Fimmtudagur 01.12.2011 - 18:13 - 2 ummæli

Gefur forstjóri FME Hæstarétti línuna?

Er  forstjóri Fjármálaeftirlitsins – sem margir telja gersamlega óhæfan sem slíkur vegna vafasamrar fortíðar á fjármálamarkaði – að gefa Hæstarétti línuna í máli Lýsingar? Sérkennilegt að forstjórinn leggi sig fram um að draga fram afleiðingar dóms héraðsdóms fyrir fyrirtækið nú þegar ljóst er að Hæstiréttur mun fjalla um málið.

Hefði ekki verið rétt að „halda kjafti“ þar til Hæstiréttur kláraði málið?

Voru einhver tengsl milli forstjóra Fjármálaeftirlitsins og Lýsingar þegar forstjórinn starfaði „án beinna afskipta“ á fjármálamarkaði?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Hefur þú hagsmuni af því að rýra trúverðugleika forstjóra Fjármálaeftirlitsins, Hallur?
    Er Gunnar ekki bara að standa sig nokkuð vel og vinna vinnuna sína? Það hljóma eins og meðmæli þegar fjárglæframennirnir og málpípur þeirra fara að glefsa í hann.

  • Hallur Magnússon

    @einsi.

    Nei.

    Hins vegar verða menn í hans stöðu að vera yfir alllan vafa hafnir. Það er hann ekki.

    Bendi þér á það sem ég hafði að segja um ráðningu forvera hans:

    http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/783712/

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur