Stjórnmálaflokkarnir flestir eru skuldum vafnir eins og skrattinn skömmunum. Það er gömul saga og ný að skuldunautar eru háðir þeim sem þeir skulda. Völd lánveitenda yfir skuldunautum eru mikil. Þeir geta sett skuldunautum sínum skilyrði meðan skuldir eru ekki greiddar.
Hvar er staða stjórnmálaflokkanna gagnvart þeim aðiljum sem flokkarnir skulda fé? Er staða þeirra sem eiga stjórnmálaflokk sem skuldunaut ekki sterkari en staða þeirra sem veita stjórnmálaflokki beina fjárstyrki? Hverjum skulda stjórnmálaflokkarnir? Er ekki ástæða til þess að það komi fram opinberlega?
… því staðreyndin er nefnilega sú að við förum ekki alltaf eftir bæninni sem Kristur kenndi okkur: „… svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum“
Allra síst ef við eigum hagsmuna að gæta og höfum tak á stjórnmálaflokkum í krafti ógreiddrar skuldar …
setjum flokkana í þrot eins og samfélagið