Þriðjudagur 11.10.2011 - 20:28 - 6 ummæli

Gólandi varðhundar sérhagsmuna

Pólitískir varðhundar íslenskra sérhagsmuna rísa nú upp á afturlappirnar á Alþingi og góla gegn tillögu stjórnlagaráðs um frumvarp að nýjum stjórnskipunarlögum sem þjóðin vill fá að kjósa um.

Það er gjammað um að tillögur um einstakar stjórnarskrárgreinar séu óskýrar – yfirleitt án þess að benda á hvað sé óskýrt!

Bendi viðkomandi Alþingismönnum að lesa einfaldar og góðar skýringar stjórnlagaráðsmannsins Gísla Tryggvasonar um hverja grein í tillögu stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár. Gísli hefur nú daglega skrifað skýringu á mannamáli við fyrstu 71 grein frumvarpsins og tjáð skoðun sína.  Almenningur hefur áttað sig á skýringum Gísla svo Alþingismenn ættu að gera það líka.

… og ef skýringar Gísla eru of einfaldar fyrir flókinn huga pólitískra varðhunda íslenskra sérhagsmuna – þá má leita ítarlegri skýringa í Frumvarpi til stjórnskipunarlaga ásamt skýringum – sem Alþingismenn ætti að vera búnir að lesa spjaldanna á milli – svo fremi sem þeir telji sig umkomna til að gagnrýna frumvarpið.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Hrönn Geirsdóttir

    Stundum erum við sammála, eins og núna með stjórnlagaráðstillögurnar. Varðhundarnir eru sífellt gjammandi.

  • Frikki Gunn.

    Tillögurnar þessar verða kolfelldar enda um ómerkilegt plagg að ræða sem gjammarar og atvinnukverúlantar settu saman til að koma sínum einkaáhugamálum á blað og kalla það stjórnarskrá sem á að troða yfir höfuðið á landslýð.

    Þjóðin mun gefa frat í þetta ómerkilega plagg sem soðið er saman mestmegnis af vinstrisinnuðum atvinnukverúlöntum sem telur sig með þessu geta náð sér niður á pólitískum andstæðingum.

    Stjórnlagaráðið var mjög einsleitur hópur sem samanstóð mestmegnis af vinstrisinnaðri menntaelítu sem einungis er frægt fyrir það eitt að hafa verið mikið í fjölmiðlum.
    Þar að auki voru nær allir meðlimir þess af Höfuðborgarsvæðinu, svo ekki endurspeglar þetta svokallaða stjórnlagaráð vilja fólks af landsbyggðinni.

    Þetta svokallaða stjórnlagaráð er umboðslaust, einungis 35% atkvæðabærs fólks kaus það (svona ca. samanlagðir kjósendur VG og Samfó), auk þess að Hæstiréttur ógildi kjörið.

    Það versta við þetta var peningaeyðslan sem fór í þennan einkakaffiklúbb atvinnukverúlantana, samt. næstum 1 mia.kr. so far.

    Þjóðin mun gefa frat í þetta ómerkilega plagg sem ætlað er að festa sósíalisma í sessi hér á landi.

  • Sæll Hallur verð að viðurkenna að ég hef mikinn fyrirvara á því sem kom frá þessu stjórnlagaráði, mér finnst amatörar í stjórnlagarétti hafa sest niður til að leika sér að fjöreggi þjóðarinnar. Vona að málið sé dautt.

  • Ég sé Hallur að þú nennir að andmæla þessum þráhyggjumanni á dv.is Teiti Atlasyni sem býr í Svíþjóð en sinnir þar litlu öðru en skrifa þráhyggju skrif um málefni á Íslandi. Hann virðist eiga nóg af peningum til að kaupa „sérsniðnar“ skoðanakannanir eða ferðast til Noregs til að stunda persónunjósnir um íslendinga sem þar búa og setja á netið. Það mun reyndar vera konan hans sem þrælar og þrælar svo maðurinn geti haldið uppi þessari iðju sinni að leggja fólk í einelti. Teitur minnir mig alltaf á karakterinn í Spaugstofunni þessi sem er með Noreg og norsk áhrif á heilanum, sér djöful í hverju horni.
    Teitur er sonur Atla Heimis tónskálds sem ég þekki en sá kom öðrum syni sínum í vinnu í utanríkisráðuneytinu bara út á klíku þó sá bróðir sé vinnufær og alls ekki til að bera saman við Teit að atgerfi. Breytir samt ekki því að starfið fékkst út á Samfylkinguna. Teitur telur að eitt af vandamálunum við ráðningu Páls Magnússonar sé að Páll sé vinur Finns nokkurs Ingólfssonar, merkilegt að kunningsskapur við fólk geti gert það óhæft. Veistu Hallur að umræddur Teitur er gamall vinur tveggja mjög þekktra auðmanna, var í sama vinahópi og þeir Björgólfur Thor og Skúli Mogensen. Hefur þú séð Teit skrifa illa um þessa menn? Nei það gerir hann ekki því hann er í vinahópi þeirra og fleiri þekktra auðmanna.
    Ég dáist af nennu þinni Hallur að halda uppi vörnum fyrir fólk sem sætir einelti af hálfu bloggara á dv.is en það er til lítils því þetta er skemmt fólk sem skrifar blogg á dv.is.

  • Jájá Hallur, núna eru við sjálfstæðissinnar orðnir gólandi varðhundar sérhagsmuna, þegar við sjáum hvað er í gangi með þessa nýju stjórnarskrá fyrir ESB-aðild.

    111. gr. Framsal ríkisvalds

    Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft.

    Þjóðfundurinn mikli var með mjög skýrar niðurstöður. Þjóðin vill fullveldi og telur það eitt það mikilvægasta sem hún vill.

    Ekki að það breyti tittlingaskít fyrir heimtufrekju ESBsinna, sem ætla að reyna að troða þessari ESBstjórnarskrá Íslands í gegn.

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Þeir sem sækjast eftir völdum hafa minnst við þau að gera og kunna minnst með þau að fara sagði hún Lilja sáluga frænka mín.

    Alveg eins mætti segja að þeir sem hæst láta hafi minnst að segja og hafi minnsta þekkinguna á málum.

    Að minnsta kosti sýnist mér það á sumum athugasemdum sem hér má lesa. Það er nokkuð ljóst að þeir hafa ekki lesið tillögur Stjórnlagaráðs.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur