Föstudagur 25.11.2011 - 18:07 - 10 ummæli

Reynir Trausta oft drullusokkur

Reynir Traustason ritstjóri DV er stundum drullusokkur og óheiðarlegur blaðamaður. Veit að þessi fullyrðing kemur í kjölfar pistilsins „Vandaðar ritdeildur gulli betri“. En framkoma hans í leiðara DV er þannig að ég ákvað að fara niður á hans plan.

Ég geri ekki athugasemdir við umfjöllun hans um fjórflokkinn og hvernig flokkarnir hafa makað krókinn.  En eftirfarandi setningu í leiðaranum er ekki unnt að meta öðruvísi en óheiðarlega:

„Orkuveitan afhendir Finni og félögum 200 milljónir króna á ári fyrir umsýsluna. Menn geta síðan velt fyrir sér ástæðum þess að Finnur á svona góða innkomu hjá Orkuveitunni sem um árabil var stýrt af spillingarforkólfum Framsóknarflokksins“.

Reynir Traustason veit að mælar Orkuveitunnar voru boðnir út árið 2001 þegar þurfti að endurnýja þá. Lægsta tilboð í mælana var frá Frumherja sem sá síðan um umsýsluna í samræmi við útboðsgögn. Umsýsla mælanna var aftur boðin út 2006 eða 2007.  Frumherji var aftur með lægsta tilboðið.

FINNUR INGÓLFSSON KEYPTI HLUT Í FRUMHERJA EFTIR SÍÐARA ÚTBOÐIÐ!

ÞAÐ VEIT REYNIR TRAUSTASON FULLKOMLEGA!!!!!

En í þessum makalausa leiðara gefur Reynir Traustason í skyn að Frumherji hafi í tíð Finns Ingólfssonar fengið óeðlilega fyrirgreiðslu frá Orkuveitunni.

Þegar hann veit betur.

Reynir Traustason minnist ekkert á það að það er stofnkostnaður og rekstrarkostnaður á móti þeirri greiðslu sem OR greiðir Í SAMRÆMI VIÐ ÚTBOÐSSKILMÁLA!

En Reyni er sama. Því Reynir er stundum drullusokkur og óheiðarlegur blaðamaður.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Kalla Lóa Karlsdóttir

    Ef einhver er drullusokkur, heitir hann, Finnur Ingólfsson. Skammastu þín svo..

  • Hárrétt hjá þér Hallur. Í orðabók Framsóknarflokksins er spilling ekki þar á meðal.

    Þeir gjörningar sem hinsvegar hafa poppað upp í gegnum tíðina hafa bara verið eðlilegir viðskiptahættir. Eins t.d Kögunarmálið osfrv… bara bissness.

    Er það flokksgæðingum flokkana að kenna að þeir tengist einhverjum flokkum þegar þeir hafa fengið auðlindir þjóðarinnar uppí hendurnar… hvaða rugl er þetta bara !

  • Þú átt svolítið bágt núna, Hallur.
    Lestu aftur það sem þú hefur eftir Reyni;-)

  • Sæll Hallur. Ekki eru það nú málefnaleg svör sem þú færð hér að ofan. það eru fleiri en ég orðin leið á því hvernig bæði blaðamenn á sumum fjölmiðlum sem og margir bloggarar leyfa sér að umgangast sannleikann. Þessi skrif um mælana, Orkuveituna og Finn Ingólfsson eru leiðinleg og eiga sér engan annan bakgrunn en þetta óendanlega hatur sem virðist búa í brjóstum margra. Þetta hatursfulla fólk virðist leggja sig fram um að leggja annað fólk í einelti. Sjáðu t.d. athugasemd hér að framan frá Köllu Lóu Karlsdóttur, ekki til sóma svo mikið er víst.

  • Er eitthvað sem Reynir segir í leiðaranum ósatt? Þú hlýtur að vera að lesa eitthvað annað en ég. Þetta las ég: http://www.dv.is/leidari/2011/11/25/finnur-hverju-heimili/

  • Leifur A. Benediktsson

    Hallur Magnússon,

    Ef eitthvað er,þá er Reynir Traustason að fara ansi ,,mjúkum“ höndum um þennan Finn Ingólfsson.

    Sagan mun dæma þennan Finn,Ólaf Ólafsson,Björgúlfana,Kaupþings þjófana,Glitnis þjófana,Kjartan Gunnarsson og síðast en ekki síst Landsbankastjórana.

    Ritunin er rétt að byrja Hallur, börn okkar og barnabörn er erfa munu land,koma til með að vega og meta þátt þessara skítapésa í falli Íslands.

    Þessar ryksugur fóru eins og engisprettuplága um fyrirtæki og bankastofnanir landsins og tæmdu þær.

    Finnur þinn er einn af örlagvöldum ófaranna,því verður ekki mótmælt. Sjaldan lýgur almannarómur you know!

  • Að þú skulir halda uppi vörnum fyrir þessa framsóknarglæpona segir margt um sjálfan þig Hallur. Þú ert greinilega hallur undir spillinguna

  • Trausti Þórðarson

    Reynir er ekki bitlaus penni.

  • siguróli kristjánsson

    dísa, leifur,einar og Kalla Lóa,er ykkur allveg sama um sannleikann? ég sé engan mun á ykkur og þessu fólki sem þið eruð að sakfella…..hugur ykkar er eitraður…. manni dauðlangar að finna einhvern skít um ykkur……..skiptir þá engu hvort það sé satt eða ekki

  • VILL EINHVER Í GUÐANNA BÆNUM HUGSA UM AUMINGJA FINN INGÓLFSSON???

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur