Besta fólkið í Bezta er rétt að byrja í pólitík. Bezti flokkurinn er miklu meira en Jón Gnarr. Á þetta hef ég ítrekað bent gegnum tíðina. Ný könnun Capacent rennir stoðum undir þessa skoðun. Þar eykur Bezti fylgi sitt meðan fylgi Jón Gnarr dalar verulega.
Dæmi um eldri pistla þar sem ég bendi á þetta:
Jón er lambið til slátrunar
deyr pólitískum dauða fyrir frekju okkar hinna
Ég skil ekki Hallur hvað þú ert að binda trúss þitt við Jón Gnarr eins ágætur og sanngjarn félagi þú ert.
Ég get ekki litið öðru vísi á starfshætti Jóns Gnarr og Besta flokksins með öðrum hætti en svo en að hann hafi beitt Frjálslynda flokkinn póltískum ofsóknum og verið með hroka og dónaskap, sérstaklega í garð Guðjóns Arnras Kristjánssonar.
Eftir að hafa lesið þá greinargerð sem Jón Gnarr hefur látið starfsmenn sína taka til sem rökstuðning fyrir því að fara ekki að lögum um greiðslu styrkja til Frjálslynda flokksins þá er helst málsástæða borgarstjóra að innheimtubréf hafi verið of kurteisislega orðuð.
Er ekki rétt fyrir þig og þína að hugsa málið?
Sigurjón Þórðarson.
Hefur virkilega enginn sagt þér frá því að Frjálslyndi flokkurinn er dauður? Eða er þetta eitthvað geðveiki einkenni hjá þér á sjá þennan draug sem lifandi fyrirbæri?
@ Sigurjón
Ég er ekkert að „binda trúss mitt við Jón Gnarr“.
Hef reyndar gagnrýnt hann ítrekaða – og fengið heldur betur viðbrögð!
Ég er hins vegar að greina íslenska pólitík. Staðreyndin er hreinlega sú að innan Bezta er afar öflugt fólk sem á framtíð fyrir sér í pólitík – og menn ættu akki að vanmeta.
Sæll Hallur. Ég er ósammála því sem þú segir um þetta ruglframboð “ Besta flokkinn“ í mínum huga er þetta fólk trúðar sem kann leiklist og tókst að sýna fram á að stór hluti kjósenda í Reykjavík er gjörsamlega ábyrgðarlaus þegar kemur að því að nota atkvæðisrétt sinn. Það er reyndar hægt að taka ofan fyrir þessu fólki í „Besta“ fyrir að hafa tekist að hafa fjóra af hverjum tíu kjósendum í Reykjavík að fíflum. „Allskonar fyrir aumingja“ eru góð ummæli um fólk sem kaus þetta framboð.
Heiða – þegar hinir valkostirnir voru flokkar sem eru uppvísir af mörgum mismunandi glæpum og hafa sýnt og sannað að þeir eru epic loser-ar
Hver er þá þá ekki fífl sem á annað borð kýs?
P.s Heiða
Hvaða aðgerðir besta flokksins fynnst þér vera sérstaklega trúðalegar – þá hlutfallslega borið saman við afglöpin sem hinir flokkarnir hafa gert ?
og aftur PS
Hvað hefðir þú viljað sjá gert öðruvísi og hvernig?
Hallur annars ætlaði ég nú að skrifa um annað en „Besta“ þegar ég fór inn á síðuna þína núna. Ég reikna með að þú þekkir Pál Magnússon fyrrum flokksfélaga þinn ? Hvað er um þann mann að segja, ekki þekki ég til mannsins ? Ástæða þess að ég spyr er þetta fáránlega einelti sem fram fer á síðum DV og dv.is gagnvart einstaklingum og nú síðast umræddum Páli. Er þetta lið á DV sem sér spillingu í hverju horni nú ekki meira en hálfruglað þegar ráðning á manni til ríkisins er úthrópuð sem spilling bara af því maðurinn var einu sinni aðstoðarmaður ráðherra ? Páll þessi tilheyrir flokki sem hefur enga valdaaðstöðu, hann keppti um formannssæti í flokki sínum og tapaði svo varla er hann í náðinni þar. Hvað gerist þá hjá þessu sjúka bloggliði á dv.is ? Jú úr því ekki er hægt að klína því á umræddan Pál að hann sé í náðinni hjá formanni sínum þá spinnur þetta væmnisjúka blogglið á dv.is það upp á Finnur Ingólfsson hafi komið honum í embættið. Hvað er um þessa „væmnisýki“ að segja Hallur, er þetta lið algjörlega gengið af göflunum eða er þessi Páll virkilega svona ómögulegur að hann verðskuldi þessa umfjöllun fyrir það eitt að hafa sótt um starf?
@Heiða.
Svarið við spurningunni:
„Hvað er um þessa “væmnisýki” að segja Hallur, er þetta lið algjörlega gengið af göflunum… “ er já.
Svarið við spurningunni:
„…eða er þessi Páll virkilega svona ómögulegur að hann verðskuldi þessa umfjöllun fyrir það eitt að hafa sótt um starf?“ er nei.
@ Sigmar. Hvað segir þú Sigmar um t.d. þau nýlegu ummæli „trúðanna“ í „Besta“ að þau hafi náð miklum árangri í að spara í borgarrekstrinum með því að minnka þjónustu við borgarana sbr þau ummæli að takast hafi að spara með því að slá ekki grasflatir í borgarlandinu eða hirða ekki rusl af götum. Þar fyrir utan eru trúðslætin að mestu einskorðuð við aðal-trúð sjálfan borgarstjórann. Að undanaskilinni vinnu Haraldar Flosasonar hefur „besti“ nákvæmlega ekkert gert í Borginni nema að gera borgarbúum óleik. Jón Gnarr var góður leikari en sem borgsrstjóri er hann móðgun við alla Reykvíkinga.
@ Sigmar. Að slá því fram að aðrir flokkar ( en „Besti“ ) séu uppvísir að glæpum er svo kjánalegt og ber vott um svo mikla vitleysu þess er slíkt skrifar að ekki er svaravert. Samkvæmt þessari vitleysu í Sigmari þá situr “ Besti“ og Jón Gnarr við völd í skjóli flokks ( Samfylkingar ) sem hann segir að sé uppvís að „glæp“. Þið sem þekkið svona vel til meintra „glæpa“ Samfylkingar ættuð e.t.v. að tala hreint út og segja okkur hverjir þessir glæpir eru sem Samfylkingin stundaði áður en hún dubbaði „trúð“ upp í gefi borgarstjóra.
Heiða
Þetta er ofboðselga innihalds-laus gagnrýni hjá þér
Hvernig leggur þú til að sparað sé öðruvísi en svo að hægt sé að segja að verið sé að minnka þjónustu? Það er ekki hægt að deila með núlli er það? (prófaðu að gera það í tölvunni þinni og sjáðu hvað gerist)
Ég get ekki séð að neitt minna hafi verið að gerast í borginni en áður – og í raun hefur ef eitthvað er verið vakinn meiri athygli á allskyns verkefnum sem borgin stendur í – eflaust af hluta til vegna þess að blaðamenn eru kannski meira tilbúnir að fjalla um Jón en þá sem fyrir voru (og þá ekki kannski sanngjarnt að bera það saman, forverunum vegna)
-allavega er þessi „ekki neitt“ fullyrðing þín eins og úr munni 14 ára krakka (eða staksteinum); órökstutt raus.
Ég hafði aldrei kosið flokk áður en ég kaus Besta flokkinn einmitt vegna þess að allir fjórir flokkarnir móðguðu mig, og þá sérsaklega með trúðslegu tali um þversagnakenndar abstrakt hugmyndir sínar: „frelsi“, „jöfnuð“, „sjálfbærni“ og „framfarir“
Frelsi; samkvæmt Sjálfstæðislokki er einshverskonar Alheimsjafna og miðgildi fyrir allt annað frelsi
Jöfnuður; samkvæmt Samfylkingu er að mismuna ofboðslega jákvætt á einstrengislegum forsendum.
Sjálfbærni: er fullyrðing vinstri manna um að þeir séu búnir að finna upp eylífðarvélina – og ætti með réttu að vera hlegið niður á sama hátt og „hönd markaðsins“
Framfarir: Framsóknarflokkurinn kennir sig við þetta en er augljóslega ekkert annað en hagsmunasamtök bænda og útgerðarmanna – algjörlega hugsjóna lausir nema þegar þeir fá lánað hugtök frá öðrum flokkum þegar það sem þeirra skjólstæðingum á hverjum tíma fyrir sig.
Flokkarnir fjórir eru ekki aðeins trúðslegir – þeir hljóma eins og scientology meðlimir þegar þeir ræða sín uppáhalds abstrakt hugtök – og ef ég má ráða þá vil ég frekar sirkús en sértrúarsöfnuði í stjórn
Árið 2005 var ég að horfa á sjónvarpið og kynntir voru quote/unquote: „tveir þungaviktarmenn í pólitík“
Þessir tveir pólitíkussar eyddu næsta hálftíma í að segja „en þið… þið eruð svona og svona….“ —- „iiiii en þið þið eruð svona og svona“
Það kom ekkert annað framm í viðtalinu en „en þú!“ baul og er slíkt einkennandi fyrir ísl pólitík langt áður en hrunið gerðist.
Þetta er það sem Besti flokkurinn er að reyna að breyta með hina flokkana öskrandi og æpandi klysjur (eins og þínar) og innihaldslausann áróður, til að reyna að narta í hælana á Besta – og ég get ekki séð að það stafi af neinu öðru en hræðslu – enda er óheyrilega reitt fólk (þ.e nánast hver einasti pólitíkuss á íslandi) vanalega reitt vegna þess að það er að project-a hræðslu sína með reiði í garð annara.
Fjórflokkurinn hefur gengið harðast í klysjukenndum lyga áróðri gagnvart Besta og Borgaraflokknum – eflaust vegna þess að þeir eru óséðar stærðir og því meira að hræðast
Nú er ég enginn sérstakur aðdáandi Borgaraflokksins en þeir eru engu að síður, þrátt fyrir að vera fámennur flokkur vanalega með tvær til þrjár bestu og skynsamlegustu (og minnst flaumkenndu) ræður á þingingu – í stórum málum sem litlum – gagnrýni á þá, sem kemur messt frá fjórflokksmönnum, um að borgara og/eða besti séu nú ekkert öðruvísi en þeir, er augljós taktík hjá fólki sem hagar sér eins og lítill ólátakrakkskratti sem segir „hann byrjaði“
Eitt er alveg augljóst með Besta flokkinn – Meðlimir þar eru kurteisir og sína virðingu eins og fullorðið fólk , á meðan hinir flokkarnir væru í stökustu vandræðum með að keppa við leikskólakrakka í mannasiðum. (sbr.. „En þú! þú ert alltaf líka að kúka á þig“ umræðu sem hefur verið á alþingi síðan ég lærði íslensku)
Heiða.
Ég er ekki að verja samfylkinguna hérna.
Spilling (líkt og er orðin uppvís hér í fleiri dæmum en hægt er að nefna) er glæpur í flestum lýðræðisríkjum – en þar sem ísland er ekki lýðræðisríki heldur höfðingja-tribal veldi – þá er eflaust rétt hjá þér að samkvæmt íslenskum „lögum“ eru þeir ekki glæpamenn
Besti gat valið um að stjórna með tveimur flokkum þar sem réttilega ættu allir meðlimir að segja af sér.
Hann valdi Samfylkinguna framm yfir Sjálfstæðisflokk
Erfitt val (og kannski ekki klókt) en báðir þessir flokkar tóku virkann þátt í að hilma yfir spillt kerfi hér á landi og tóku líka beinann þátt í að sýsla í þessu kerfi – sá sem gerði pínku ponsu minna af því var valinn
Ekki öfunda ég þá við þetta val – en augljóslega var valið á milli kúk og skíts
Ekki í neinu öðru landi sem kennir sig við lýðræði kæmist formaður stærsta flokks landsins hjá því að segja af sér eftir að hafa verið tengdur við brask sem kostaði ríkið 10 milljarða.
Að það viðgangist er í fyrsta lagi til marks um það að sá maður sé alinn upp með svo mikið sense of entitlement að Caligula myndi roðna – og í öðru lagi til marks um að siðferði þeirra sem kjósa hann oftar en einu sinni er á par við meðlimi í Scientology
@Sigmar Ó. Af lestri langs máls hjá Sigmari hér að framan má ráða að þar fari maður sem fellur eins og flís við rass að flokki „trúðanna“. Það kemur því ekki á óvart að umræddur Sigmar segist aldrei hafa kosið flokk fyrr en hann fann sannleikann í orðum trúðanna “ allskonar fyrir aumingja“. Menn kjósa auðvitað þá sem lofa að gera eitthvað fyrir þann hóp þegna sem viðkomandi kjósandi telur sig tilheyra. “ Allskonar fyrir aumingja“ margir byggðu upp miklar vonir um að fá eitthvað þegar „Besti“ lofaði þessu.
Þetta er eins og ræða við Bill O´Reilly
Ég held reyndar að Besti flokkurinn ætti að heita Skásti flokkurinn, það er allavega þessvegna sem ég kaus hann, en ekki af því að ég hafi fundið „sannleikann“ eins og Samband ungra scieontology manna
Sigmar Ó ert þú einn af þessum undanvillingum úr Framsókn sem hafa verið eins og móðurlausir ófleigir fuglsungar hlaupandi um í leit að skjóli undir væng en virðast nú hafa fundið sér pólitískt skjól hjá hinum trúðunum, Gnarr og co ?Menn eins og Guðmundur Steingrímsson, og fleiri gamlir frammarar eru friðlausir að komast aftur inn í pólitíska hlýju og þá breiðir flokkur trúðanna út arminn og tekur þá í fangið ? Amen og hana nú. 🙂
Heiða
Ef ég væri flokksmaður (lesist cult meðlimur) þá væri Framsókn síðasti flokkurinn sem ég myndi skrá mig í (ég þyrfti að gera ugla-sat-á-kvisti með hina þrjá)
Þannig að, trúðu því eða ekki, profiling-ið þitt á mér er way off
Ég ver Besta flokkinn eingöngu í nafni þess að þeir séu skástir hér og nú, og að það sé hlutfallslega meiriháttar ómaklegt og óheiðarlegt (og heimskulegt) fyrir þann sem hefur kosið einhvern annan flokk í fortíðinni að gagnrýna þá sem kusu þá fyrir það sem Besti hefur gert og ekki gert hingað til. Sá sem er heitur fylgismaður einhverra af fjórflokkana hefur enn sem komið er einfaldlega ekki efni á því – allavega alls ekki í nafni þess að þeirra flokkur væri betri kostur – ef þú hefur einhverjar nýstrjárlegar hugmyndir um hvernig bæta mætti hlutina þá eru eyru mín opin – en að halda að geðspítalinn sem alþingi er og flokkar sem þar hreiðra sig um séu líklegir til að gera betur í þjóðmálum sem borgarmálum er firring á svo háu stigi að eina orðið sem mér dettur í hug er meðvirkni og „cult meðlimur“
En ég verð ekki ávallt og framvegis Besta flokks maður – mér þykir fólk sem heldur sig við sama flokkinn í nafni abstrakt hugtaka vera álíka skynsamt og fólk sem kaupir alltaf sömu talnaröðina í póker – elding er líklegari til að hitta þá í hausinn en að þeir öðlist skynsemi
Í lotto átti þetta að vera, ekki póker
Góðan dag Hallur. Ég sé að þú tekur upp hanskann fyrir Pál Magnússon á DV.is þ.e. í bloggvitleysunni hjá þessum manni í Svíþjóð. Það er alveg stórfurðulegt þetta einelti sem sumt fólk sem skrifar á dv.is fær stöðugt að halda uppi. Einelti er ógeðslegt í hvaða mynd sem það birtist og þessar árásir aumkunnarverðs fólks á annað fólk sem ekki hefur sér annað til saka unnið en vera ráðið í stöðu sem það sótti um er ekki bara aumkunnarvert athæfi heldur ógeðslegt athæfi. Pál Magnússon hef ég aldrei hitt og ekki hefur hann verið pólitískur leiðtogi minn en eitthvað hlýtur að vera spunnið í manninn ef hann hefur verið bæjarritari í stóru sveitarfélagi í áraraðir. Látið er að því liggja að stjórn Bankasýslunnar hafi ráðið Pál út á klíkuskap eða af annarlegum sjónarmiðum. Stjórn Bankasýslunnar er pólitískt skipuð og mér vitanlega situr þar enginn samflokksmaður Páls. Dettur einhverjum óvitlausum í hug að pólitískt skipuð stjórn fari að ráða pólitískan andstæðing nema af því stjórnin teldi manninn vera langfærastan umsækjanda ? Hitt er svo annað mál Hallur minn að það er til lítils að leiðrétta dv.is sá fjölmiðill nærist á tortryggni og ef hún er ekki til staðar eru tortryggnin og illindin bara búin til. Allt gert fyrir peninginn, þetta lið sem þar skrifar og vinnur lifir á meintri spillingu annarra.