Hreinu vatni sem breytt er í hreinan snjó með snjóframleiðslu í Bláfjöllum breytist í vatn þegar snjórinn bráðnar. Á sama hátt og hefðbundinn snjór sem fellur af himnum ofan breytist í vatn. Vatnið sötrar síðan niður í jörðina. Á sama hátt og það hefur gert um milljónir ára.
Ein virtasta verkfræðistofa Íslands hefur nú eftir miklar rannsóknir staðfest þessa einföldu staðreynd.
Niðurstaðan er skýr – snjóframleiðsla í Bláfjöllum ÓGNAR EKKI vatnsbólum höfuðborgarbúa.
Þrátt fyrir þessa skýru niðurstöðu hamast andstæðingar skíðaíþróttarinnar gegn því að almenningur og íþróttafélög nýti milljarða fjárfestingar í skíðasvæðum Bláfjalla með umhverfisvænni snjóframleiðslu!
Hvað veldur?
1) Það er sennilega ekki notað alfarið hreint vatn við framleiðslu á snjó. Til að fá fram kristöllun á vatninu þá verður að bæta við efni sem framkallar kristöllunina. Þetta eru efni sem geta verið lífræn eða ólífræn efnasambönd.
2) Það er hins vegar spurning hvers vegna skattborgarar eigi að borga fyrir þessar framkvæmdir. Er ekki kominn tími til að láta veski skattborgara einu sinni í friði ! Ég sé ekki hvers vegna ég sem skattaborgarari eigi að standa straum að þessum framkvæmdum. Ef það er eftirspurn eftir þessu þá stendur þetta væntanlega undir kostnaðinum og rekstrinum. Ef ekki þá sleppum við þessu.
Hvað veldur? Hefurðu aldrei heyrt talað um idjóta?
Er það ekki dálítið billegt af þér að tala um þá sem mælt hafa gegn snjóframleiðslu í Bláfjöllum sem „andstæðinga skíðaíþróttarinnar“? Ég er viss um að margir þeirra hafa gaman af því að fara á skíði sjálfir og geta vel unnt öðrum þess líka. Ástæðan fyrir andstöðu þeirra við þessar framkvæmdir sprettur ekki af andúð á skíðamennsku, heldur varfærni í umhverfismálum. Vatnsból höfuðborgarinnar eru ekki eitthvað sem hægt er að taka áhættu með. Afleiðingar mengunarslyss á vatnsupptökusvæði þeirra kæmu hugsanlega ekki fram í vatnsgæðum fyrr en eftir langan tíma og þá væri ekkert hægt að gera til að bjarga vatnsbólunum. Þetta er því spurning um að vega saman meiri hagsmuni og minni og margir (jafnvel líka skíðafólk) eru þeirrar skoðunar að bætt aðstaða til skíðaiðkunar í Bláfjöllum réttlæti ekki þá áhættu sem það hefði í för með sér fyrir vatnsbólin.
Hvort er hugmyndin að safna vatni í lón, eins og víðast hvar erlendis, eða leggja pípur uppeftir?
Ætti fyrir löngu að vera búið að þessu.
Skíðasvæðið í Bláfjöllum er í raun á vatnsverndarsvæði, þ.e. vatnið sem rennur frá svæðinu neðanjarðar rennur að vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins. Skíðasvæðið er á röngum stað og best að flytja það annað fyrr en seinna. Það eru önnur og betri snjóasvæði i grennd við Borgina. Vegna skíðasvæðisins dregur staðurinn að sér bifreiðar í þúsundatali í alls konar ástandi með olíuleka o.s. frv. Allur vökvi sem fer niður á jarðveginn heldur áfram niður í grunnvatnið sé hann ekki hreinsaður upp. Með skíðasvæðið í Bláfjöllum er verið að taka áhættu á að fórna miklum hagsmunum fyrir litla. Vatnsbólin í Heiðmörk og í Kaldárseli eru einstök á heimsvísu. Hvergi í heiminu á höfuðborg kost á svo nálægu vatni í jafnháum gæðaflokki og sem ekki þarf að hreinsa. Hvers vegna að taka óþarfa áhættu.
Vantar ekki frekar inniaðstöðu fyrir iðkendur fallhlífastökks?
Ég held að Pétur hitti naglann á höfuðið. Menn er „nervösir“ við að auka mjög umferð í Bláfjöllin með slíkri framkvæmd. Vatnsverndarsvæði eru EKKI TIL AÐ TAKA ÁHÆTTU MEÐ!
Lausnin er sennilega sú að hafa einungis örfá bílastæði og nota í staðinn rútur til ða flytja fólk á svæðið og þá væri allt í fína að hefja snjórframleiðslu.
Er það ekki góð sáttaleið, Hallur?
ekki nota mína skattpeninga í þetta bruðl, TAKK!
@björn og aron
hver er að tala um að skattborgarar eigi að fjármagna snjóframleiðslu þótt þeir hafi að mestu fjármagnað núverandi dýr mannvirki í bláfjöllum’
@ sm og pétur
er það ekki dálítið billegt af þeim sem berjast gegn snjóframleiðslu að gefa í skyn að snjóframleiðslan sá áhættan’ það er einungis úrlausnarefni að leysa umferðamálin. það er verkenið ekki það að leggjast gegn snjóframleiðslunni sjálfri.
@jóhann
úr borholu beint inn á lokað umhverfisvænt kerfi. það þarf hvort er eð að bora til að tryggja núverandi starfsemi vatn.
Sammála Halli Magnússyni en ósammála þeim embættismönnum sem hér hafa tjáð skoðanir sínar undir dulnefnum.
„Varúðarreglan býður ekki upp á neina stefnumótandi leiðsögn, en hún gæti dregið máttinn úr framkvæmd stefnunnar eða leitt til niðurstöðu sem er andstæð stefnunni“.
(Þýðing á: “The precautionary principle offers no policy guidance and instead can be expected to produce either policy paralysis or perverse policy outcomes”).
Cass Sunstein, “The Paralyzing Principle – Does the Precautionary Principle point us in any helpful direction?”, Regulation (2003).
http://www2.law.ucla.edu/volokh/blog_data/sunstein.pdf
Það er umferðaraukningin sem menn hafa áhyggjur af. Rafmagnsstrætó af Sandskeiði í Bláfjöll?
@Stefán Benediktsson:
Er þetta raunhæf tillaga? Ættu menn þá ekki fylgja varúðarnálguninni út í hörgul og loka Suðurlands- og Þrengslavegi fyrir umferð brennsluefnisdrifinna farartækja? Beina þá allri slíkri umferð frá höfuðborgarsvæðinu til Suðurlands um Krísuvík-Suðurstrandarveg?