Fimmtudagur 01.12.2011 - 22:55 - 5 ummæli

Árni Páll með pálmann í höndunum!

Árni Páll Árnason verður með pólitíska pálmann í höndunum ef Jóhanna og Steingrímur J. henda honum út út ríkisstjórn eins og kjaftasögur segja að sé á döfinni!  Áframhaldandi „efnahagsstefna“ Steingríms og Jóhönnu mun nánast gefa íslensku efnahagslífi náðahöggið.

Sök Árna Páls mun vera sú að segja sannleikann. Gagnrýna Steingrím fyrir skort á aðhaldi í ríkisfjármálum og klúðri í málefnum sparisjóðanna. Vilja raunhæfa efnahagsstefnu. Ekki þá glansmynd „a la Kim Il Sung“ sem Steingrímur og Jóhanna hafa viljað sýna almenningi í stað sannleikans.

Ef Árna Páli verður hent úr ríkisstjórninni þá mun hann verða með gullpálmann í höndunum fyrir næsta landsfund Samfylkingarinnar þegar efnahagslífið verður í rúst vegna vangetu Steingríms og Jóhönnu í efnahagsmálum og fjármálum ríkisins. Þá mun Samfylkingin leita í örvæntingu einhvers sem getur bjargað því sem bjargað verður. Sá einhver verður Árni Páll sem hent var úr ríkisstjórn og getur sagt: „I told you so“.

http://eyjan.is/2011/12/01/vilja-faekka-radherrum-um-tvo-og-arna-pal-ut-ur-rikisstjorninni/

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Landsbankinn heldur áfram uppteknum hætti. Starfsfólk bankans stendur í skriflegum hótunum við heimili fólks sem gerði þau mistök að eiga viðskipti við bankann, skrifaði undir ólöglega gengistryggða lánasamninga. Bankinn auglýsir með fagurgala og skrumi Steinþórs Pálssonar fyrrum undirtyllu Björgólfs Thors, styrktaraðila Samfyíósanna. Þessi samtök standa nú saman að því að fjárkúga heimili íslendinga. Þarna er okkar mafía, samfýíósarnir og Landsbankaliðið, með kerlinguna mama mafía í forsæti.

  • Sé grunur okkar um niðurstöðu ESA varðandi lög 151/2010 réttur, þá er hann nú heldur fúinn, pálminn sem Árni Páll heldur á…

  • Magnus Jonsson

    Hallur hafa kjósendur ekkert um það að segja ???? Eða eru þeir ekki lengur stærð í pólitíkinni.

    Árni hefur nákvæmlega ekkert að gera sem fulltrúi almennings í löggjafarsamkundunni, hann hefur barist blóðugur upp fyrir axlir með vogunarsjóðunum í þeirri viðleitni að koma eins miklum arði burt áður allt kerfið hrynur endanlega. Það gleymist ekki þó það loði við íslendinga að vera með takmarkað langtíma minni þegar kemur að kjörnum fulltrúum .

  • Sammála þessu.

    Hins vegar hefur Árni Páll verið lufsulegur og ómarkviss í gagnrýni sinni.

    Hvers vegna þorir enginn að tjá sig og segja hlutina beint út?

    Árni Páll gerir sér ljóst að þessi ríkisstjórn er ekki aðeins algjörlega mislukkuð heldur hreinn hryllingur.

    En þarna hefur hann setið og situr enn.

    Hann ber því fulla ábyrgð á þessum ósköpum.

    Gleymum því ekki.

  • Árni Páll verður þá bara að sjanghæja spunalið samfylkingar, þá sem hafa verið í fullu starfi við að skrifa samfylkinguna frá hruninu, fá þá til að skrifa Árna Pál frá setu í þessari vonlausu ríkisstjórn. Árni Páll er búinn að vera prímus mótorinn í efnahagsstefnunni, verandi viðskipta/efnahagsráðherra. Hvernig getur maður sem hefur klúðrað málum svona hrikalega stðið með pálmann í höndunum? Hann er eiginlegameð þyrnikórónua á hausnum.

    Samfylking mælist með 22% fylgi. Samfylking sat í hrunstjórninni, flokkurinn er búinn að sitja í tveimur ríkisstjórnum síðan sem hafa ekkert gert af sér nema einhverja tóma vitleysu. Hvernig getur Árni Páll staðið uppi sem sigurvegari?

    Það væri reyndar fínt fyrir hina flokkana að samfylking myndi tefla Árna Páli fram, þá væri Samfylking endanlega komin niður í það fylgi sem gamli Alþýðuflokkurinn fór jafnan niður í eftir stjórnarsetu. Tæp 10%

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur