Þriðjudagur 27.09.2011 - 12:18 - 13 ummæli

Málefnalegt Alþingi er möguleiki

Alþingismenn geta breytt þeirri ásýnd sinn að það sé skipað „…hjörð vitleysingja þar sem hver æpir upp í annan og málefnin fjúka út í veður og vind undan hrakviðri slagorðanna.” eins og svo skemmtilega er að orði komist í leiðara DV. 

Fyrst unnt var að breyta vinnubrögðum í borgarstjórn sem virtist algalin á fyrri hluta síðast kjörtímabilsins yfir í fyrirmyndar vinnubrögð í borgarstjóratíð Hönnu Birnu – þar sem meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks náði saman við minnihluta Samfylkingar og VG um heilbrigð samvinnustjórnmál – þá er unnt að breyta vinnubrögðum á Alþingi.

Það er nefnilega rétt sem hinn öflugi og málefnalegi þingmaður Eygló Harðardóttir kemur að í Eyjupistli sínum þegar hún segir:

„Það er ekki nóg að vera bara á móti, til þess að vera á móti. Stjórnarandstaða verður að grundvallast á hugmyndafræði og stefnu, ekki því einu að vilja koma ríkisstjórninni frá völdum. Það er ekkert óeðlilegt við að þingmenn takist á, en þau átök verða að vera málefnaleg. Við eigum öll að bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti, þó okkur greini á um hvernig best sé að tryggja hann. Þjóðin virðist bara ekki trúa því að svo sé.“

En Alþingi hefur ekki  langan tíma. Því þrátt fyrir fyrirmyndar vinnubrögð í borgarstjórn síðari hluta kjörtímabils síðustu borgarstjórnar – þá refsuðu kjósendur í Reykjavík harðlega öllum  þeim flokkum sem þá áttu þar fulltrúa. Framsóknarflokkurinn þurrkaðist út en Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og VG töpuðu miklu fylgi.

Kannske þarf Sjálfstæðisflokkurinn Hönnu Birnu í leiðtogasætið, VG Svandísi Svavars sem átti stóran þátt í velheppnaðri samvinnustefnu Hönnu Birnu í borgarstjórn með því að taka þátt í henni af heilum hug þótt í minnihluta væri, Eygló í leiðtogasæti Framsóknarflokksins og … hmmm … einhvern annan en Jóhönnu í leiðtogasæti Samfylkingar til þess að breyta niðurdrepandi skotgrafapólitík Alþingis.

Því ef þingmenn breyta ekki vinnubrögðum sínum þá er ljóst að þjóðin mun refsa núverandi Alþingismönnum harðlega í næstu Alþingiskosningum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Það hefur komið mér á óvart hversu mikinn heiður Hanna Birna hefur fengið fyrir samvinnu. Ég held að það sé mun frekar minnihlutanum á síðari hluta kjörtímabils Borgarstjórnar að þakka fremur en meirihlutanumþ Það þarf að vísu tvo í tangó – þannig að Hanna Birna fær smá plús í kladdann. En það er miklu erfiðaðara fyrir minnihluta að vinna með meirihluta en öfugt – enda fær meirihlutinn alltaf heiðurinn fyrir góð verk en ekki minnihlutinn.
    Raunverulegur vilji Hönnu Birnu til breyttrar hegðunar kemur best í ljós þegar hún fór í minni hlutann eftir kosningar. Þá hefur hún farið í klassískan stjórnaadstöðugír með Sóley Tómasdóttur. Gera lítið úr öllu sem frá meirihlutanum kemur. Meira að segja þegar borgarstjóri vildi koma aftur á stöðu borgarritara líkt og sjálfstæðisflokkurinn hefur ALLTAF stutt. En nei – Hanna Birna kom með upphrópanir út í loftið bara til að slá keilur.

  • Sammála Magnúsi

    Að láta eins og Hanna Birna sé einhver poster gella fyrir samvinnu stjórnmál miðað við hversu oft málflutningur hennar hefur verið afhjúpaður sem áróðurs skítkast – er fjarstæða

    Hún er er Alpha útgáfa af Stjórnmálamanni 1.0

  • Ha, ha nú er mér skemmt er ekki Hallur orðinn einlægur aðdáandi Eyglóar Harðardóttur já það tekur á sig ýmsar myndir þetta líf. 🙂

  • Hallur Magnússon

    @Magnús og Siggi.

    Þið voruð greinilega ekki að fylgjast með síðari hluta kjörtímabilsins. Frumkvæðið að samvinnustjórnmálunum var alfarið Hönnu Birnu og Framsóknar.

    En það þarf tvo í tangó – og minnihlutinn á heiður skilið fyrir að taka þátt.

    Það var ALLT unnið með þeim formerkjum að það yrði gert í samvinnu við minnihlutann – og Hanna Birna lagði mikla áherslu á það allan tímann sem hún var borgarstjóri. Fannst mörgum nóg um.

    Þið getið talað við hvern sem er í minnihlutanum sem geta staðfest þetta.

    Ekki gleyma að meirihlutinn fékk Svandísi Svavars til að stýra vinnuhóp sem vann atvinnumálatillögur.

    En það þarf nefnilega tvo í tangó. Og þótt Bezti hafi gert Hönnu Birnu að forseta borgarstjórnar – þá sleppti samvinnunni þar. Því miður. Það var ekki Hanna Birna sem hafðpi frumkvæði að því að hætta samvinnunni – það frumkvæði var annars staðar.

    Hanna Birna „fór“ ekki í minnihlutann eftir kosningar. Það var Bezti sem hafnaði breiðri samstjórn og „fór“ í meirihluta með Samfó.

  • Hallur Magnússon

    @Heiða.

    Hún hefur einfaldlega staðið sig lang best af þingmönnum Framsóknar – og ein af fáum á þeim bæ sem getur sagt:

    “Það er ekki nóg að vera bara á móti, til þess að vera á móti. Stjórnarandstaða verður að grundvallast á hugmyndafræði og stefnu, ekki því einu að vilja koma ríkisstjórninni frá völdum. Það er ekkert óeðlilegt við að þingmenn takist á, en þau átök verða að vera málefnaleg. Við eigum öll að bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti, þó okkur greini á um hvernig best sé að tryggja hann. Þjóðin virðist bara ekki trúa því að svo sé.”

    Sumir Framsóknarþingmenn aðrir falla nákvæmlega undir skilgreininguna:

    „… þar sem hver æpir upp í annan og málefnin fjúka út í veður og vind undan hrakviðri slagorðanna.”

    Eins og allt of margir aðrir þingmenn annarra flokka.

  • Nýlega skrifaði bandarískur blaðamaður um að repúblíkanar í stjórnarandstöðu væru miklu ófúsari til samninga en demókratar í sömu stöðu. Þeir vildu ekki aðstoða við neitt, bara ná völdum aftur. Þetta er auðvitað sama aðferðafræði og Davíð Oddsson hefur lýst sem sinni, enda er hún vafalítið þaðan komin. Hanna Birna byrjaði sinn stjórnmálaferil með heilagri vandlætingu, fussi og sveii um pólitíska andstæðinga sína. Hún hefur mikið breyst til batnaðar og sérstaklega á þeim tíma sem hún var borgarstjóri, enda fékk hún ríkulega aðstoð frá gjörvöllum minnihlutanum, ekki bara Svandísi. Hún hefur sjálf ekki verið samvinnuþýð í sama mæli í minnihluta. Þetta sýnir að kenning bandaríska blaðamannsins gildir hérna líka.

    Núverandi stjórnarandstaða er sú lélegasta sem setið hefur frá því land byggðist og það er meðal annars vegna þess að hún vinnur eftir þessari bandarísku möntru. Ef við fengjum málefnalega stjórnarandstöðu, sem hugsaði ekki bara um það eitt að fella ríkisstjórnina, myndi margt lagast. Og þetta allra síðasta á auðvitað við stjórnarandstöðu allra tíma.

  • „Núverandi stjórnarandstaða er sú lélegasta sem setið hefur frá því land byggðist …“
    Þetta á við um stjórnarandstöðuna á Alþingi, ekki í borgarstjórn Reykjavíkur.

  • Hallur Magnússon

    @Benedikt.

    Það er rétt að það var ekki bara Svandís – heldur aðrir borgarfulltrúar og nefndarfólk VG og Samfó.

    … en Svandís er á þingi – þannig ég tiltek hana sérstaklega.

    Sammála þér með:

    „Ef við fengjum málefnalega stjórnarandstöðu, sem hugsaði ekki bara um það eitt að fella ríkisstjórnina, myndi margt lagast. Og þetta allra síðasta á auðvitað við stjórnarandstöðu allra tíma.“

  • Sæll Hallur
    er Egill að búa til stjórnmálamann úr þér ? Svona verður lístinn
    1 Laddi eða Gnarr
    2 Guðmundur Steingríms
    3 Edda Björgvinns
    4 G-Vald
    5 Einar Skúla
    6 Hallur Magg
    7 Bryndís Guðlaugs
    8 Sigurjón Súfari
    9 Friðrik á Skaganum
    10 Pétur Gunnars
    11 Gestur Guðjóns
    12 Anna Margert

  • Það er rétt eins og við báðir segjum það þarf tvo í tangó. Hanna Birna fær plús í kladdan fyrir að bjóða samvinnu – en munum að það var allt í rúst þá. Sjálfstæðisflokkurinn nýstaðinn upp úr einhverri ljótustu fléttu stjórnmálanna þegar flokkurinn narraði Ólaf F til samstarfs. Allir sem þekkja til þess máls vita að það var sérstaklega ljótur leikur – bæði persónulega og pólitískt.
    Ég hins vegar ekki sammála þér að það sé mikið við Besta að sakast – strax frá upphafi var ljóst að minnihlutinn var kominn í gamla gírinn þegar honum var ljóst að hann væri ekki í meirihluta. Þau hafa skotið skítabombum stöðugt og besti hefur langoftast þagað og ekki tekið slaginn. Það hefur farið óhemju í taugarnar á Sóley og Hönnu Birnu.
    En varðandi Eygló – þá er ég sammála þér. Hún er ein örfárra þingmanna í minnihluta sem hafa sýnt einhvern þroska. Meirhlutinn á þingi er lítt skárri – þar eru upphrópanir og skot næstum jafn slæm og hjá minnihlutanum (dæmi – Björn Valur).

  • Hallur Magnússon

    @ Gormar45

    Ef þú ert að vísa til Silfur Egils – þá get ég ekki séð að Egill kallinn sé að búa meiriu stjórnmálamann úr mér en þegar ég var ítrekað í Silfrinu meðan ég var í Framsókn.

    En góð hugmynd þetta með framboðslistann!

    Lítur svo mikið betur út en þingflokkur Framsóknar í dag – þótt þar sé enn fullt af flottu fólki – svona eins og Eygló, Birkir Jón, Höskuldur og Siv.

  • Hallur Magnússon

    @ Gormar45

    Hvernig verður xB listinn?

    1. Guðmundur Gíslason kjötsali KS gagnvart Bónus og guðfaðir Vigdísar Hauksdóttir í pólitík.

    2. Magnús Árni Skúlason „Indefence“ fyrrverandi Seðlabankaráðsmaður

    3. „Heiða“

    4. Ólafur Ólafsson Samskip ofl.

    5. Skúli Sveinsson frkstj. Tímans.is – BA lögfræði og formaður laganefndar Framsóknarflokksins eftir að Gísla Tryggvasyni var bolað úr því embætti (hvorutveggja í boði flokksforystunnar

    6. Benedikt Sigurðason fyrrverandi aðstoðarmaður formanns Framsóknarflokksins (eða gekk hann kannske aldrei í flokkinn) og núverandi talsmaður lyfjaiðnaðarins á Íslandi

    7. Arnþrúður Karlsdóttir

    8. Ólafur Elíasson tónlistarmaður – „Indefence“

    9. Sigurður Hannesson frændi SDG – frkstj. Júpíters verðbréfasjóða – „Indefence“ arftaki GVald sem formaður málefnanefndar Framsóknar.

    10. Dr. Arnar Bjarnason fyrrv. forstjóri Reykjavík Capital og fulltrúi Framsóknar í stjórn Landsvirkjunnar

    11. Guðni Ágústsson lobbísti á feitum eftirlaunum frá ríkinu

    12. Vigdís Hauksdóttir héraðsdómslögmaður og hugmyndafræðingur Nýframsóknar.

  • sæll Hallur mikið er ég ánægðu með að við erum báðir stuðningmenn Eyglóar og sjáum hana fyrir okkur í ráðherrastól næstu ríkisstjónar framsóknar og Sjalla sem mun taka völdinn 2013 og strafa í 8-12 ár með Sigmund Davíð sem forsetisráðherra.
    ég skora á þig að ganga í framsókn aftur það vantar alltaf góða kosningastjóra
    Eygló í varaformannin

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur