Miðvikudagur 28.09.2011 - 21:51 - 13 ummæli

1% vill hætta við umsókn!

Það styttist í tímamót í margra vikna baráttu andstæðinga aðildarviðræðna Íslands að Evrópusambandinu. Á næstu dögum mun 1% múrinn væntanlega falla á Facebook!

Ég leit inn á Facebook síðuna „Ég vil draga ESB umsóknina til baka“. Þar hafa 3.176 eða 0,997325% þjóðarinnar sett „like“ á þessa andófssíðu gegn aðildarviðræðum.

Þótt ég sé baráttumaður þess að ljúka aðildarviðræðum að ESB – og að þjóðin taki afstöðu til niðurstöðunnar í þjóðaratkvæðagreiðslu – þá hvet ég bjölluatsliðið sem vill draga umsóknina til baka til að sýna vilja sinn í verki og smella á „like“ svo 1% múrinn falli.

Slóðin er hér: http://www.facebook.com/ekkiesb

VIÐBÓT:

Þar sem í athugasemdakerfi mínu er gefið í skyn að ekkert sé að marka faccebook undirskriftarlista – þá vil ég taka fram eftirfarandi:

Þrátt fyrir auglýsingaherferð samtaka sem kalla sig skynsemi.is – og greinaskrif áhrifamanna eins og Guðna Ágústssonar – þá hafa einungis 6.159 skrifað undir áskorunina hjá skynsemi.is:

„Við skorum á Alþingi að leggja til hliðar
aðildarumsókn að Evrópusambandinu.“
 
Það mun vera innan við 2% þjóðarinnar.
 
Reyndar segir einnig á skynsemi.is : Til að gæta nafnleyndar er ekki gerð athugasemd við tvískráningar en þeim er þó eytt reglulega. IP tölur eru skráðar svo unnt sé að koma í veg fyrir misnotkun.

Þetta þýðir á íslensku að það eru ekki einu sinni víst að 6.159 sem hafi skrifað undir áksorunina. Væntanlega hafa einhverjir skrifað tvisvar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Tryggvi Tryggvason

    Til samanburðar eru 86 meðlimir á síðunni „ég vil þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB“ sem eru 0,027% þjóðarinnar og 164 á síðunni „Göngum í Evrópusambandið“ sem eru 0,05% þjóðarinnar.

    Af mörgum lélegum tilraunum ykkar aðildarsinna til að réttlæta vondan málstað er þetta sennilega sú lélegasta.

  • Guðmundur 2. Gunnarsson

    Óska síðuhaldar sérstaklega fyrir aulaskapinn.. (O:

  • Hallur Magnússon

    @Tryggvi.

    Þannig að það sé á hreinu þá er ég þeirrar skoðunar að það eigi að klára aðildarviðræður að Evrópusambandinu og að þjóðin taki síðan afstöðu til niðurstöðunnar.

    Það er mjög góður málstaður – en ég veit að þið treystið ekki þjóðinni til að taka afstöðu.

    Þannig það sé á hreinu – enn einu sinni – að ég hef ekki tekið afstöðu til þess hvort Ísland eigi að ganga í ESB eða ekki. Enda hef ég ekki forsendur til þess fyrr en ég sé aðildarsamning.

    Þannig að það er oftúlkun að kalla mig aðildarsinna.

    En aðeins með facebook síðurnar – það hefur ekki verið herferð með milljóna auglýsingum að skrifa undir áskorun um að skirfa undir „Göngum í Evrópusambandið“.

    En það hafa hins vegar verið í gangi heilsíðuauglýsingar um að skrifa undir áskorun um “Ég vil draga ESB umsóknina til baka”. Mér finnst árangur frekar klénn – og vildi því leggja ykkur lið!

  • Tryggvi Tryggvason

    Gott að heyra Hallur að þú ert ekki aðildarsinni, ég biðst forláts á þeim misskilningi. Punkturinn er að þáttaka í einhverjum facebook síðum er ekki marktækur mælikvarði á afstöðu þjóðarinnar. Ekki hef ég orðið var við milljónaauglýsingar í tengslum við þessa tilteknu facebook síðu og væri áhugavert ef þú gætir vísað á á miklu auglýsingaherferð. Eitt er víst að stuðningur þjóðarinnar við þessa umsókn er í best falli hæpin og benda skoðanakannanir bæði Capacent og MMR til þess að meirihlutinn vilji draga hana til baka. Aðeins Fréttablaðinu tekst að mæla meirihlutastuðning við umsókn en þeim tókst líka að mæla yfirburðar fylgi við Icesave svo það er rétt að taka það með fyrirvara.

  • Varðandi athugasemd þína, Hallur, um að þú hafir ekki forsendur til að taka afstöðu til spurningarinnar um aðild Íslands að ESB tel ég að það sé reyndar vel hægt að taka ígrundaða og málefnalega afstöðu til málsins án þess að aðildarsamningur liggi fyrir. Það er því alls ekki forsenda að klára aðlögunarferlið. Meginlínurnar eru ágætlega skýrar.

    Þetta minnir örlítið á ummæli Nancy Pelosi um óskylt mál:
    „We Have to Pass the Bill So That You Can Find Out What Is In It“. 🙂

  • Og yfir 7.000 vilja fella niður bann á notkun kannabis.

  • Aðlögunarferli, ekki aðildarsamningviðræður.

    Hættu að ljúga, Hallur. Þú veist betur.

  • Hallur Magnússon

    @ Tryggvi

    Það er undarlegt að þú hafir ekki séð heilsíðuauglýsingar „skynsemi.is“. Þar er hvatt til að landsmenn undirriti eftirfarandi yfirlýsingu:

    „Við skorum á Alþingi að leggja til hliðar
    aðildarumsókn að Evrópusambandinu.“

    Þá hafa málsmetandi menn eins og Guðni Ágústsson skrifar greinar til að hvetja menn til undirskriftar.

    En ég var að tékka – aðeins 6159 manns hafa undirritað þá yfirlæýsingu á skynsemi.is – eða 1,9% þjóðarinnar.

    Fyrirgefðu en ég sé ekki mikinn mun á þeirri síðu eða facebook síðunni. Almenningur vill greinilega undir hvoruga yfirlýsinguna skrifa.

    Enda vill 2/3 þjóðarinnar – þmt. formaður VG – ekki draga aðildarumsókn til baka.

  • Alveg ótengt þessum pælingum.

    Geturu sagt mér ca. fimm atriði sem koma í ljós í títtræddum samningspakka sem snerta venjulegan launamann í þéttbýli ?

  • Hallur Magnússon

    @Barði

    Stöðuleikasamningur við Seðlabanka Evrópu mun draga úr gengisveiflum og
    tyggja stöðugt gengi.

    Stöðugra gengi dregur úr gengisáhættu og eykur líkurnar á samkeppni t.d. á
    trygginga og bankamarkaði.

    Samkeppni á bankamarkaði mun draga úr vaxtamun og lækka fjármagnskostnað.

    Ef krónan er bundin við Evru eins og reglan er í stöðuleikasamningum við
    ECB fer krónan frá því að vera ein af svo kölluðum hávaxtamyntum í það að
    vera tengd Evru.

    Lægri fjármagnskostnaður fyrirtækja skilar sér á endanum í verðlag.

    Lægri fjármagnskostnaður heimilia skilar sér í auknum kaupmætti.

    Fiskútflytjendur eiga sölusamtök erlendis í dag sem ákveða skilaverð til
    Íslands og þar með til sjómanna og svo er hagnaðurinn tekinn út erlendis í
    alvöru gjaldmiðli. Ef krónan er orðin fasttengd við Evru og það er alvöru
    Seðlabanki sem styður við gengið ætti það að auka líkurnar á að
    hagnaðurinn verði tekinn út á Íslandi. Það mun þýða hærra gengi krónu,
    lægri erlendar skuldir, lægri verðbólgu og meiri kaupmátt.

    Ofurtollar á landbúnaðarvörur falla niður.

    Vörugjöld á fjölda vöruflokka falla niður.

    Tollafgreiðsla á vörur frá Evrópu fellur niður og kostnaður innflytjenda
    lækkar sem ætti að skila sér beint í verðlag.

    Svona bara af handahófi!

  • Þakka

  • Stefnir Húni

    @ Hallur.

    1. Efa það miðað við hvað ECB er búið að prenta mikið af evrum. (við erum svo sem ekkert betri)

    2. Að 2 lönd séu með sama gjaldeyri þýðir ekki að þau séu með sömu vexti, ef þú ert með frjálsa fjármagns flutninga þá mun dælast tímabundið mikið fjármagn frá lá vaxtalöndum til há vaxtalanda og það heldur uppi genginu og bankar og einstaklingar sjá gróða en um leið og fólk fer að taka út gróðann hrynur hagkerfið og þú færð mjög háa vexti t.d. 20% vexti á grikklandi samt sami gjaldeyrir. (vextir stjórnast af supply and demand og allar tilraunir til að stjórna þeim handvirt virka ekki)

    3. Vandarmál krónunar er prentun seðlabankans ekki að hún sé króna t.d. við segjum seðlabankanum að verðhjöðnun sé það versta í heimi þannig hvað gerir hann þegar gengið styrkist, þegar meira af pening flæðir inn í landið, hann prentar. Og hvað gerist þá? leið og peningarnir flæða til baka þá fáum við verbólgu skot eða svo kallaða snögghemlun (keynesiskir hagfræðingar tala um þetta eins og eitthvað yfirnáttúrulegt fyrirbæri)

    4. Þetta með tollana og vörugjöld er bara fáránlegt, ekki að segja að það sé ekki satt heldur höfum við möguleikan að taka þetta allt af núna. Ef við erum í ESB þá mun íslensk löggjöf lúta lægra haldi og þannig við höfum ekki val. Ég tel að það sé betra að afnema tollana en ég vil hafa val um það.

    5. Já við eigum við mikinn vanda að stríða og stjórnmála menn eru ekki að hjálpa til. Vinstristjórnin er að kæfa allt atvinnulíf en sjálfstæðisflokkurinn var ekkert betri. Í tíma XD þá prentuðum við allt of mikið af pening, innleiddum klikkaða bankalöggjöf í gegnum EES, stjórnsýslan þandist út og bankarnir komust í allt of lága vexti útaf frjálsu flæði fjármagns. En ég held að láta fólkið í Brussel fá völd yfir íslandi sé eingin lausn á okkar vanda þú sérð nú hvaða bobba þeir eru komnir í.

    Með fullri virðingu Stefnir Húni

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur