Er forstjóri Fjármálaeftirlitsins – sem margir telja gersamlega óhæfan sem slíkur vegna vafasamrar fortíðar á fjármálamarkaði – að gefa Hæstarétti línuna í máli Lýsingar? Sérkennilegt að forstjórinn leggi sig fram um að draga fram afleiðingar dóms héraðsdóms fyrir fyrirtækið nú þegar ljóst er að Hæstiréttur mun fjalla um málið.
Hefði ekki verið rétt að „halda kjafti“ þar til Hæstiréttur kláraði málið?
Voru einhver tengsl milli forstjóra Fjármálaeftirlitsins og Lýsingar þegar forstjórinn starfaði „án beinna afskipta“ á fjármálamarkaði?
Hefur þú hagsmuni af því að rýra trúverðugleika forstjóra Fjármálaeftirlitsins, Hallur?
Er Gunnar ekki bara að standa sig nokkuð vel og vinna vinnuna sína? Það hljóma eins og meðmæli þegar fjárglæframennirnir og málpípur þeirra fara að glefsa í hann.
@einsi.
Nei.
Hins vegar verða menn í hans stöðu að vera yfir alllan vafa hafnir. Það er hann ekki.
Bendi þér á það sem ég hafði að segja um ráðningu forvera hans:
http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/783712/