Mánudagur 31.10.2011 - 08:06 - 11 ummæli

Stjórnarslit í uppsiglingu?

Eftir landsfund VG læðist að manni sá „ótti“ að það séu stjórnarslit framundan. Nema Steingrímur J. ætli enn og aftur að vinna þvert gegn eigin stefnu. Eða Jóhanna að yfirgefa grundvallarstefnu Samfylkingarinnar. Annað hvort þarf að gerast ef ríkisstjórnin ætlar að lifa.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

  • Þetta er nú meira bullið í þér Hallur.

    Óskhyggja hefur tekið yfir skynsemina sem þú hafðir!

    VG hefur ekki yfirgefið neinar hugsjónir, þó semja þurfi í ríkisstjórn. Málamilanir eru grundvöllur stjórnarsamstarfs, nema menn geri það eins og Framsókn gerði á Halldórstímanum, þ.e. að taka einfaldlega upp róttæka frjálhyggjustefnu náhirðar Davíðs!

    Það var slæm pólitík, fyrir utan að hafa leitt til hruns íslenska fjármálakerfisins og skuldahelsis.

  • Ég veit nú ekki hvað 90% ríkistryggð húsnæðislán og Sovéskar virkjanaframkvæmdir eiga skylt við róttæka frjálshyggjustefnu. Ríkisstjórnir Doddgrímsson voru nær því að vera iðnaðarkommúnismi með dash af pilsfaldarkapítalisma heldur en frjálshyggja.

    Krafa VG um að efni aðildarsamnings breyti á engan hátt skipan landbúnaðar á Íslandi þýðir í raun að VG er að setja samingsmarkmið sem nást aldrei, skemmtilegt hvernig vinstri flokkur vinnur gegn hagsmunum almennings og ver sérhagsmuni. Þetta hlýtur að vera dealbreaker hjá Samfylkingunni og því ætti stjórnarsamstarfinu að vera sjálfhætt.

  • S. Guðmunds

    Nei, Hallur minn. Því miður.
    Þetta hefur bara berið fallegur draumur hjá þér, því miður.

    Vegna þrjósku Jóhönnu og valdagræðgi VG, er ólíklegt að þau láti af völdum á þessu kjörtímabili.

    Ég held að fyrr muni þau láta lífið heldur en að láta af völdum.

  • Hallur þetta er rétt ályktun sem þú setur hér fram. Ég met stöðuna þannig að það verður VG sem slítur stjórnarsamstarfinu rétt fyrir næstu kosningar. VG velur tíma þegar VG metur það svo að henti flokknum til að hala inn atkvæði og laga stöðu sína. Samfylking verðu þá skilin ein eftir við stjórnarborðið sem verklaus minnihlutastjórn fram að kosningum og VG leggst á náinn (Samfylkingarhræið) og reynir að sjúga úr því síðasta lífsneistann.

  • Leifur A. Benediktsson

    Muna bara Hallur að lesa rétt út úr kaffibollanum. Þetta er bara hugarórar í þér eða hreinlega slæmur draumur.

    Jóhanna gamla og ÞistilfjarðarGrímur hanga saman eins og hundur á steinbítsroði.

  • Menn eru jafn ómálefnalegir hér í ummælum og venjulega. Það er hárrétt hjá Halli að í eðlilegu ástandi væri ályktun landsfundar VG tilefni stjórnarslita. Það er bara ekkert eðlilegt við stjórnmál á Íslandi. VG gefur út stefnu sem gengur þvert á stjórnarsáttmálann. Flokksmenn hljóta að leggja fram tillögu á Alþingi um að slíta viðræðum við ESB og þá er stjórnin sprungin. Ef VG-liðar gera það ekki sýna þeir sig sem kjaftaska sem tala í merkingarlausum frösum. Í orði en ekki á borði virðist vera þeirra mottó.

  • S. Guðmunds

    Heyr, heyr, Hörður!

  • Sæll aftur Hallur. Vegna þess að þú liggur undir grun um að vera að gera hosur þínar og Guðmundar Steingrímssonar Hermannssonar grænar fyrir Besta flokknum þá vildi ég benda þér á eftirfarandi frétt af því hvernig Jón Gnarr skilgreinir Besta flokkinn sem flokk stjórnleysingja.
    Hallur þú ferð ekki að leggjast svo lágt að láta orða þig við stjórnleysingja?
    Tilvitnuð frétt er af Eyjunni og er þannig “ Besti flokkurinn var fyrsti stjórnleysis-súrrealista flokkur í heimi,“ sagði Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur,“ Kveðja HH

  • Símon bangsímon

    Jónsi Gnarrari er enginn anarkisti, heldur lélegur dadaisti Dags B

  • Símon bangsímon

    Jónsi Gnarrari er enginn súrrealisti, heldur fylgir 99. manifesto dadaista, en hann er svo víraður að hann veit ekki að hún var aldrei skrifuð fyrr en Dagur B og Tappi Tíkarass stálu texta frá Sjálfróun og sulluðu þeim texta saman við Vonbrigði. Aumingja Jón Gnarr heldur að sú samsuða séu táknmál krákanna í skógi Múmíndalsins.

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Það hlýtur að vera nokkuð erfitt fyrir Samfylkinguna að vinna með flokki sem er jafnvel lengra til hægri en SjálfstæðisFLokkurinn. Flokki sem umvefur og fagnar alheimskapítalismanum og er besti vinur AGS.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur