Föstudagur 25.11.2011 - 08:03 - 4 ummæli

Vandaðar ritdeilur gulli betri

Vandaðar ritdeilur geta verið afar hressandi og upplýsandi enda einn hornsteinn málfrelsis og lýðræðis. Hér í eina tíð voru ritdeilur list.  Vandaðar greinar birtust í blöðum og jafnvel tímaritum. Þær þurfti að hugsa og vanda.

Í dag eru vandaðar ritdeilur undantekning. Haldbær röksemdafærsla sjaldgæf en fúkyrðaflaumur algengari. Enda fara ritdeilur nú yfirleitt fram á netinu og í athugasemdum bloggkerfa.  Kannske er það vegna þess hve fljótt er unnt að birta grein á bloggi og enn styttra að henda inn athugasemd.  Kannske er það bara breyting á viðhorfi og afleiðing aukinnar hörku í samfélaginu.

… eða  kanske er þetta bara óraunhæf nostalgía í miðaldra karlamanni!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Var nagli

    Fyrr var oft í koti kátt…

  • Bar lómur

    Ekki einu sinni nostalgían er það sem hún áður var.

  • Stefán Benediktsson

    þú ert nú varla orðinn miðaldra Hallur…….smá þreyttur kannski en það reddast……um helgina.

  • Finnur Birgisson

    „Haldbær röksemdafærsla sjaldgæf en fúkyrðaflaumur algengari.“ – Myndi orðið menningarelítufasismi flokkast sem fúkyrði í þessu samhengi, Hallur?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og átta? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur