyni mælanna.
Þar var einfalt að sýna fram á að Alfreð gat ekki vitað árið 2001 þegar mælar Orkuveitunnar voru úthýstir með útboði – að Finnur Ingólfsson myndi kaupa hlut í Frumherja árið 2008.
Sá tilbúningur DV lifði lengi vel góðu lífi á spjallasvæðum annarra fjölmiðla.
Það er rangt að ég sé flokksbróðir Finns. ‘Eg er ekki í Framsóknarflokknum – sagði mig úr honum 1. des 2010. Veit ekki hvort Finnur er ennþá í flokknum.
Það er ekki ólíklegt að ég aðstoði fleiri fjársterka aðilja – það geri ég eðli málsins vegna sem ráðgjafi – en Finnur er ekki í þeirra hópi.
@Heiða.
DV hefur ekki einkarétt á ýkrum krassandi fyrirsögnum.
Það er rétt hjá þér – Sandkornið er líklega fyrst og fremst varnarviðbragð DV – sem getur ekki hrakið þá staðreynd að blaðið stundar ófagleg vinnubrögð í „fréttaskýringum“ sínum.
Með Sandkorninu er reynt að koma því inn hjá lesendum að athugasemdir mínar við óheiðarleg vinnubrögð blaðsins oft og tíðum byggist á annarlegum forsendum. Sem þær gera ekki – heldur fer óheiðarleg blaðamennska í taugarnar á mér.
Rosaleg viðkvæmni og drami er þetta Hallur.
„DV hefndin“, það munar ekki um það.
Staðreyndin er að DV er að skrifa um mál sem aðrir fjölmiðlar þegja yfir.
Sem almennur borgari fagna ég því.
Sæl Jenny. Reynir er bera í því aðpönkast og hefur viðukennt það á upptöku. Flottur blaðamaður?
Hallur,
Hugsarðu aldrei um trúverðugleika ÞINN.
Er allt til sölu?
@Jenný.
Auðvitað á DV að skrifa um mál sem aðrir fjölmiðlar þegja yfir. Þó nú væri.
En það er lágmarkskrafa að það sé gert á faglegan og heiðarlegan hátt.
Það gerir DV því miður oft ekki.
Bendi þér á að lesa pistil minn frá því í mars: “Jákvæð hlið DV”
http://blog.eyjan.is/hallurm/2011/03/28/jakvaed-hlid-dv/
@einsi
Ég sel þjónustu mína sem ráðgjafi en ég sel ekki sannfæringu mína. Ég læt heldur ekki skoðanakúga mig.
Reyni því að hafa eftirfarandi að leiðarljósi:
„Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun.“
Það er athyglisvert að DV hefur ALDREI getað hrakið athugasemdir mínar – eðilega ekki.
Það er alltaf jafn athyglisvert hverjir það eru sem eru að agnúast út í DV. Að mínu mati er DV eini fjölmiðillinn á Íslandi sem þorir og ef við hefðum ekki DV væri ekkert fjallað um glæpi hrunsins.
Sæll Hallur. DV og dv.is eru fjölmiðlar sem reyna að græða peninga á því að höfða til lægstu hvata mannlegs eðlis, öfund og illmælgi í garð náungans. þetta blað og vefsíða þess er hreint út sagt ógeðslegt.
Svo er einhver hópur fólks sem er svo illa komið á sálinni að það baðar sig í drullupollum blaðsins sem aldrei fyrr og tekur upp hanskann fyrir fjölmiðilinn ef einhver verður til að gagnrýna blaðið. Ónefndir eru svo þeir bloggarar sem þar skrifa reglulega en nokkrir þeirra eru óvenju rætið fólk og illkvittið sem telur alla aðra en það sjálft vera siðlaust fólk og þjófa og stimplar annað fólk gjarnan sem gjörspillt. Svo löskuð er sjálfsvitund þessara bloggara að einn þeirra sem m.a. gefur komment hér að ofan á skrif þín var á sínum tíma staðin að misferli með peninga. Á amx.is er birt mynd af gamalli frétt um konu sem var rekin úr störfum fyrir kvennaatkvarfið fyrir að taka til eigin nota peninga kvennaatkvarfsins en sagðist hafa tekið þá að láni, verðmætið mundi skipta milljónum í dag. Sama kona lánaði skv. fréttinni kærasta sínum tékkhefti kvennaatkvarfsins til eigin nota. Nú er mér sagt að kona þessi sitji heima „á bótum“ greiddum af skattgreiðendum og skrifar daglega pistla um hvað allt og allir séu spilltir. Þessi kona er daglega að skrifa pistla á dv.is um hvað allt og allir aðrir séu gjörspilltir. Það er svona lið Hallur sem dregst að DV, ekki lið til að taka minnsta mark á.
Ætlarðu að láta þessa viðurstyggilega innrættu nöfnu mína komast upp með að hafa svona viðbjóð inni á síðunni þinni Hallur?
Sjáðu nú sóma þinn í að eyða þessum óþverra út
Hallur,
Hvenær talar ráðgjafinn og hvenær talar persónan Hallur?
Í því samhengi vaknar spurningin um trúverðugleikann.
@ heiða B Heiðars. Segðu mér nafna hver er þessi „viðbjóður“ sem þú kallar svo ? Er „viðbjóðurinn“ e.t.v. sannleikurinn sem ykkur þessum sem alltaf eruð gagnrýnandi allt og alla sárnar svo ? Eða er viðbjóðurinn sá að ég nefndi gamla frétt sem finna má á amx.is og segir frá sjálftöku ákveðins bloggara á fé frá kvennaatkvarfinu hér á árum áður. Ef sú frétt um konuna sem bloggar hvað mest um meinta spillingu annarra er röng Heiða B Heiðars þá ætti viðkomandi bloggari að vera búin að stíga fram og afneita fréttinni. Hver er „viðbjóðurinn“ nákvæmlega Heiða B Heiðars þú sem kallar hall „sultu“ ?
DV er sérstaklega í nöp við suma, en ekki alla.
Dæmi: DV gerir ítarlega úttektir á sumum útrásarvíkingum, en ekki öllum.
T.d. sleppa Jón Ásgeir og félagar alltaf vel úr grjótmulningsvél DV.
DV er sérstaklega í nöp við Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn og leggur sig í líma við að skrifa óhróður um valda flokksmenn þessara flokka og leggja þá í einelti.
Aftur á móti sleppa núverandi stjórnarflokkar algjörlega við óhórðursvél DV, sem og ríkisstjórnin yfirleitt, þráttu fyrir að hér sé ein aumusta ríkistjórn frá upphafi, sem þar að auki brýtur flest lög og stjórnarskrána þar með talið.
Af hverju sleppa stjórnarflokkarnir og ríkisstjórnin frá óhróðursvél DV?
Kannski að þeir feðgar Reynir og Jón Trausti geti upplýst lesenur um þetta?
Og afhverju hundelta þeir nafngreinda flokksmenn Sjálfstlæðis- og Framsóknarflokks og svína þá til með óhróðri?
Afhverju stafar þetta Davíðs-hatur hjá DV?
Með svona vinnubrögðum DV er varla hægt að segja að DV sé frjálst og óháð, enda er það móðgun við alla þá sem eru frjálsir og óháðir að segja að DV sé frjálst og óháð.
@Heiða B.
Ég hef ekki og mun ekki eyða ummælum á athugasemdasíðu minni. Ég stunda ekki ritskoðun – en treysit þvi að fólk standi fyrir máli sínu.
Ég segi bara eins og Indrigði G. gerði hjá rannsóknarlögreglunni hér um árið í aðdraganda þess að ríkissaksóknari sótti mig til saka fyrir meiðyrði á grundvelli þáveranda 108.gr, hegningalaga „meiðandi ummæli um opinberran starfsmann, þó sönn reynist …“
„Ég er varðhundur málfrelsisins“.
@einsi
Ráðgjafinn skilar skýrslu til þess sem hann vinnur fyrir. Ef sú ráðgjöf birtist opinberlega þá er það verkkaupa að ákveða það.
Persónan Hallur talar á opinberum vettvangi.
Ef skjólstæðingur minn óskar eftir því að ég tjái mig um hans málefni opinberlega þá mun það koma skýrt fram að það sé á þeim forsendum.
Þannig að það er alveg klárt hvenær ráðgjafinn talar og hvenær persónan Hallur tlar.
@Heiða
Ég er bara þeirrar skoðunnar að fólk sem ekki getur sýnt fram á sannleiksgildi orða sinna eigi að sleppa því að glæpavæða nafngreint fólk
AMX er varla næg heimild til þess
Væri reyndar smart ef þú drullaðist til þess að skrifa undir fullu nafni gungan þín. Þá gætu kannski þær konur sem nú liggja undir ámæli þínu svarað fyrir sig… og ég og aðrir myndum vita hvaða „Heiða“ það er sem er svona mikill skíthæll
@Heiða B.
Þú ert semsagt sammála mér í gagnrýni minni á DV í þeim fjömörgu tilfellum þar sem blaðið getur ekki sýnt fram á sannleiksgildi orða sinna?
@ Heiða B Heiðars. HALLÓ, HALLÓ get ég ekki sýnt fram á sannleiksgildi þeirrar fréttar sem ég sagði frá að amx.is hafi greint frá. Þú hefur ekki nafna mín nennt sjálf að fletta upp á amx.is og lesa fréttina undir liðnum “ Fuglakvísl“. Þar er m.a. mynd úr dagblaði af frétt með mynd af viðkomandi konu ásamt þeim ávirðingum sem hún var sökuð um, „láninu“ svonefnda og tékkheftinu sem kærastinn skrifaði út úr. Í frétt viðkomandi blaðs er greint frá því að uppgötgvast hafi að umrædd kona hafi tekið sér “ að láni“ stórar fjárhæðir frá Kvennaatkvarfinu. Reyndu nú Heiða B. Heiðars að aulast til að fletta þessu upp áður en þú sakar mig um að fara með fleipur. Þú sérð þá líka Heiða B Heiðars í hverskonar félgsskap þú ert sem bloggari á dv.is. Það segir sitt um persónuleika þeirra sem blogg á dv.is að þeir hafi geð í sér til að vera í hópi með bloggara eins og þeirri konu er hér hefur verið gerð að umtalsefni og lesa má um á amx.is. Nánast daglega skrifar umrædd kona blogg sem er eintómar ásakanir á nafngreinda einstaklinga um ímyndaða spillingu, spillingu og meiri ímyndaða spillingu. Bloggarinn sjálf er á hinn bóginn með það á bakinu að hafa „fengið lánað peninga“ í heimildarleysi og það frá fátækum samtökum eins og Kvennaatkvarfinu. Það er undarlegur heimur þessara bloggara á dv.is sem sjá skít og spillingu hjá flestum öðrum en pakka svo sameiginlega í vörn þegar dregið er fram að einhver úr hópnum hafi orðið uppvís að ósiðlegu athæfi. Kvennaatkvarfið er mjög virðingarvert framtak kvenna sem leggja mikið á sig til að geta tryggt öðrum konum öryggi. Ef eitthvað er „viðbjóður“ eins og Heiða B Heiðars kallar það þá er það að bregðast trausti þessara kvenna með þeim hætti sem umrædd kona gerði. Ætlar Heiða B Heiðars að taka að sér að verja og réttlæta umrædda misnotkun? Ef ekki þá skil ég ekki viðbrögð hennar við að þetta sé rifjað upp.
Nei Hallur og ástæðan fyrir því að orð þin í þessum endalausu bloggsíðum sem þú markaðssetur eins og þær séu að fara úr tísku er einfaldlega sú að það eltist enginn á DV við svona kvabb
En þetta er ekkert mál, menn eins og Hraðbrautarskólastjórinn og ökurgerðis-sjálftökumaðurinn sögðu líka að fréttir DV af subbuskap þeirra gæti DV ekki sýnt fram á sannleiksgildið
Það gilda sömu reglur um þig og aðra, td Ástþór Magnússon. Tímanum er ekki eytt í að hlaupa á eftir rakalausu áburði
Ef þú vilt svör, reyndu þá amk að vera málefnalegur.
og „Heiða“ ég held mig í félagsskapnum á DV og þú vísar í AMX eins og heilagan sannleika. Mér finnst það góð skipting
@Heiða B.
Hvað hljóp eiginlega í þig?
Þú lætur eins og DV sé hafið yfir gagnrýni vegna þess að stundum hafi blaðið rétt fyrir sér?
Vinsamlega bentu mér á það hvar ég hef sett fram rakalausan áburð?
Vinsamlega bentu mér á hvað ég hef ekki verið málaefnalegur?
Nei, DV er ekki hafið yfir gagnrýni. Það eru meira að segja slatti af hlutum sem ég vildi sjá öðruvísi þar.
Heimildir DV fyrir þeim fréttum sem eru birtar eru mun betri en þau rök sem þú færir fram.
Ég skora á þig að hafa samband við annan hvorn ritstjórann á morgun.
Ef þú hefur heimildir sem stangast á við þær sem fyrir eru þá trúi ég því að ég vinni á vinnustað þar sem það verður tekið mark á þér
En að tala um rakalausar fréttir í bloggfærslu þegar heimildir blaðamanna segja allt annað er eins og hvert annað prump frá Ástþóri Magnússyni
(sorry Ástþór ef þú ert að lesa. En þetta er bara mín skoðun á þér – og ég sé það ekki breytast þó þú sendir mér hundrað email um vinnustaðinn minn)
Ég verð að taka undir með Halli og Heiðu, að DV er mikið fyrir að óþverast í vissu fólki og leggur þetta fólk í rauninni í einelti með óþveraskap sínum.
Í mínum huga er DV ekki dagblað eða fréttamiðill, heldur eitursmiðja.
Sem slíkt eitrar DV út frá sér og höfðar til lægstu hvata hjá fólki, sem eru; öfund, illska og hatur.
Þess vegna kaupi ég aldrei DV. Það er nóg að sjá forsíðu DV og þá verður manni óglatt.
„Það er nóg að sjá forsíðu DV… “
Einmitt. Og þú lest líklega bara innihaldslýsingar á umbúðum og dæmir hvort þig langar að éta 🙂
Úff… svona hásætisdómarar sem geta ekki einu sinni haft vit á því að þykjast vita hvað þeir eru að dæma.
@ Heiða B.
Það er sorglegt að þú sem sérð svo oft réttmætar flísar í augum annarra sért með bjálka í þínum eigin DV augum.
En það verður að vera svo.
Þá finnst mér með ólíkindum að þú – sem ég hélt að berðist meðal annars fyrir málfrelsi og gegn skoðanakúgun – skulir fara fram á að ég eyði ummælum vegna þess að þú ert þeim ósammála og teljir þau ósmekkleg.
Andaðu nú aðeins með nefinu og hugsaðu um hvað þú ert raunverulega að segja með þessu – og í hvað átt þú stefnir. Ég er ekki viss um að þú verðir í hjarta þínu sátt við það.
@ Heiða B Heiðars færsla 22. Þar lá hundurinn grafinn í færslu 22 kemur fram sem ég ekki vissi að Heiða B Heiðars vinnur sjálf á DV og er þannig hluti af þeirri soraveröld sem það fólk allt saman lifir og hrærist í.
Komið hefur fram að útgáfufélag DV skuldar tugi milljóna þ.m.t. opinber gjöld til samfélagsins á sama tíma og blaðið heldur áfram að pönkast á öðrum og væna um svik og pretti. Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig fólki eins og blaðamönnum á DV sem gera út á að valda öðru fólki og fjölskyldum þess óhamingju og vanlíðan, líði sjálfu á sálinni eftir vinnudaginn ? Svo fer þetta fólk með launin sín og kaupir jólagjafir fyrir börnin sín fyrir peninga sem fengnir eru með því að skapa vanlíðan og óhamingju hjá öðru fólki. Er munur á slíku fólki og vopnasölum ?
Þetta er dapurlegasta blogg sem ég hef séð. Tek fram að ég starfa ekki hjá DV og hef engra hagsmuna að gæta.
Hallur við þekkjumst vel hér í gegnum fb – og höfum oft skipst á skoðunum – og erum oft ánægð með færslur hvors annars þegar við erum að ,,monta“ okkur af börnum okkar.
En okkur greinir oftar á – en höfum þó ekki slitið vináttu þar. Við megum nefnilega hafa sitt hvora skoðunina.
Það sem ég vildi segja – er að sem betur fer er til fjölmiðlill sem tekur á því sem setti líf barna okkar allra í hættu – hruni og gerendum.
Vildi segja við þig kæri Hallur – það að vera fátækur á veraldlegan máta – gerir mann ekki endilega fátækan í virðingu.
Til þess að halda minni virðingu fyrir sjálfri mér og börnum mínum – þá myndi ég aldrei, aldrei selja sálu mína í ráðgjöf handa einhverjum viðskiptavina þinna svo sem Engilbert Runólfssyni – sem lengst af hefur búið í undirheimum og notað mjög ljótar aðferðir til að komast yfir eignir. Þær upplýsingar hafa verið opnar í öllum fjölmiðlum.
Til Heiðu – Það fer ekki á milli mála að þú ert reið – það er vont að vera á þeim stað. Þekki það af eigin reynslu. En áður en þú klárar að hella úr skálum reiði þinnar – þá langar mig að segja þér að AMX birtir svo sannarlega frétt í Fuglahvísli sem við sem eldri erum munum alveg eftir. Ég fylgdist með störfum Kvenna-athvarfs frá upphafi. Bloggarinn sem þú talar um er reyndar nafna mín Jenný Anna – en nafn mitt Alma Jenný. – Málið er að Fuglahvísl AMX ákveður að segja einungis frá upphafi máls en ekki hvernig því lyktaði. Það var líka í öllum fjölmiðlum. Jenný Anna sjálf kom fram og skýrði frá því að hún harmaði þennan gjörning sinn sárlega – greiddi skuld. Hún lýsti því að hún hefði farið í áfengismeðferð – hefði átt þar við erfiðan sjúkdóm að ræða – sjúkdóm sem fer víst ekki í manngreiningarálit – hún lýsti því hversu mjög hún harmaði hvers lags manneskja hún hafi verið orðin – og vildi svo sannarlega breyta því og verða hún sjálf aftur – og síðan hef ég fylgst með þessari konu þessari hetju – og svo sannarlega er hún þar til eftirbreytni !
Það er stórmennskulegt að viðurkenna brest – takast á við hann með því að hætta næra fíkn í áfengi og stuðla að betra samfélagi á allan máta.
Þú leggur að jöfnu katastrófu þessa lands – þar sem framtíðarhorfur barna okkar eru svo hrikalega skertar – að annað eins hefur ekki átt sér stað hér á landi – við þessa konu – og hugleiddu stærð sjóðs hjá Kvenna-athvarfi sem bjó við enn meiri sult þá en nú og – 10 ára landsframleiðslu sem hvarf úr hagkerfi okkar.
Að lokum vil ég nefna að það var verið að sýkna DV af málsókn eins af útrásarvíkinum gegn þeim. Þar var um skjöl sem voru birt – réttar heimildir – um stórkostlega upptöku gjaldeyris í landinu okkar.
Heiða þú hefur mikinn kraft – notaðu hann einmitt í baráttu við fjármálastofnanir þessa lands – allar sem eina til þess að leiðrétta til heimila það sem þeim ber. Bankarnir fengu lánin með 45% afslætti – en skila því ekki til einstaklinga – mæðra.
Við þig Hallur – þá ertu greinilega í mikilli baráttu og skyrrist ekki við að moka skít yfir samverkamenn þína – blaðamenn.
Það er dapurt. En ekki bara DV vann í gær stóran áfangasigur í dómsmáli – heldur þjóðin öll – með frjálsri fjölmiðlun – og það skulum við virða alls staðar. Ætla ekki hér í skítkast um aðra fjölmiðla – ljósvakamiðla eða prentmiðla.
En sætur er sigur hvers her?
@ Alma Jenný Guðmundsdóttir. Þakka heiðarlegt svar þitt sem skrifað er af yfirvegun og jafnvægi. Það er gott að umrædd kona þ.e. umræddur bloggari á DV.is skuli hafa náð að læknast af þeim djöfli sem þú segir að hún hafi þurft að dragast með. Það er líka gott ef rétt er að hún hafi endurgreitt Kvennaatkvarfinu það sem hún tók “ að láni“ . Það er auðvitað mjög óheiðarlegt að taka fé að láni með þessum hætti mér finnst meiga nota orðið „andstyggilegt“ um verknaðinn þegar góðgerðarsamtök eins og Kvennaatkvarfið eiga í hlut. E.t.v. tók þingmaðurinn ÁJ líka “ að láni“ á sínum tíma en honum var ekki sleppt með leyfi til að segja upp sjálfur hann hlaut dóm. Þessi forsaga umræddrar konu hversu ljót sem hún nú virðist vera er ekki aðalatriðið heldur hitt, að mér finnst að fólk með slíka fortíð ætti ekki að vera að hrópa um siðleysi annars fólks. Umræddur bloggari fer ekki mjúkum orðum um nafntogaða einstaklinga sem ekkert hafa unnið til saka annað en vera efnaðir einstaklingar ( að því er manni skilst ). Það er margt ljótt sagt á þessum ömurlega fjölmiðli DV og dv.is en miðað við hvernig þú skrifar svar þitt af jafnvægi og festu ætla ég að við getum verið sammála um að það á ekki að úthrópa fólk sem glæpamenn og siðspillta einstaklinga meðan dómur liggur ekki fyrir um neitt brot.
Við skulum heldur ekki gleyma því að hér varð tvennskonar kreppa, bankakreppa og gjaldmiðilskreppa. Ég held ekki að almenningur í þessu landi hafi tepað miklu á bankakreppunni sem slíkri ( nema þeir sem áttu hklutabréf í bönkunum og svo óbeint gegn um lífeyriskerfið ) en gjaldmiðlakreppan sem við töpuðum öll á var til komin vegna þeirrar stefnu í peningamálum sem stjórnvöld mörkuðu í því augamiði að halda niðri verðbógu. Sú leið gekk ekki upp og krónan féll harkalega en ég held að hvorug okkar hafi stigið fram og kvartað yfir því að krónan væri allt of há á sínum tíma við bara nutum öflugs kaupmáttar krónunnar og steinþögðum.
Til Heiðu B. Heiðars.
Af því að þú starfar á DV, getur þú upplýst eftirfarandi:
1. Af hverju er DV og þeim sem þar starfar svona í nöp við Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn?
2. Af hverju gagnrýnir DV aldrei ríkisstjórnina né ríkisstjórnarflokkana fyrir allt það slæma sem þau gera?
3. Af hverju hatar DV Davíð Oddsson og hvað hefur hann gert ykkur?
PS: Sem Sjálfstæðismaður kaupi ég aldrei DV né les það af sömu ástæðu og það vinstrisinnaða fólk og það fólk sem telur sjálft sig vera „réttsýnt“, kaupir né les aldrei Morgunblaðið, sérstaklega eftir að Davíð varð ristjóri.
Ég hvet þig Hallur til þess að taka þessa færslu út – hún er orðin meiðandi fyrir allt og alla.
Heiða – umræddur bloggari var aldrei dæmdur fyrir eitt eða neitt ! Og mál þá eins og nú í offari umræðu.
Það hafa allir rétt á að gagnrýna það sem miður fer – allir.
Hafi manni orðið á, á æskuárum – þá tekur engin frá manni leyfið til að gagnrýna eftir samvisku. það á við um okkur öll – öll.
Meira að segja fá t.d. eigendur og stjórnendur gömlu bankanna að gagnrýna hluti sem þeir halda að betur megi fara.
Það verður einungis til lasts að hafa þessu færslu hér inni.
@ Anna Jenný. Þú meinar Anna Jenný að Hallur eigi að taka út alla gagnrýni á að umrædd kona þ.e. bloggari með sóðalega bletti á svunntunni eigi að fá óáreitt að tala og skrifa um að aðrir séu siðspilltir ? Merkilegt hvað margt fólk sér flísina í augum annarra en ekki bjálkann í eigin auga. Þetta á við um vinkonu þína sóða-bloggaran öðru fólki fremur.