„Ókeypis í sund fyrir alla og frí handklæði. Þetta er eitthvað sem allir ættu að falla fyrir og er það kosningaloforð sem við erum stoltust af“
„Ókeypis í sund fyrir alla og frí handklæði. Þetta er eitthvað sem allir ættu að falla fyrir og er það kosningaloforð sem við erum stoltust af“
Flokkar: Óflokkað
Já þetta er skemmtilegt og fer langt með að toppa „eiturlyfjalaust Ísland árið 2000“.
Sögðu þau ekki líka ætla að svíkja þetta allt 🙂
Þau reyndar lofuðu líka að svíkja öll kosningaloforð… Þannig að upptalning á kosningaloforðum Besta er eiginlega tímasóun.
Athyglisvert er að Besti, og Samfylkingin segist ekki geta mannað leikskólana vegna fjárskorts, þannig að neyðarástand er að skapast hjá þeim yngstu, 10% atvinnuleysi er í landinu, þannig að auðvelt væri að bæta 50 þúsundum við atvinnuleysis bæturnar, til að manna þessar stöður, vafalýtið yrði að laga skrifræðið líka.
Þeir sem gefa sig út fyrir að vera skemtikraftar ættu að halda sig við þann iðnað, og láta aðra sem eru færari og með meiri reynslu, sjá um rekstur á bæjarfélögum og landsmálum.
Halldór Björn. Síðan hvenær er það neyð að rúmlega eins árs börn komist ekki á leikskóla? Það þyrftu 70 þúsund Reykvíkingar að borga þrjúþúsund og fjögurhundruð krónur (240 milljónir) til að koma 200 börnum fæddum 2010 í leikskóla. Erfitt væri að réttlæta að bara sumir fengju pláss en ekki aðrir þannig að kostnaðurinn gæti orðið meiri. Ég sé ekki 70 þúsund Reykvíkinga spretta á fætur og afhenda borgarsjóði 3400 krónur til að bjarga þessari neyð.
Stefán Ben.
Þú misskilur, það er stungið upp á að Leikskólarnir fái að ráða atvinnulausa, þeir haldi sínum atvinnuleysisbótum, en fái að auki greiddar ca. 50-60 þúsund ofan á bæturnar frá Leikskólanum (Reykjavíkurborg) þetta er óverulegur kostnaður fyrir Leikskólann, til að leysa þennan vanda, þau eru búin að lýsa því yfir að fermetrarnir eru til.
Það ætti að breyta lögunum svo fleiri, svo sem fyrirtæki og stofnanir, geti sömuleiðis ráðið atvinnulaust fólk á þessum kjörum ca. 1-2 ár.
Besti Flokkurinn er eina heiðarlega aflið í stjórnmálunum í dag.
Megi þeir lengi lifa.
Mér finnst leitt að frétta að Besti og Samfylkingin ætli að fara að láta unglinga greiða fullt gjald í sund og finnst það ekki jákvæð lýðheilsustefna hjá meirihlutanum.
Mér er til efs að kostnaður við rekstur sundlauga minnki þó svo að dregið verði úr aðsókn í laugarnar og hvað þá að hann vaxi neitt að ráði þó svo að það verði meira rennerí í gegnum sundlaugar Reykjavíkur.
Mér finnst það vera verðugra verkefni að fá sundlaugargesti til þess fá sér oftar lengri sundspretti og minnka aðeins á móti setu í heitum potti.
Annars eru þessar áherslur Besta flokksins s.s. að manna ekki leikskóla, hækka fargjöld í strætu og sund, sérstaklega á unglinga ekki eitthvað sem fólk bjóst við, jafnvel þó svo að Jón Gnarr hafi talað um að svíkja allt.
Af hverju svíkur Jón Gnarr kjósendur sína og leyfir lögreglunni að skera niður tjöld á Austurvelli á sama tíma og hann hreykir sér í útlöndum á okkjúpæ samkomum. Er það ekki tvískinnungur og beinlínis hræsni?:
http://blog.eyjan.is/tbs/2011/11/01/tviskinnungur/#comment-213
Jón minn kæri Gnarr, ertu þannig að viða að þér í handklæði eigin nektar og klíkubræðra þinna, með því að leyfa lögreglunni að saxa niður tjöld Occupy Reykjavík?
Æi nei, ég skrifaði svik í aths. nr. 9; það er víst ofsagt um menn sem sögðust ætla að svíkja allt og standa svo sannarlega við það.
Og ætla þeir fram á landsvísu núna? Æi nei.
Halldór! Ef þú lítur á mánaðarkostnaðinn við leikskólann/barn sérðu að það eru ekki mánaðarlaunin sem eru meginhindrunin. Leikskólakennarar eru ekki hálaunastétt.