Laugardagur 01.10.2011 - 20:15 - 7 ummæli

Ekki benda á mig!

Það var tragikómískt að sjá leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðu í sjúklegri afneitun þar sem allir túlkuðu kröftug  mótmæli þjóðarinnar sem ádeilu á alla aðra en sjálfa sig. Þjóðin er að gagnrýna slaka ríkisstjórn og slaka stjórnarandstöðu. Þjóðin er að gefa ríkisstjórn og Alþingi ÖLLU gula spjaldið.

Þetta sjálfhverfa lið fattar ekki hvað er í gangi.

Því miður.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Æ Hallur, heldur þú að einhverjum öðrum hefði tekist betur til við að hreinsa upp eftir hrunið? Ég vorkenni þessu fólki að þurfa að standa í þessu. Þegar rykið fellur munu þau fá betri einkunn.

  • Hallur Magnússon

    „… hreinsa til eftir hrunið“. Hvar hefur verið „… hreinsað til eftir hrunið“?

  • Var IMF óþarfa kafli í okkar sögu?

  • Hannes Birgir Hjálmarsson

    Hallur ég er sammála því að það er ótrúlegt að stjórnarliðar og stjórnarandstöðuliðar skuli reyna að túlka þetta sér í vil. Eins er ég afar ósáttur við eggja og grænmetiskast fámenns hóps sem skemmir fyrir okkur hinum sem mæta til þess að mótmæla með því að vera á staðnum. Þessir fáu skemmdarvargar skemma mótmælin og „fréttin“ verður um þessa fáránlegu athöfn að kasta í alþingismenn. Ég fyrir mitt leyti tel alvarlegast að forgangsröðun allra þeirra sem hafa stjórnað frá hruni hefur verið alröng því leiðrétting á ranglæti gagnvart heimilum hefur setið á hakanum en áhersla lögð á að bjarga fjármagnseigendum (og þmt „nýjum eigeindum“ bankanna) á kostnað heimilanna. Það verður að setja fólkið í landinu í fyrsta sæti! AUk þess held ég að þetta hafi verið (amk) annað gula spjaldið sem þýðir RAUTT og af leikvelli, ekki satt?

  • Ómar Harðarson

    Ég tel mig til þjóðarinnar. Ég var ekki þarna. Hættu að tala eða kasta eggjum (ímynduðum eða ekki) í mínu nafni.

  • Hallur Magnússon

    @Ómar.

    Nei.

  • Ómar Harðarson

    LOL

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur