Borgarspítalinn í Fossvogi á að verða Landspítali. Það hefur verið ljóst að minnsta kosti frá því árið 1970. En einhverra hluta vegna hafa stjórnvöld ítrekað þráast við og viljað hola Landspítala framtíðarinnar oná Landspítala fortíðarinnar. Nú er tími til kominn að hætta þessu bulli og gera Borgarspítalann að Landspítala.
Það sjá flestir meðalgreindir Íslendingar að það er í uppsiglingu dýrt og skelfilegt umhverfisslys þar sem viðkvæmri manngerðri borgarnáttúrunni við miðbæ Reykjavíkur er stútað með klikkuðum byggingarframkvæmdum ef áætlanir um nýgamlan Landspítala – sem einu sinni átti að vera „hátæknisjúkrahús“ – verður komið fyrir við Hringbrautina.
Faðir minn sálugi – sem var snilldar húsasmíðameistari og hafði oftast rétt fyrir sér – sagði á sínum tíma að það eina skynsamlega væri að byggja upp Landspítala kring um Borgarspítalann í Fossvogi. Það var löngu áður en Borgarspítalinn hætti að vera Borgarspítali og hann sameinaður Landspítalanum undir heitinu „Landspítali Háskólasjúkrahús – LSH“.
Þetta var þegar borgin var að aulast við að skipuleggja íbúðabyggð vestan Eyrarlands – austan við Borgarspítalann og sunnan við spítalann. Pabbi sagði að það ætti að geyma þetta land til að hafa rými fyrir sjúkrahús allra landsmanna.
Ég veit ekki hvað hann hefði sagt þegar borgaryfirvöld þrengdu enn að spítalasvæðinu með háhýsum vestan við Borgarspítalann – og það á þeim tíma þegar flestir hefðu átt að sjá að Hringbrautarhugmyndin var galin og rétt væri að byggja Landspítalann við Borgarspítalann.
Það gladdi mig því nokkuð þegar ég sá myndskeið snjalls arkitekts sem sýndi hvernig unnt var að flytja fyrirhugað spítalaskrímsli við Hringbraut að Borgarspítalanum í Fossvogi – þrátt fyrir þá aðþrengingu sem þegar er orðin að Borgarspítalanum.
… og fullt af plássi eftir!
Hinir misvitru stjórnmálamenn eiga enn séns að gera hið rétta – flytja Landspítalann á sinn stað – að Borgarspítalanum í Fossvogi.
Myndbandið þar sem skrímslið er flutt frá Hringbraut í Fossvoginn með glans má sjá hér!
Hér er önnur tillaga, sem sýnir að skala- og massalega séð í umhverfinu, þá færi miklu betur á að byggja við Borgarspítalann en Hringbraut. Þessi tillaga sýnir hvernig hægt er að byggja á hæðina, við Borgarspítalann:
http://vefir.eyjan.is/lugan/2010/04/07/landspitali-eda-haskolasjukrahus/
Guð hvað þetta er hallærislegur pistill. Hann er svona 25 árum á eftir tímanum. Staðsetning Borgarspítalans leyfir ekki að hann verði að aðalsjúkrahúsi landsins. Svo einfalt er það. Hann er staðsettur í miðju íbúðarhverfi. Í kringum hann er búið að byggja og skipuleggja íbúðahverfi, nokkuð þétt. Og umferðarlega er hann á ómögulegum stað. Eða ætlast menn til að umferðin á sjúkrahúsið fari eftir Bústaðaveginum? Háaleitisbraut? Báðar göturnar skera íbúðahverfi og varla hægt að auka umferðina eftir þeim frá því nú er. Er ekki nýbúið að hálf-loka Bústaðaveginum við Breiðholtsbraut? Eða ætla menn að búa til slaufu á Kringlumýrarbrautina yfir nýja íbúðahverfið til að komast á sjúkrahúsið.
Get a grip elsku Hallur minn.
Hrekkjalómur
Ígildi uþb. 15 Tanngarða
sunnan við Gamla Landspítalann yrði skipulagslegt stórslys!
Ég get alveg viðurkennt að ég er ekki sá yngsti í minni stétt en mér finnst samt alveg ómögulegt að þurfa að labba hálfa leiðina til Keflavíkur bara þegar ég þarf að fara á milli deilda.
Auðvitað á að byggja á hæðina en ekki bara á breiddina. Ég tek ekki afstöðu hvort betra er að byggja alveg nýjan spítala eða byggja við LSH Fossvogi.
Ég er ekki frá því að pabbi þinn hafi haft rétt fyrir sér.
100% sammála þér.
Það er í uppsiglingu stórkostlegt umhverfisslys við að troða nýjum risa spítala á besta stað í bænum.
Hver er allt pakkið sem mótmætli hástöfum byggingu Kárahnjúkvirkjunarinnar og Fjarðarálss niður á Austurvelli hérna í den?
Ekkert heyrist í þessu liði núna út af spítalabyggingunni.
Sem búa flestir af þessum svokölluðu umhverfisverndarsinnum í næsta nágrenni við spítalann.
Ég man gólið og óhljóðin í þessu liðin vegna Kárahnjúkavirkjunarinnar.
Þau voru eins og særðar hýenur.
Það var engu líkara en þetta lið teldi að það ætti að byggja Kárahnjúkavirkjun í Þingholtunum, og Fjarðarál við Miðbakkann í Reykjavíkurhöfn.
En nú heyrist ekkert í þessu liði út af spítalabyggingunni.
Jafnvel þó að vitað er að umferð til og frá miðborginni mun margfaldast og loftmengun sömuleiðis, svo að ekki sé talað um allan þann úrgang og skolp sem kemur frá 4.000 manna vinnustað í borginni.
Ekki virðist þessir svokölluðu umhverfisverndarsinnar hafa áhyggjur af þessu þó svo að þeir búi í næsta nágrenni við væntanlegan risa-spítala.
Þó ég búi úti á landi þá er Reykjavík líka höfuðborgin mín og ég vil líka hafa áhrif á það hvernig hún lítur út.
Það er gersamlega fáránlegt að líkja saman Kárahnjúkum og spítalabyggingu. Hvernig dettur mönnum svona vitleysa í hug eiginlega? Það er ekkert sameiginlegt með risa-virkjun sem leggur stórt land undir vatn, og byggingu (sem er ekkert á við framkvæmdirnar fyrir austan) í miðri borg. Byggingu sem fellur vel inn í sitt umhverfi.
Í guðanna bænum notuð haldbærri rök. En, æ, ég gleymdi. Það eru engin haldbær rök!
Hrekkjalómur
S. Guðmunds. – Hefur þér aldrei verið kennd almenn kurteisi eða telst svona orðbragð eins og þú notast við mannamál í þinni heimabyggð? Fróðlegt þætti mér að sjá hvort þú hafir kjark til að birta fullt nafn þitt við þessi skrif eða hvort þú sért algjör gunga.
Í þessu myndbandi er ekki gert ráð fyrir byggingum sem þegar eru til staðar, einungis nýbyggingum. Eitt dæmi er t.d. Barnaspítali Hringsins, ný bygging sem þyrfti þá að reysa á nýjum stað. Þetta myndband er því villandi.
@Matti
Ef þú rýnir vel Hringbautartillöguna í heild, þá sérðu fljótt að Barnaspítalinn, þó vegleg bygging sé, er einungis örlítill hluti af heildar-byggingarmagni Hringbrautartillögunnar. Í þeirri tillögu sem Pétur linkar á, eftir Örn Þór Halldórsson, eru sýndar ýmsir möguleikar á áfangaskiptingum og þar sést einnig að hægt væri að byggja þar umfram það byggingarmagn sem Hringbrautartillagan í heild sýnir.
Hrekkjalómur er greinilega eitthvað hrekkjusvín.
Hann lætur eins og það séu engin íbúðahverfi í Þingholtunum og Norðurmýrinni og þess vegna megi vaða þar yfir allt á skítugum skónum. Ég mundi nú snúa aðeins upp á eyrað á þessu hrekkjusvíni ef ég vissi hver hann væri.
Hrekkjalómur er ekki hrekkjusvín og tíðkar ekki að snúa upp á eyrun á fólki, eins og Margrét.
Hins vegar er það ólíku saman að jafna, Borgarspítala sem er í miðju íbúðarhverfi og þar sem umferð mundi fara í gegnum íbúðarhverfi, og hins vegar Hringbraut þar sem umferðin fer framhjá íbúðarhverfi. Flestir munu nota Hringbrautina til að fara á sjúkrahúsið en ekki þræða Þingholtin eða Norðurmýrina.
Hringbrautin er til í dag. Eina íbúðabyggðin sem líður vegna hennar eru húsin meðfram Miklubraut og nokkur hús í Norðurmýri. Þau hús verða fyrir ónæði hvort eð er og það strax í dag. Þingholtin líða ekkert fyrir Hringbrautina.
Útúrsnúningar Margrétar falla því um sjálfa sig.
Hrekkjalómur
> þá sérðu fljótt að Barnaspítalinn, þó vegleg bygging sé, er einungis örlítill hluti af heildar-byggingarmagni Hringbrautartillögunna
Enda taldi ég Barnaspítalann bara upp sem eitt dæmi, það eru mun fleiri byggingar við Hringbraut sem á að nýta áfram.
Byggja þyrfti meira og fyrr við Borgaraspítala heldur en við Hringbraut.
Ég held að eina vitið sé að bíða með þessar framkvæmdir.
Hér deila menn út og suður um staðsetningar nýbygginga fyrir 50 milljarða eða hvað það yrði að lokum. Á sama tíma er verið að skera allt heilbrigðiskerfið niður við trog. Sums staðar á landsbyggðinni neyðast menn til að loka heilu deildunum. LSH og heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni er gert að skera samtals niður um 1 milljarð til viðbótar við undangenginn niðurskurð, þannig að nú er að algjörum þolmörkum komið. Nú verður skorið niður að beini.
Á sama tíma ætla menn að sólunda tugum milljarða í steypu.
Auðvitað næst hagræðing í rekstri með því að hafa LSH undir einu þaki, ef svo má að orði komast, en þetta er bara alls ekki rétti tíminn til þess ef maður horfir á það út frá stöðunni í dag.
Það hlýtur að vera vænlegra að beina byggingargeiranum að smærri og fleirum viðhalds- og viðbyggingarverkefnum.
Ég býst við að Húsvíkingum finnist td. undarlegt að það séu til 50.000 milljónir til að byggja við Hringbrautina, en ekki þær 63 milljónir sem þeir eiga að skera niður. Bara til að nefna eitt lítið dæmi um stöðuna í dag.
En ég ítreka að til framtíðar litið og þegar þjóðin hefur efni til og ráð á því, þá á að byggja LSH á hæðina, en ekki bara á breiddina.
Það segir sig sjálft.
Það er látið í það skína að spítalinn eigi að rísa við Hringbrautina gegn vilja fagmanna. Það er alls ekki rétt. Læknaráð LSH hefur ályktað um þetta. Nefndir hafa ítrekað fjallað um þetta. Ákvörðun var tekin um staðsetningu og nú hafa síðustu 3-5 ár farið í að útfæra buygginguna á þessum góða stað við Hringbraut.
Það eru margvísleg rök sem styðja þessa staðsetningu.
1. Þar er mun meira af nýtanlegu húsnæði.
2. Betri umferðartengingar.
3. Nálægð við HÍ
4. Nálægð við þekkingarþorp framtíðarinnar í Vatnsmýrinni.
Það er einnig rangt hjá Dr. Med að þessi bygging mun leiða til verulegra fjarlægða milli deilda og því eigi að byggja upp í loftið. Þegar byggingaráform eru yfirstaðin verða mjög stuttar fjarlægðir. Ný sjúkrahús erlendis eru alla veganna – sum eru byggð upp á við í turnum, önnur á fjórum til sex hæðum. LSH mun verða um sex hæðir og það er alveg í takt við það sem gerist mjög víða erlendis.
Ég er sammála Hrekkjalómi að samlíking við Kárahnjúka er aldeilis ósmekkleg. Kárahnjúkavirkjun lagði ógrynni fallegrar náttúru undir vatn og eyðilagði eina af einstæðustu Fossaröð landsins. Hér erum við að ræða um hvort eigi að byggja sjúkrahús í 101 vs 108. Að líkja þessu umhverfisáhrifum við Kárahnjúka finnst mér argasti dónaskapur.
Varðandi umferðarmál þá er ég satt að segja oðrinn dálitið leiður á þessu eilífa tali um umferðarteppur í Reykjavík. Ég hef einu sinni lent í umferðarteppu í Reykjavík. Það var þegar ég lagði í vesturbænum á Menningarnótt og sat fastur í ca. 35-45 mínútur á Hringbrautinni. Aðrar umferðarteppur sem verða daglega snúast um 5-7 mínútna töf á ferðalagi borgarhluta á milli í ca. 30 mín. að morgni og 30 mín hvern eftirmiðdegi. Þegar útlendingar ferðast um Reykjavík og heyra okkur tala um umferð – þá brosa þeir alltaf í kampinn og hugsa – á þetta að vera brandari!
Sjúkraflutningar í Reykjavík eru ótrúlega auðveldir hvað umferð varðar. Þá skiptir ekki máli hvert er verið að stefna.
En höfum við efni á því að eyða 50.000 miljónum núna Magnús?
Þú veist jafn vel og ég að blóðugur niðurskurður á heilbrigðisstofnunum er kominn að þolmörkum. Hverju eigum við að svara sjúklingum og aðstandendum að því miður sé búið að loka þessari deild eða hinni, vþa. að það þurfi að spara nokkra tugi milljóna, en það eigi samt að byggja fyrir 50.000 milljónir?
Hverju eigum við að svara því Magnús?
Ég er ekki hagfræðingur (frekar en þú – ekki satt) en ég skal reyna að svara þessari spurningu þinni, Dr. Med.
Íslenska ríkið þarf að skera niður í rekstri. Þetta gildir um allar stofnanir og fyrirtæki hins opinbera. Því miður á þetta við hielbrigðiskerfið, háskóla, aðrar menntastofnanir og félagslega kerfið. Ég er ekki ánægður með það en ég held að við verðum að horfast í augu við staðreyndir. Þetta er raunveruleiki dagsins í dag og við hann berjast bæði ríkisstjórn og sveitarfélög um land allt. Um þetta verður ekki deilt.
Á sama tíma þarf að fá „búst“ í hagkerfið – við þurfum fjárfestingarverkefni. Þau geta verið margskonar, en þau einföldustu snúast um uppbyggingu innviða samfélagsins. Þarna koma til samgöngukerfi, byggingar o.s.frv. Ef að slíkar fjárfestingar geta bæði veitt skammtímabúst í veikt hagkerfi (hjálpað þeim geirum atvinnulífsins sem verst hafa orðið úti í samdrættinum – byggingariðnaður) og á sama tíma leitt til rekstrarhagræðingar hins opinbera til langs tíma þá eru slíkar fjárfestingar réttar við þessar erfiðu aðstæður. Um þetta snérist “ the new deal“ í Bandaríkjunum eftir stóru kreppu. Þá var fjárfesti hið opinbera ákkúrat í innviðum samfélagsins. Úr þeirri fjárfestingu í miðri kreppu varð til langtimavöxtur til framtíðar. Við heilbrigðisstarfsfólk getum sagt að ekki eigi að fjáfesta í spítala í kreppu en við skulum ekki láta okkur detta í hug að þá ákveði heilbrigðisráðherra að hætta við niðurskurð í rekstri. Þá mun ósköp einfaldlega vera fjárfest í öðrum innviðum, t.d. göng eða hafnarbygging (nú eða kannski refabú!).
Sem sagt skv minni amatör analýsu á hagfræðinni þá stendur valið ekki á milli byggingar spítala eða niðurskurðar. Valið stendur á milli byggingar spítala eða byggingu einhverra annarra innviða íslensks samfélags. Spítalabygging hefur staðið í biðröð árum saman. Í miðri þennslu var sagt – ekki að byggja núna þegar þennslan er svona mikil. Ef að á að stoppa við byggingu í miðri kreppu, þá er ég hræddur um að aldrei verði byggt yfir eins háskólasjúkrahús/sérfræðisjúkrahus landsins.
Sæll Hallur. Þú varst eini maðurinn sem tókst upp hanskann fyrir þennan Pál sem ráðinn var í Bankasýsluna þegar úrtölu- og óánægjuliðið á dv.is fór að leggja manninn í einelti. Nú er komin greinargerð frá Bankasýslunni um ráðninguna sem ég var að lesa á Mbl.is og réttlæting stjórnarinnar fyrir að ráða Pál er afar sannfærandi. Ég tók eftir að leiðinda þingmenn úr hópi Samfylkingar þeir Mörður og Helgi Hjörvar sem ætíð virðast til í að velta sér upp úr leiðindum í von um að gera aðra tortryggilega, voru búnir að taka málið upp í nefndum á Alþingi. Nú eftir að greinargerðin liggur fyrir og ráðningin virðist byggð á réttmætum forsendum verður fróðlegt að sjá hvernig þetta fólk bregst við sem virðist hreinlega svamla um í drullunni alla daga ? Hvað segir nöldrarinn frá Gautaborg og bloggarinn á DV.is núna, er hann maður til að viðurkenna mistök eða reynir hann að snúa út úr skýrslu Bankasýslunnar. Ég þori að veðja að bloggliðið á dv.is er ekki fólk til að horfast í augu við eigin mistök heldur mun það reyna að snúa út úr, teigja og toga allt sem sagt er. Þetta er afar ómerkilegt fólk Hallur þannig er það nú bara.
Takk fyrir þetta Heiða.
Hrekkjalómur – umhverfisáhrif spítalabyggingar í miðborg Reykjavíkur eru gífurleg eins og ég hef bent á.
Stöðvarhús risavirkjunarinnar er neðanjarðar og svæðis sem fór undir vatn er helmingi minna en allt það svæði sem hefur farið undir byggingarmannvirki og gatnakerfi á svæðinu frá Elliðaám og vestur á Nes.
Spítalabyggingin kostar 100-120 mia.kr. og kemur úr vösum skattborgaranna.
Að auki mun þessi spítali verða á framfæri skattborgaranna alla tíð með rekstrarfé.
Kárahnjúkar kostuðu 120 mia.kr. og lán vegna þessara framkvæmda verða uppgreidd eftir 10 ár með tekjum af orkusölu til Fjarðaráls.
Sjálft Fjarðarál kostaði um 120 mia.kr. og þann kostnað borgar ALCOA sjálft.
————————————–
Sigurður H. Sigurðsson – Hvað er ókurteysi í mínum skrifum?
Og ert þú eitthvað kurteisari í þínum skrifum?
Vitum við hvort að þú heitir í raun Sigurður Hr. Sigurðsson
og sért í rauninni sjálfur nafnlaus hugleysingi?
Þú vilt kannski fá fullt nafn mitt og heimilisfang ásamt kennitölu og símanúmmeri hjá mér svo að þú getir pönkast í mér?
Eða ertu vinstrimaður sem kvartar og kveinar þegar þeir fá að smakka á eigin meðulum?
@ S. Guðmunds
Ætla ekki að blanda mér í ykkar orðræðu – en get staðfest að Sigurðir Hreinn Sigurðsson – Siggi Hrellir – er sá sem hann segist vera 🙂 Hann er ekki „vinstri maður“ í hefðbundnum skilningi. Reyndar erfitt að staðsetja hann í hefðbundna hægri vinstri munstrinu.
Satt segirðu Heiða.
Ég held að nöldur-blogg liðið á DV eigi verulega bágt, amk. margt af þessu liði.
Ég held að þessu liði líði illa svona dags daglega, stríði við mikla komplexa og vanmáttarkennd og noti því bloggið sér til dægrarstyttingar til að fá útrás fyrir óánægju sína og vanmáttarkennd.
Tel að ekki sé sérlega mikið mark hægt að taka á þessu liðið.
Amk. myndi ég ekki vilja hafa þetta lið við landstjórnina eða vera farþegi á skipi þar sem þetta lið væri við stjórnvölinn.
„Ofur“ bloggarinn frá Gautaborg er alltaf í heilagri krossferð gegn Farmsóknarmönnum og í eilífri baráttu við vindmyllur þarna á DV-blogginu.
Ég skil ekkert í manninum að flytja ekki til Íslands fyrst að hann segir að allt sé hérna á réttri leið með góðu ríkisstjórnina hans er við völd hér á landi í staðinn fyrir að vera í Svíþjóð þar sem að hægrimenn eru við völd.
S. Guðmunds – Þú hefur nú fengið það staðfest að ég er amk. ekki nafnlaus hugleysingi. Ef þú gerir þér ekki grein fyrir að það er dónaskapur að kalla vel meinandi fólk „pakk“ og líkja þeim við hýenur þá held ég að þú sért óviti og ættir líklegast bara að halda þig við nafnleyndina.
Magnús:
Nálægð við HÍ?
Það er ekki eins og sjúkrahúsið í Fossvogi sé einhverja óravegu frá Háskóla Íslands. Það tekur örfáar mínútur að aka þarna á milli.
Nálægð við þekkingarþorp framtíðarinnar í Vatnsmýrinni?
Hver segir að það verði eitthvað „þekkingarþorp framtíðar“ í Vatnsmýrinni?
Staðsetning spítalans við Hringbraut mun einmitt koma í veg fyrir þekkingarþorp eða nokkuð annað í Vatnsmýrinni, því hann mun ekki gera annað en að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi á núverandi stað.
Landsbyggðarfólk og þingmenn munu nota nálægð við spítalann sem rök fyrir þvi að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á sama stað, og við sitjum uppi með hann til frambúðar = sem sagt, ekkert þekkingarþorp.
Heiða: „Nú eftir að greinargerðin liggur fyrir og ráðningin virðist byggð á réttmætum forsendum…“
Þú hlýtur að vera að grínast. Þessi greinargerð stenst ekki skoðun og mun ekki standast fyrir dómi, muni einhver umsækjenda kæra ráðninguna. Það sjá allir sem hafa gripavit á þeim lögum og reglum sem gilda um ráðningar hjá hinu opinbera.
@ Anna hér að framan. Mikið ofboðslega á sumt fólk þ m t nefnd Anna erfitt með að horfast í augu við raunveruleikan. Þetta auma fólk virðist lifa í þeirri sjálfsblekkingu að allir aðrir séu svikahrappar og þegar blekkingin sem þessir vesalingar lifa við er afhjúpuð þá segir þetta fólk bara „lygi, lygi“.
@ Anna hér að framan. Mikið ofboðslega á sumt fólk þ m t nefnd Anna erfitt með að horfast í augu við raunveruleikan. Þetta auma fólk virðist lifa í þeirri sjálfsblekkingu að allir aðrir séu svikahrappar og þegar blekkingin sem þessir vesalingar lifa við er afhjúpuð þá segir þetta fólk bara „lygi, lygi“. Enginn af þessum hefðbundnu nöldrurum virðist hafa leitt að því hugan af hverju ættu kratarnir og kommarnir sem skipa stjórn Bankasýslunnar að ver að ráða nefndan Pál ef ekki væri fyrir þá ástæðu að þeim hafi litist best á manninn af þeim umsækjendum sem í boði eru. Þorsteinn Þosteinsson formaður Bankasýslunnar er heiðvirður og vandaður maður en hann er krati og því fékk hann embættið. Skil ekki ástæðu þess að hann ætti að vera að ráða Pál nema Páll hafi verið bestur að hans mati.
@ Ingiríður H Eyjólfsdóttir. Þú veltir fyrir þér þeirri spurningu af hverju Teitur Atlaon flytji ekki aftur til Íslands og takist á við að byggja upp úr því hann þykist vita allt best ? Ég vann með manninum hjá fyrirtæki við Grennsásveg í Reykjavík og hann var svo óþolandi að mati vinnufélaganna að haldin var veisla þegar við losnuðum við hann. Nú býr maðurinn í raðhúsi í Gautaborg þar sem aðrir landar okkar sem þar búa vilja ekkert með hann hafa að gera. Konan hans er sögð þræla meðan maðurinn situr við það daginn inn og út að skrifa leiðindi um íslensk málefni. Ég vorkenni fjölskyldum svona sjálfumglaðra manna sem telja sig öðrum merkilegri og að það réttlæti að þeir þurfi ekki að stunda vinnu eins og annað fólk.
Sæl Anna.
Svar við spurningum þínum:
Nálægðin við HÍ skiptir verulegu máli. Að dreifa háskólacampus um stórt svæði dregur úr samstarfi milli fræðasviða, samnýtingu tækja, sameiginlegum fyrilestrum innlendra og erlendra fræðimanna, samgangi rannsóknarnema o.s.frv. Campus þarf að vera þannig að gögnufæri sé á milli húsa. Í dag eru þær deildir sem mest samstarf hafa við vísindamenn heilbrigðisvísindasviðs í húsi Öskju og einnig er starfsemi HÍ í húsi Íslenskrar erfðagreiningar.
Þekkingarþorpið er í öllum skipulagstillögum Reykjavíkur. Lífvísindasetur HÍ er þar í öndvegi, ásamt öðrum vísindamönnum í innan HÍ. Þarna koma einnig til fyirtæki, s.s Íslensk Erfðagreining. Hugsunin er að þarna eigi að byggjast upp frekari nýsköpunarstarfsemi. Þetta er ekki eitthvað sem er einstakt fyrir Ísland. Öll framsækin samfélög vilja byggja upp slíka þekkingarkjarna þar sem nálægð er milli akademíu, nýsköpunar og hátæknifyrirtækja. Að flytja LSH og öll lífvísindi inn í íbúðarhverfið í Fossvogi er algerlega úr takt við slíka þróun.
Varðandi Reykajvíkurflugvöll – þá er þetta einhver séríslensk mýta að flugvellir þurfi að vera við hliðina á sjúkrahúsi. Ég veit ekki um eitt einasta sjúkrahús sem er staðsett við hliðina á flugvelli og staðsetning Reykjavíkurflugvallar hefur ekkert með staðsetningu LSH að gera að mínu mati.
Heiða, stundum er betra að þegja en opna munninn og taka af allan vafa. Málflutningur þinn er lítilla sanda. Ekki oft sem maður sér svona grímulausan ljótleika í hugsun og skrifum annars fólks 🙁
I simply want to say I am newbie to blogging and site-building and really enjoyed you’re web-site. Most likely I’m want to bookmark your site . You really come with incredible well written articles. Many thanks for sharing with us your website.
MetroClick specializes in building completely interactive products like Photo Booth for rental or sale, Touch Screen Kiosks and Digital Signage, and experiences. With our own hardware production facility and in-house software development teams, we are able to achieve the highest level of customization and versatility for Photo Booths, Touch Screen Kiosks and Digital Signage. MetroClick, 121 Varick St, New York, NY 10013, +1 646-843-0888
Faytech North America is a touch screen Manufacturer of both monitors and pcs. They specialize in the design, development, manufacturing and marketing of Capacitive touch screen, Resistive touch screen, Industrial touch screen, IP65 touch screen, touchscreen monitors and integrated touchscreen PCs. Contact them at http://www.faytech.us, 121 Varick Street, New York, NY 10013, +1 646 205 3214
I just love to read new topics from you blog.`,`,~
Fantastic goods from you, man. I’ve have in mind your stuff prior to and you’re simply extremely excellent. I actually like what you have obtained here, certainly like what you are saying and the best way through which you are saying it. You make it entertaining and you continue to take care of to stay it sensible. I cant wait to read far more from you. That is really a wonderful website.nick vivid musical artist
Faytech North America is a touch screen Manufacturer of both monitors and pcs. They specialize in the design, development, manufacturing and marketing of Capacitive touch screen, Resistive touch screen, Industrial touch screen, IP65 touch screen, touchscreen monitors and integrated touchscreen PCs. Contact them at http://www.faytech.us, 121 Varick Street, New York, NY 10013, +1 646 205 3214
Emeryeps is a SEO(Search Engine optimzation) and Internet Marketing company. They help businesses to get traffic from various search engine and online community. They have seo experts and consultants with many years of SEO Experiences. No matter where your business is located, EmeryEPS.com can help your business to secure your highly convertible leads online.
MetroClick specializes in building completely interactive products like Photo Booth for rental or sale, Touch Screen Kiosks and Digital Signage, and experiences. With our own hardware production facility and in-house software development teams, we are able to achieve the highest level of customization and versatility for Photo Booths, Touch Screen Kiosks and Digital Signage. MetroClick, 121 Varick St, New York, NY 10013, +1 646-843-0888
Enjoyed looking through this, very good stuff, appreciate it. „Nothing happens to any thing which that thing is not made by nature to bear.“ by Marcus Aurelius Antoninus.
Emeryeps is a SEO(Search Engine optimzation) and Internet Marketing company. They help businesses to get traffic from various search engine and online community. They have seo experts and consultants with many years of SEO Experiences. No matter where your business is located, EmeryEPS.com can help your business to secure your highly convertible leads online.
Faytech North America is a touch screen Manufacturer of both monitors and pcs. They specialize in the design, development, manufacturing and marketing of Capacitive touch screen, Resistive touch screen, Industrial touch screen, IP65 touch screen, touchscreen monitors and integrated touchscreen PCs. Contact them at http://www.faytech.us, 121 Varick Street, New York, NY 10013, +1 646 205 3214
You are a very clever person!
I¡¦ll right away take hold of your rss feed as I can’t in finding your email subscription link or e-newsletter service. Do you have any? Please permit me realize so that I may subscribe. Thanks.
Enjoyed reading through this, very good stuff, thanks . „Success doesn’t come to you…you go to it.“ by Marva Collins.
Excellent post. I was checking constantly this blog and I’m impressed! Very helpful info specifically the last part 🙂 I care for such info a lot. I was seeking this certain information for a long time. Thank you and best of luck.
MetroClick specializes in building completely interactive products like Photo Booth for rental or sale, Touch Screen Kiosks and Digital Signage, and experiences. With our own hardware production facility and in-house software development teams, we are able to achieve the highest level of customization and versatility for Photo Booths, Touch Screen Kiosks and Digital Signage. MetroClick, 121 Varick St, New York, NY 10013, +1 646-843-0888
Very nice design and good content material , nothing at all else we need : D.
I like what you guys are up too. Such clever work and reporting! Keep up the superb works guys I’ve incorporated you guys to my blogroll. I think it will improve the value of my website :).
Pretty nice post. I just stumbled upon your weblog and wished to say that I’ve really enjoyed surfing around your blog posts. After all I’ll be subscribing to your feed and I hope you write again very soon!
I am constantly looking online for articles that can facilitate me. Thx!
It is appropriate time to make some plans for the future and it is time to be happy. I’ve read this post and if I could I desire to suggest you some interesting things or tips. Perhaps you can write next articles referring to this article. I want to read even more things about it!
You completed some fine points there. I did a search on the theme and found the majority of people will agree with your blog.
This is very interesting, You’re a very skilled blogger. I have joined your rss feed and look forward to seeking more of your wonderful post. Also, I have shared your website in my social networks!
I went over this site and I conceive you have a lot of good information, saved to fav (:.
Great write-up, I’m normal visitor of one’s web site, maintain up the excellent operate, and It’s going to be a regular visitor for a long time.
I merely intend to reveal to you that I am new to putting up a blog and really cherished your website. Most likely I am likely to bookmark your blog post . You definitely have great article material. Be Thankful For it for sharing with us your favorite domain post
IMSCSEO is a SG SEO Business set up by Mike Koosher. The role of IMSCSEO.com is to offer you SEO services and help Singapore companies with their Search Engine Optimization to assist them rise the ranks of Google and yahoo. Take a look at imscsseo.com
Hello there, just turned aware of your blog through Search engine, and have found that it is very beneficial. I’ll take pleasure in in the event you retain such.
MichaelJemery.com is a site with many hypnosis downloads. Whether you are looking for free hypnosis downloads, self hypnosis download for mp3, video and any audio files, Michael Jemery has the downloads for you. You can download hypnosis from apps, audio, mp3 and even youtube !
Pretty nice post. I just stumbled upon your weblog and wished to say that I have truly enjoyed browsing your blog posts. After all I will be subscribing to your feed and I hope you write again soon!
I don’t even know how I ended up here, but I thought this post was great. I don’t know who you are but certainly you are going to a famous blogger if you aren’t already 😉 Cheers!
Pretty nice post. I just stumbled upon your blog and wished to say that I’ve truly enjoyed browsing your blog posts. In any case I’ll be subscribing to your rss feed and I hope you write again very soon!
I’ve been absent for a while, but now I remember why I used to love this web site. Thanks , I will try and check back more frequently. How frequently you update your web site?
Good website! I truly love how it is easy on my eyes and the data are well written. I am wondering how I might be notified whenever a new post has been made. I have subscribed to your RSS which must do the trick! Have a great day!
I am continuously looking online for articles that can aid me. Thank you!
A good site with exciting content, that is what I need. Thanks for making this site, and I’ll be visiting again. Do you do newsletters by email? Thank you, muchas gracias