Framsóknarflokkurinn er kominn á fullt í að undirbúa næstu Alþingiskosningar. Það er gott. Honum veitir ekki af að undirbúa sig vel. Því Framsókn er þessa dagana eins og laukur sem flysjað er utan lag eftir lag þar til það kemur í ljós að enginn er lengur kjarninn. Aðeins innsta valdalag.
Það flysjast endalaust utan af Framsókn. Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna sagði af sér fyrir nokkrum mánuðum vegna óánægju með vinnubrögð þingflokks og breytingar á stefnu flokksins. Með honum nánast öll stjórn SUF.
Nú hefur formaður Landssambands Framsóknarkvenna sagt af sér af svipuðum ástæðum. Forysta þingflokksins búin að hrekja burt forystu beggja sérsambandanna – samtök ungra og kvenna!
Þá þarf ekki að ræða brotthvarf fjölmargra úr frjálslynda armi Framsóknarflokksins auk þess sem afar stór hópur áður áberandi fólks í Framsóknarflokknum hefur algerlega hætt að starfa með flokknum þótt fólk hafi ekki sagt sig úr honum vegna tryggðar við „gamla góða“ Framsóknarflokkinn. Þar er um að ræða þónokkra fyrrverandi alþingismenn og jafnvel ráðherra.
Þeir sem staðið hafa fyrir vafasömum áherslubreytingum á áður rótgróinni og frjálslyndri stefnu Framsóknarflokksins telja eflaust að það sé betra að losna við þá sem ekki eru þeim sammála og treysta því að það sé einhver innsti kjarni Framsóknar. Stór hluti þessara aðilja eru rétt nýstignir inn í flokkinn og skynja ekki eðli hans. Þeir leituðu valda en ekki þess að koma hugsjónum umburðarlyndis og samvinnu á framfæri.
Það mun væntanlega koma þeim á óvart að Framsókn var fjöldahreyfing um ákveðna pólitíska sýn. Án „innsta kjarna“ sem þessir nýbúar í Framsókn héldu að þeir hefðu náð tökum á.
Því Framsókn var eins og laukurinn. Mörg lög fólks sem nú eru að flysjast í burtu.
Eftir sitja nýbúarnir og sérhagsmunaverjendurnir með tárin í augunum. Því það tekur á tárakirtlana að flysja lauk.
Sæll Hallur. Segðu okkur nú hvaða fyrrverandi þingmenn og ráðherrar Framsóknar eru komnir í fýlu út í sinn gamla flokk eftir því sem þú segir ? Eru það e.t.v. Halldór Ásgrímsson, Valgerður eða ertu að tala um Jón Sigurðsson ? Hvaða fólk ertu að tala um Hallur það væri fróðlegt að vita þetta?
þú ert samur við þig Hallur ferð frekar frjálslega með söguna vona að þú farir að venja þig af þeim ósið
@Heiða.
Hvaða fyrrverandi alþingismenn og hvaða fyrrverandi ráðherrar mættu á miðstjórnarfund í Borgarnesi?
Það er reyndar að verða nokkuð langt síðan að mínu mati að Framsóknarflokkurinn var raunveruleg fjöldahreyfing. Sú staða hans hvarf um svipað leyti og samvinnuhreyfingin á Íslandi var því sem næst lögð af vegna tapreksturs, spillingar og annara innanmeina.
Mér sýnist einmitt að margir af þeim sem hafa verið að yfirgefa Framsóknarflokkinn séu einmitt þeir sem þangað leituðu vegna þess að þar var „metorðastiginn“ lægstur. Ég leyfi mér að efast um að það sé raunverulegt tap fyrir flokkinn.
Þó að ég viðurkenni það fúslega að hafa aldrei kosið Framsóknarflokkinn, þá sýnist mér að flokkurinn sé á nokkuð réttri leið og eigi möguleika á að gera sig gildandi á ný. Það er þó engan veginn öruggt.
Að síðustu verð ég að segja að ég hef aldrei skilið tal þitt um hina frjálslyndu Framsóknarmenn, sem alltaf virðast vera undir í flokknum. Hverjir eru þeir og í hverju er frjálslyndi þeirra fólgið? Persónulega man ég ekki eftir mörgum frjálslyndisfrumvörpum frá framsóknarþingmönnum undanfarin ár. Einna helst rekur mig minni til þess að sumir Framsóknarþingmenn hafi reynt að bjóða fram pólítískan stuðning sinn á afar frjálsyndan máta, en það er ekki eitt af því sem ég lít á sem eftirsóknarvert frjálslyndi.
varst þú þarna? því þarna voru fyrverandi ráðherra og fyrverandi alþingismenn held að þú ættir að stopa aðeins í gasprinu
Fólk með heilbrigða skynsemi á að forða sér úr þessum spillingarbælum sem 4FLokkurinn er.
Kristbjörg Þórisdóttir er greinilega skynsöm og hugsandi kona. Hún hefur séð það sem okkur flestum er hulið,sem störfum ekki innan 4FLokkaMafíunnar.
Kögunarsonurinn sem boðar með reglulegu millibili ragnarrök þjóðarskútunnar og eða hókus pókus skyndilausnir fyrir íslenska þjóð,er afskaplega ótrúverðugur pólitíkus.
FramsóknarFLokkurinn er sem sökkvandi árabátur með skipstjóra við stjórn sem enginn tekur lengur mark á.
Að kaupa sig til valda, er ekki ávísun til farsældrar skipstjórnar. Er ekki og hefur aldrei verið.
Framsóknarflokkurinn valdi til forystu verðbréfadreng. Tími slíkra stjórnmálamanna rann sitt skeið með hruninu. Eða ætla Íslendingar að kjósa sjóð 9, vafning, Fl-group, fé án hirðis, Ásbjörn „endurskoðanda“, Þorgerði 1700 milljónir, Árna o.s. frv. til valda? Það held ég ekki og þess vegna hefur Framsóknarflokkurinn, með Sigmund, ekkert hutverk.
@Ragnar
Hvaða fyrrverandi alþingismenn og hvaða fyrrverandi ráðherrar mættu á miðstjórnarfund í Borgarnesi?
Þú veist að allir fyrrverandi þingmenn eru í miðstjórn?
Mér sýnist að Hallur sé undir rós að segja okkur að allt „gamla settið“ sé nú áhrifalaust í Framsókn. Var ekki þjóðin að kalla eftir endurnýjun í stjórnmálum? Ef Hallur hefur rétt fyrir sér með að “ gamla settið“ sé bara horfið þá hefur Framsókn einum flokka tekist að ná algjörri endurnýjun. Svo er hitt annað mál að Hallur Magnússon var auðvitað hluti af gamla settinu í Framsókn og er ekki verri maður fyrir það. En ljóst er að Halli sárnar mjög áhrifaleysi fyrrum valdhafa í Framsóknarflokknum. Taka aðrir undir með honum í þeirri eftirsjá ?
Heiða
Maður er nú svolítið tvístígandi.
Að velja milli Sigmundar Davíðs og Finns Ingólfssonar…það má hafa ýmis orð um það.
Er ekki bara gott að fólk færi sig milli flokka.
Það eru svo margir í vitlausum flokki.
@ einsi.
Já „einsi“ þú virðist mikið hrifinn af Finni Ingólfssyni og átt erfitt að gera upp á milli hans og Sigmundar Davíðs. Víst eru þeir báðir augljóslega klárir menn en staðan er sú að Finnur vinur þinn er ekki lengur í stjórnmálum hann er farinn og sinnir nú öðru þó DV og annað rumpulið haldi áfram að pönkast á manninum.
Sigmundur Davíð er á hinn bóginn á hinum pólitíska vígvelli og stendur sig afar vel. Þú þarft því ekki að gera upp á milli tveggja góðra manna, annar er farinn hinn er á fullu.
Það er alltaf þannig þegar þú pússar fagra steina. Skíturinn er skafinn af og eftir stendur…..eitthvað miklu betra.
Heiða,
Þú segir,,DV og annað rumpulið haldi áfram að pönkast á manninum.
Sigmundur Davíð er á hinn bóginn á hinum pólitíska vígvelli og stendur sig afar vel. Þú þarft því ekki að gera upp á milli tveggja góðra manna, annar er farinn hinn er á fullu.,,
Í hvaða heimshluta býrð þú Heiða litla?
DV á heiður skilinn að ,,pönkast“ á þessum skítapésa Finn Ingólfssyni. Hann er einn soralegasti sjálftökumaður íslenskrar pólitíkur. Ef ekki væri fyrir fréttir DV um þennan ,,dáðadreng“ Framsóknar væri EKKERT um hann fjallað á hlutlausan hátt.
Varðandi hinn ,,dáðadreng“ Framsóknar, Sigmund Davíð son Kögunar,má með líku segja að hann hafi komist til valda í krafti föður síns sem sölsaði undir sig eigur almennings á vafasaman hátt.
Þetta er allt vitað og er til á alnetinu. Sagan fylgir þessum pésum allt til enda. Framsóknarsaga sjálftöku er öllum ljós og hún hófst strax eftir lýðveldisstofnun 1944.
@Hallur
ju það veit ég vel en ég hef farið á nokkra fundi og aldrei orðið vitni af því að allir mæti
ég kom nu reyndar seint á fundinn en átti t.d gott spjall við pál
@Ragnar.
Páll og Guðni. Punktur.
@ Leifur Benediktsson.
Það eru ekki djúpvitrar manneskjur sem telja það algildi sannleikans sem fólk les á netinu. En almennt leiðist mér fólk sem hefur ekkert að segja annað en kasta ónotum í nafngreinda einstaklinga.
Einkennilegt með fólk sem heimtar ný vinnubrögð. Þegar liðið sem kennt er við spillingu yfirgefur flokkinn, þá hverfur líka þetta fólk. Hvað segir það okkur? Ég hef aldrei séð Finn Ingólfsson eða Ólaf Ólafsson á Flokksþingi Framsóknar og hef ég þó sótt mörg þingin. En þetta hlýtur að vera tímabil sem Hallur saknar!
Guðrún J.
Ólafur Ólafsson hefur held ég aldrei verið í Framsóknarflokknum. Finnur hefur ekki tekið þátt í starfi flokksins frá því hann varð Seðlabankastjóri.
Þannig voru hvorugur þeirra aðilji að starfi Framsóknarflokksins sem skapaði hina flottu og frjálslyndu stefnuskrá Framsóknar í janúar 2009 á afar fjölmennu flokksþingi.
Hins vegar er búið að henda þeirri góðu stefnuskrá í heild sinni – á afar fámennu flokksþingi 2011 – enda vann hluti þingsflokks Framsóknarmanna gegn henni en ekki með henni.