Mánudagur 28.11.2011 - 10:01 - 13 ummæli

VG eitrar Ísland

VG eitrar Ísland. Með dyggum stuðningi LÍÚ og BÍ. Ef marka má stjórnarformann Matís.

Það er líklega rangt hjá mér að segja að VG eitri Ísland með stuðningi LÍÚ og BÍ. Það rétta er að VG, LÍÚ og BÍ virðast vera nokk sama þótt eftirlit Matís með eiturefnum verði ekki bætt og nái ekki ákvæðum EES samningsins bara vegna þess að fjármögnun á auknu eftirliti Matís átti að koma frá Evrópusambandinu.

Ef marka má stjórnarformann Matís í viðtali hans við RÚV:

„Matís hefur hætt við að sækja um þrjú hundruð milljóna króna styrk sem ríki sem eru í aðildarviðræðum við Evrópusambandið eiga rétt á. Andvirði styrksins átti að nota til að taka upp mælingar á eiturefnum í matvælum.

Um áramót rennur úr gildi undanþága sem Ísland hefur frá EES-reglum um mælingar á um þrjú hundruð eiturefnum.

Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður Matís, segir að ákveðið hafi verið á föstudaginn að draga umsóknina til baka sé fjárstuðningurinn mikið álitamál. Í hópi umbjóðenda og viðskiptavina Matís, í sjávarútvegi og landbúnaði, sé stuðningurinn við aðildina að Evrópusambandinu einna minnstur. Því hafi stjórnin þurft að horfa á hugsanlegar afleiðingar þess, hvaða áhrif umsókn um fjárstyrk hefði, einkum samskiptin við viðskiptavini og eiganda til lengdar litið.“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Stjórnarformaðurinn er að lýsa pólitískri kúgun af verstu sort.

    Þessi ummæli mannsins eru ótrúloeg en segja allt um Ísland í dag.

    Sjúkt samfélag.

  • Þetta er einkar athyglisvert.

  • Kristján Kristinsson

    Mjög athyglisverð frétt. Lyktar af ótrúlegri kúgun. En nú er spurningin, hvernig á að fjármagna þessar eiturefnamælingar og þetta eftirlit?

  • Ómar Kristjánsson

    Enda er Ísland á leið úr EES.

  • Voru það baunaspírurnar sem voru eitraðar? Ég missti alveg af niðurstöðunni.

    http://evropuvaktin.is/frettir/18879/

  • Er ekki hægt að efla eftirlit með eiturefnum nema að því tilskyldu að stofnunin hljóti styrk frá ESB upp á 300 milljónir? Er þessi styrkur veittur í eitt ár, eða á hverju ári um ókomna framtíð? Er þetta svipað bix og rætt er um varðandi landhelgina, Ísland fái undanþágur, en ekki getið um hvort það sé í nokkur ár eða um ókomna framtíð?

    Svona skyndilausnir eru eiginlega lítið annað en pólitískar mútur. Samfylking hefur verið dugleg að beita svona pólitískum bittlingum í gegnum tíðina, sóa skattpeningum fólksins til að kaupa stefnu sinni brautargengi.

  • Tek undir með Rósu: „Stjórnarformaðurinn er að lýsa pólitískri kúgun af verstu sort.

    Þessi ummæli mannsins eru ótrúloeg en segja allt um Ísland í dag.

    Sjúkt samfélag.“

    Manni flökrar við því hvernig hagsmunaöfl í atvinnulífinu stjórn landinu, gegn hagsmunum almennings.

  • Hvaðan eiga peningarnir að koma fyrir rannsóknartækin?

    Frá þeim sem hafa hag og óska eftir rannsóknum? Þ.e. ESB.

    Frá útgerðinni sem selur fiskinn og fær allan arðinn af veiðunum?

    Nei annars, það hljóta að vera að ísl. skattgreiðendur sem fá að borga brúsann samkv. eðlilegri LÍÚ þjónkun.

  • Eftirlitsiðnaðurinn að væla.

  • Sigurður Hr. Sigurðsson

    Hver á Matís? Íslenska ríkið? LÍÚ? Þetta nær auðvitað engri átt.

  • Hvernig ætli þetta spilist? Matís segir nei við ESB peningum vegna fóbíu hagsmunasamtaka viðskiptavinna Matís.

    Viðskiptavinir Matís vilja topp þjónustu en Matís vantar pening til að reka þjónustuna – Matís hækkar þjónustugjöld sín.

    Hagsmunaðilar væla yfir óbeinum sköttum stjórnvalda og hvernig hún er að drepa niður atvinnulífið. Gjaldskrár hækkanir eru atlaga að atvinnugreinunum og hefta samkeppnishæfni þeirra.

    Slæmt fyrir viðskiptavininna – en fyrir hagsmunasamtökin þá er þetta WIN/WIN. Stoppa samstarf við ESB og fokka í ríkisstjórninni.

    Svona gerast kaupin á eyrinni.

  • Anna Benkovic

    ‎“Um áramót rennur úr gildi undanþága sem Ísland hefur frá EES-reglum um mælingar á um þrjú hundruð eiturefnum.“ Ok, það útskýrir hversvegna varnarefnmælingum í grænmeti t.d er stórkostlega ábótavant hérlendis og hefur verið í a.m.k. 7 ár. Ég benti á það þá og fékk skammir fyrir. Einstaklega metnaðarlaust! Höldum „undanþáguákvæðum og mælum 20 -30 eiturefni áfram (ef þau eru orðin svo mörg…?).

  • Pétur Páll

    Vg gerir meira en að eitra – þeir grafa undan sjáfsbjargarhæfni fyrirtækja og einstaklinga með kjána- og bjánavæðingu sinni. Friða-, vernda- og bannatæknin er notuð á allt og alla.

    Var að lesa Icesave bókina og mér sýnist að Landsdómur verði upptekin eitthvað áfram……

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur