Samvinnurekstrarformið er í mörgum tilfellum afar hentugt og gott rekstrarform enda viðhaft víða um heim með góðum árangri. Þótt það komi líklega einhverjum á óvart þá eru samvinnufélög líklega algengust í Bandaríkjunum og öflugt rekstrarform á Bretlandseyjum og Norðurlöndunum!
Samvinnurekstrarformið hentar til dæmis vel um rekstur leikskóla enda víða erlendis mjög algengt að samvinnufélög foreldra sjá um rekstur leikskóla. Til að mynda gekk Magnús minn í slíkan leikskóla í Noregi á sínum tíma.
Er ekki ástæða til þess að íslensk stjórnvöld taki til í lagaumhverfinu og auðveldi stofnun og rekstur samvinnufélaga?
Er ekki líka ástæða til þess að foreldrar og sveitarfélög horfi til samvinnufélagaformsins í rekstri leikskóla?
Þetta rekstrarform er líka notað í heilbrigðisþjónustu.
Saga samvinnureksturs er ekkert allt of falleg á Íslandi. Pólítísk samtvinnun, spilling og taprekstur er líklega fyrstu atriðin sem koma upp í huga Íslendinga þegar minnst er á samvinnurekstur.
En það þyrfti ekki að koma í veg fyrir að samvinnurekstur ykist á Íslandi ef áhuginn er fyrir hendi. Það er eðlilegt að þeir sem áhuga hafa á slíku rekstrarformi kynni það og vekji áhuga fyrir því.
Hvað telur þú Hallur að helst standi samvinnurekstri fyrir þrifum í lagaumhverfinu?