Vandaðar ritdeilur geta verið afar hressandi og upplýsandi enda einn hornsteinn málfrelsis og lýðræðis. Hér í eina tíð voru ritdeilur list. Vandaðar greinar birtust í blöðum og jafnvel tímaritum. Þær þurfti að hugsa og vanda.
Í dag eru vandaðar ritdeilur undantekning. Haldbær röksemdafærsla sjaldgæf en fúkyrðaflaumur algengari. Enda fara ritdeilur nú yfirleitt fram á netinu og í athugasemdum bloggkerfa. Kannske er það vegna þess hve fljótt er unnt að birta grein á bloggi og enn styttra að henda inn athugasemd. Kannske er það bara breyting á viðhorfi og afleiðing aukinnar hörku í samfélaginu.
… eða kanske er þetta bara óraunhæf nostalgía í miðaldra karlamanni!
Fyrr var oft í koti kátt…
Ekki einu sinni nostalgían er það sem hún áður var.
þú ert nú varla orðinn miðaldra Hallur…….smá þreyttur kannski en það reddast……um helgina.
„Haldbær röksemdafærsla sjaldgæf en fúkyrðaflaumur algengari.“ – Myndi orðið menningarelítufasismi flokkast sem fúkyrði í þessu samhengi, Hallur?