Miðlungs íslenskur bloggari í Svíþjóð sem þekktur er fyrir sorakjaft og oft á tíðum tilhæfulausar og meiðandi áskanir í garð nafngreinds fólks vælir nú eins og stunginn grís yfir því að hann sæti málsókn vegna meiðyrða. Ofan í kaupið gerir hann málsóknina sér að féþúfu sem er reyndar í takt við fyrri tilraunir hans til að fá Alþingismenn til að styrkja sig fjárhagslega.
Ég ætla ekki að taka afstöðu til þess meiðyrðamáls sem þessi miðlungs bloggari reynir nú að verjast – en verð að segja að vælið í manninum yfir því að þurfa að standa fyrir máli sínu – er aumkunarvert með eindæmum!
Ég veit hvað ég er að tala um í því samhengi.
Ég skammast mín ennþá fyrir forsíðu aprílheftis Þjóðlífs árið 1989 sem ég prýddi með ákæru ríkissaksóknara undir fyrirsögninni: „Ég er fórnarlamb.“ Ritskoðun!“. Mér var illilega misboðið því forsíðan gaf í skyn að ég væri að væla yfir stöðu minni þegar ég í viðtali við Þjóðlíf taldi mig hafa lagt áherslu á að ég taldi ákæru ríkissaksóknara í minn garð vegna meintra meiðyrða ekki persónulega árás heldur tilraun valdamanna til að þagga niður í blaðamönnum sem ættu að veita stjórnvöldum og embættismönnum eðlilegt aðhald.
„-Ég er fórnarlamb ritskoðunar. Ég lít á mig sem fórnarlamb tilhneygingar til ritskoðunar í þjóðfélaginu, ég vek athygli á því að þetta mál er rekið sem sakamál, þar sem ég á yfir höfði mér allt að þriggja ára fangelsi. Hótun um slíkar refsingar fyrir gagnrýni á embættismenn hlýtur að fæla menn frá eðlilegu aðhaldi að embættismönnum fólksins, sagði Hallur Magnússon blaðamaður á Tímanum í spjalli við Þjóðlíf.“
Þetta sagði ég á sínum tíma. Taldi mig vera að standa í fæturna gagnvart „Aðför að prentfrelsinu“ eins og Indriði G. Þorsteinsson ritsjóri Tímans orðaði það bæði í yfirheyrslum hjá rannsóknarlögrelgunni og í viðtali við Þjóðlíf.
Ég var ekki að væla yfir minni stöðu per se – enda verð ég að játa að ég var dálítið stoltur yfir því að vera talinn það hættulegur embættismannakerfinu að vararíkissaksóknari vildi knjésetja mig enda sagði hann í viðtali við Þjóðlíf „Ritstóða og ærumorðinga vaða uppi“ og „Það verður að stöðva þá.“
Mér fannst forsíða Þjóðlífs ekki gefa rétta mynd af því sem ég vildi halda fram og taldi mig vera að berjast fyrir. Það er ekki minn stíll að væla yfir því sem yfir mig gengur. Þess heldur finnst mér ömurlegt hvernig þessi miðlungs íslenski bloggari í Svíþjóð sem þekktur er fyrir sorakjaft og oft á tíðum tilhæfulausar og meiðandi áskanir í garð nafngreinds fólks vælir nú eins og stunginn grís yfir því að hann sæti málsókn vegna meiðyrða. Og að ofan í kaupið geri hann málsóknina sér að féþúfu í takt við fyrri tilraunir hans til að fá Alþingismenn til að styrkja sig fjárhagslega.
Ég greiddi minn málskostnað þegjandi og hljóðalaust. Ég greiddi mína sekt í ríkissjóð þegjandi og hljóðalaust. Ég greiddi miskabæturnar þegjandi og hljóðalaust.
Þótt ég hafi verið dæmur á grundvelli lagagreinar sem hljóðaði svo: „Hver sem hefur í frammi skammaryrði, aðrar móðgangir í orðum eða ærumeiðandi aðdróttanir við opinberan starfsmann þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu, eða við hann eða um hann út af því, skal sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að þremur árum“ þá datt mér ekki í hug að væla yfir því. Ég stóð mína plikt og greiddi það sem íslenskir dómstólar ákvörðuðu.
Ég og sá maður sem ég hafði gagnrýnt og verið dæmdur fyrir sættumst síðar fullum sáttum.
Vegna þessa fer óumræðanlega í taugarnar á mér vælið í Gautaborgarbloggaranum. Hvers vegna getur hann ekki tekið þessu eins og maður? Það er ekki eins og meiðyrðamál dúkki upp úr þurru …
Er það Framsóknarhjartað sem ekki þolir gagnrýni um Kögun sem veldur þessari ótímabæru málvelgju og tilfinningar steypu hjá þér?
Hallur; mér finnst Þú aumkunarverð persóna og held að feðgarnir gjaldi þér ekki greiðann.
Heldur vildi ég heita Teitur en Gunnlaugur.
Framsókn lítið fékk í pant
í flestu djúpt er sokkin
þeim sem helst er vitsins vant
viðar hún að í flokkinn
Árni Guðnýjar
„tilhæfulausar og meiðandi áskanir“
Gott grín í þessum pistli.
Nú er mér öllum lokið.
Þú notar nánast sama orðalag og milljarðamæringurinn í hinum óhugglegu og barnalegu SMS hótunum þar sem peningakallinn og fer fram á miskabætur — fyrir margsögð orð og gamlar fréttaskýringar — og gerir tilraun til þöggunnar
Um leið og þú kemur með fingurbendandi ummæli um vælukjóa ertu um leið að upphefja sjálfan þig fyrir að hafa einu sinni verið kaldur kall og tekið ákærunni eins og maður.
Sjáið mig ! Ekki fór ég að væla.
@ Arnór
Hvað ertu að blanda Framsókn við mig? Og Kögun? Þessi pistlill fjallar um hvorugt. Lestu hann aftur gæskurinn 🙂
@Árni.
Mér gæti ekki verið meira sama hvað þér finnst um mína persónu – en ráðlegg þér að leita þér hjálpa fyrst þú getur hugsað þér að vera Teitur …
@Sjóður
Já, það er oftar en ekki tilhæfulausar og meiðandi ásakanir sem koma frá Gautaborgarbloggaranum. Þá er ég ekki að ræða bloggið sem „kom honum“ í meiðyrðamnálið:
@asi
Kanske var eitthvað til í þessu hjá „millarðamæringnum“ í barnalegu skeytunum:)
… en ég þarf ekkert að upphefja mig með gömlu máli sem flestum er vel þekkt.
Hins vegar er það merkilegur andskoti hvað menn eru svag fyrir vælinu í Gautaborgarbloggaranum. … og því hvernig hann notar hvert tækifærið á fætur öðru til að hafa fólk að féþúfu.
Fyrirgefðu, misminni hjá mér að þú hefðir setið og heiðrað Alþingi með flokki þeim. Tek það alt til baka, sé að þú varst aðeins óflokksbundinn næturvörður þar og hefur ekkert haft með Finn, Haldór , Valgerði og Framsókn að gera. Og aldrei komið nálægt spillingunni þar sem t.d. kosningastjóri eða gegnt öðrum víðlíka embættum þar.
Hallur minn, ertu dottinn íða? Eða ertu að grínast?
Þessi pistill kemur mér nú fyrir sjónir eins og hvert annað raus.
Ef þú ætlar að gagnrýna fólk komdu þá með konkret dæmi og rök. Og ekki vera alltaf að uppnefna fólk eins t.d. „Gautaborgarbloggarinn“ nefndu fólk með nafni.
@Alfreð
Það væri kannske ráð að fá sér púrtvínsglas fyrir svefninn 🙂 En af hverju gerir þú meiri kröfur til mín en vælandi „Gautaborgarbloggarans“?
Þessi pistill er afar undarlegur. Ekki er gerð nein tilraun til að greina og lýsa því málefni sem pistilhöfundur þykist þó vera að fjalla um. Pistilinn er ekkert annað en skætingur, raus og innihaldslaus þvæla. lengi má manninn reyna.
Hrafn.
Af hverju gerir þú meiri kröfur til mín en vælandi „Gautaborgarbloggarans“?
Sæll Hallur
Ég minnist þess reyndar að hafa hringt í staðarhaldarann á sínum tíma til að biðja þér vægðar. Hann benti mér á að málið væri hjá ríkissaksóknara og því úr sínum höndum. En það var auðheyrt að honum fannst þetta leiðinlegt og ég er þess vegna ekkert hissa á, að þið hafið sæst á endanum.
En hvor heldur kann nú að hafa réttara fyrir sér, Gautaborgarbloggarinn eða SMS-maðurinn, þá er það víst að sá síðarnefndi er örugglega borgunarmaður fyrir bæði bótum og málskostnaði, skyldi hann tapa málinu. Sæi trúlega ekki högg á vatni. Gautaborgarbloggarinn gæti hins vegar lent í verulegum peningavandræðum. Þess vegna mætti það ágæta fólk, sem setur okkur lög, hugleiða þann möguleika að miða dómafjárhæðir (og sektir) við tekjur og/eða eignir.
Jón.
Fram undir það síðasta hafa miskabætur á Íslandi verið afar lágar. Þannig að væla um það opinberlega fyrirfram, betla pening af fólki fyrirfram og halda því fram að þurfa að selja íbúðina sína hvort sem málið vinnst eða vinnst ekki – það er ekki alveg í lagi. Í alvöru.
Hins vegar er greinilegt að Gautaborgarbloggarinn telur málstað sinn þannig að hann muni klárlega vera dæmdur fyrir meiðyrði. Nema hann sé að nýta sér stöðuna til að safna fé óháð málinu!
Minni á að hann sendi alþingismönnum bréf og bað um fjárstuðning til að halda úti bloggi sínu…
Væri ekki nær að standa í lappirnar, svara fyrir sig í dómnum með festu og treysta því að verða sýknaður – fyrst málsókn milljarðarmæringsins er svona ósanngjörn!
Ég væri sjálfur til að láta einhverja þúsundkalla af hendi rakna til stráksins – ef hann yrði dæmdur og ef það væri tryggt að einhver ábyrgur aðilji héldi utan um fjárstreymið til hans!
Legg ekki mat á meiðyrði eða þrætu Gunnlaugs og Teits, eða sannleiksleit Teits yfirleitt, eða spillingu Gunnlaugs og Framsóknar …
En mikið djöfull finnst mér Teitur Atlason leiðinlegur bloggari, sjálfsupptekinn og í endalausu ójafnvægi. Þetta er bara mín prívat skoðun og vona ég að verði ekki talinn til framsóknarmanna hennar vegna.
Lifðu heill Hallur Magnússon það er meira í þig spunnið en ég hélt – það byggi ég á þessum fína pistli þínum. Sem greinilega fellur lítt í kramið – stundum má maður ekki segja það sem satt er …
Jú, jú, Hallur. Hið besta mál. Við leggjum honum lið ef hann tapar 🙂
Án tilltits til þrætueplisins sjálfs, tek ég undir með þér, Guðmundur. Ég ber alltaf virðingu fyrir þeim sem þora að ganga gegn hinu viðtekna.
PS: Ég les Teit ekki regluglega. En maður biður ekki um fjárhagsaðstoð FYRIRFRAM. Það er alveg á hreinu.
Hvað kostar að ráða lögfræðing? Burtséð frá því hvernig málið fer þá kostar að standa í þessu, ekki satt?
Eftir glas ei bloggi neinn. Þetta eiga vanir bloggarar að vita. Uppnefningar þínar; Gautaborgarbloggari, Jón Gnarr dellan hjá þér um daginn, Katrín Thoroddsen Jakobsdóttir etc. Barnalegt í besta falli en gerir þig ómarktækan.
Hallur,
Þetta er nokkurra mánaða gömul saga með Teit og söfnun hans fyrir málskostnaði.
Hvað veldur skyndilegum áhuga þínum núna?
.
Réð Gunnlaugur þig í smá „damage control“, eller hur?
einsi, góður.
Næst ferð þú að skrifa pisla til stuðnings Finni eða einhverjum öðrum frammörum. Af nógu er að taka. Þú hefur ekki getað haldið aftur af úlfinum sem þú ert búinn að fela í sauðagæru undanfarin ár. Þetta er mikil vonbrigði þar sem ég hef verið að taka þig sem dæmum um Frammar sem hægt væri að endurnýta. úff fnikur.
Þú varst nú einu sinni all bærilegur penni og vel boðlegur pólitískur hugsuður Hallur — en illa finnst mér þú hafa farið útaf báðum spronum í seinni tíð, bæði skortir ritsnilldinna og heilbrigða skynsemi hvað þá dýpri hugsun. — Það hreinlega er leitt á að hrofa.
— Þessi skrif hér eru glórulaus.
Stundum gerist það að menn sem hafa lítið til brunns að bera skjótast skyndilega uppá stjörnuhimininn og öðlast sína 15 mínútna frægð. Þannig er það með Gautaborgar Teit. Bloggheimar hafa tekið hann uppá arma sína og hafa hátt þessa stundina en svo er sagan öll á þeim vettvangi.
En áfram heldur Kögunarmálið í dómskerfinu og er ekki ástæðulaust fyrir Teit að örvænta strax um málalok?
Bloggari sem ákærir hlýtur að hafa alla málavexti á hreinu og vera þess fullviss að hann hafi sett fram málatilbúnaðinn á snörpu og fáguðu máli. Hvað hefur hann að óttast?
@Villi
Hvernig í ósköpunum getur þú haldið því fram að ég sé að uppnefna stórvinkonum mína hana Kötu þegar ég kalla hana Katrínu Thoroddsen Jakobsdóttur?
Veistu ekki hverra manna þessi einna heiðarlegasti þingmaður VG er?
Veistu ekki að hún er afkomandi Theódóru Thoroddsen og Skúla Thoroddsen þessa gagnmerka fólks? Er það að „uppnefna“ Katrínu að undirstrika hverra manna Kata er?
Veistu ekki hvaðan Katrínarnafnið er? Frá afasystur hennar Katrínu Thoroddsen sem var einn merkasti læknir 20. aldarinnar?
Faðir Katrínar Jakob Ármannsson var einn vandaðasti maður sem ég hef kynnst. En það að minna á að Katrín er einnig dóttir móður sinnar Signýjar Thoroddsen sálfræðings rýrir hvorki vegn Jakobs né Katrínar. Þvert á móti!
Skammastu þín „Villi“ – sem í þokkabót hefur ekki kjark til að skrifa athugasemdir undir eigin nafni!
Hvað sem segja má um Teit bloggara, þá vakti hann marga til vitundar um hvernig Kögunarmálið var vaxið.
Þarna virðist vera dæmi um stjórnmálamann sem notar aðstöðu sína og sambönd til að auðgast persónulega.
.
Mig grunar að sé talsverð eftirspurn eftir því að slík mál fari ekki í glatkistuna. Það skýrir athyglina og samúðina sem Teitur hefur notið.
… og Villi. Þetta með að ráða sér lögfræðing.
Ef „Gautaborgarbloggarinn“ vinnur málið – þá mun „milljarðarmæringurinn“ væntanlega verða dæmdur til að greiða málskostnaðurinn þmt. lögfræðikostnaðinn. Kostnaðurinn því enginn fyrir „fjáröflunarmanninn“.
Ætlar hann þá að skila peningunums em hann hefur vælt út fyrirfram? Er einhver sem heldur utan um þau framlög?
Nei, þetta er aumkunarvert væl um að „missa íbúðina“ – og í besta falli vafasöm fjáröflun – svona fyrirfram.
Hvað sem þið segið – og það óháð því hver kærir manninn fyrir meiðyrði. Það er algjört aukaatriði.
hvernig Ísland viljið þið ? jú drulla yfir alla Þjóðverja, vegna fyrri ráðamanna þar, þrátt fyrir að allt sé ósannað og eintómar dylgjur (eins og er í dag)
svo eruð þið svo heiðaleg og hrein, að ef að maður verður dæmdur fyrir glæp af dómstólum, þá ætlið þið að borga hann út. svo að hann geti haldið áfram með sinn sóðaskap
ef Gunnlaugur tapar,þá ætlið þið að míga á hann áfram, af því að hann var einu sinni Þjóðverji.
ef Teitur tapar, þá ætlið að þrífa allt upp og borga !!!
réttlæti ykkar er ömurlegt
hafi Gunnlaugur brotið lög, á að dæma hann, hvort sem hann er Þjóðverji eða Frakki
hafi Teitur brotið lög, á að dæma hann , hvort sem hann framsóknarmaður eða er bendlaður við Samfylkinguna
p.s, þig getið tekið Hall í sátt…hann er búinn að segja sig frá Framsókn, og er farinn að brosa til samfylkingarinnar, enda finnst honum enginn maður frjálslyndur nema hann kunni ESB dansinn
„Ömurlegur væliandi Dv bloggari
„Misðlungs íslenskur bloggari“
„Gautaborgarbloggari“
Til upplýsingar fyrir Hall þá heitir maðurin Teitur. Bara þessi framsetning í pistlinum sínir að þú ert búín að taka afstöðu í þessu máli. Að bera saman hvað gerðist 1989 þegar bloggið var ekki til er ekki samanburðarhæft.
Það er nátturulega bara ógeðslegt hvernig stjórnmála elítan hefur makað krókin fyrir sig og sína í gegnum tíðina, þar er Kögunarálið eitt af af þeim málum.
Stóra fréttin í öllu þessu máli er Kögun og sms skilaboðin, annað eru aukaatriði
@Sigurður
Takk fyrir að skrifa undir nafni.
Auðvitað er ég búinn að taka afstöðu til þessa ómerkilega væls og fjáröflunarleið Teits. Ég hef skömm á henni meðan dómur hefur ekki fallið í málinu.
Ég er hins vegar ekki teki nokkra afstöðu til þess sem Teitur hafði að segja og hvort þau ummæli eru meiðandi eða ekki. Það er dómstólanna að taka þá afstöðu. Hallast frekar að því að Teitur verði sýknaður þar sem hann er að endurbirta í pistli sínum nákæmlega það sem hefur birst annars staðar.
Málskostnaður mun falla á Gunnlaug ef Gunnlaugur tapar málinu.
Þess heldur er vælið í manninum ámótlegt og þess heldur set ég spurningamerki við vafasama fjáröflun hans fyrirfram.
Staðan er hins vegar önnur ef hann verður dæmdur. Þá er unnt að efna til samskota fyrir strákinn – en þangað til á hann að bera sig eins og maður – ekki eins og vælandi smákrakki.
Svo er Eiríkur Jónsson búinn að upplýsa okkur að þetta mál er Kratanna og Samspillingar.
Skrítinn málflutningur eins og reyndar málshöfðunin sjálf. Hef fylgst með bloggi Teits að undanförnu, allt sem hann hefur að segja um málið er fengið úr greinum Agnesar Bragadóttur og öðrum fjölmiðlum. Af hverju farið þið félagarnir ekki frekar í mál við hana og af hverju er þessum pistli ekki beint til hennar? Það vex Teiti greinilega í augum að þurfa að fara fyrir dóm sem er að mörgu leyti skiljanlegt. Eins og réttarkerfið er uppbyggt þá hefur sá sem á mikið af peningum og getur keypt sér góða aðstoð, töluvert betri stöðu þegar til réttarhalda kemur.
Teitur er með endurskoðanda sem mun fara yfir fjárframlög og bókhald. BDO heitir stofan og er rekin af fyrrum flokksbróður þínum Þorláki Björnssyni. Það hefur komið fram á bloggi hans að endurgreitt verði ef afgangur verður einhver.
Sorglegur pistill, hver myndi ráða Hall sem ráðgjafa eftir að hafa lesið þetta rusl blogg hans. Maður var innsti koppur í búri Framsóknarflokksins, segir manni margt um það geðveikisástand sem ríkir hérna á Íslandi. Siðferði er ekki neitt, menn tala mest með rassgatinu og bera enga virðingu fyrir staðreyndum.
Það er kúnstugt að nota málefni líðandi stundar til að reyna að ná í samúð vegna rúmlega 20 ára gamals máls og upphefja sjálfan sig í leiðinni eins og þú gerir í þessum pistli Hallur.
Þá er engu líkara en að gremja þín út í Teit byggist á því að þú sjálfur hafir tapað meiðyrðamáli.
Þessi pistill er í besta falli kjánalegur en í versta falli gróf persónuleg aðför eins og eftirfarandi ber með sér:
„Ofan í kaupið gerir hann málsóknina sér að féþúfu“
@Pétur Mack
Ég þarf ekki samúð eins eða neins.
Óháð þessu meiðyrðarmáli þá hefur Teitur ekki verið neitt sérstaklega elskur að sannleikanum gegnum tíðina. hef ítrekað þurft að leiðrétta manninn fyrir rangfærslur – en hann samt haldið áfram að bulla. Það á reyndar ekki við í þessu Kögunarmáli sem mér er sossum algerlega saman um.
En það hefði verið betra að vandaðri bloggari hefði rifjað upp Kögunarmálið til að fá það krufið til mergjar – ef málið snýst um það.
En svona út af því að þú minnist á þá staðreynd að „Ofan í kaupið gerir hann málsóknina sér að féþúfu“ – þá máttu heldur ekki gleyma því að maðurinn sendi Alþingismönnum sníkjubréf til að halda úti blogginu sínu. Þú ættir að skoða málið úr frá þeirri staðreynd.
Andri. Mér er nokk sama hvað þér finnst um mig – en að reyna að tengja Teit við siðferði – tja – það er svolítið eins og að „tala mest með rassgatinu og bera enga virðingu fyrir staðreyndum.“ eins og þú orðar það svo snyrtilega.
Sæll Hallur. Þú ferð með rangt mál eins og venjulega.
1. Ég hef ekki gert meiðyrðamálið gegn mér að féþúfu. Málið hefur þegar kostað mig 700.000 krónur og þeir sem kæra sig um, geta stutt mig.
2. Ég hef aldrei beðið Aþingismenn um stuðining „til að halda úti“ blogginu mínu. Það sem Hallur á við (og hann veit alveg örugglega) er að ég keypti könnun hjá Capacent í kringum Magma-máið og sendi öllum alþingismönnum bréf og bað um þúsundkall.
3. Ég hef aldrei sagt að ég muni missa íbúiðina mína ef ég vinn. Ólíkt Halli, er ég ekkert sérstaklega vel tengdur og 2 miljónir í mínus fyrir mig, er einfaldlega of mikið. Nú má Hallur alveg gera gys af þessu og flissar eins og smástelpa með vinum sínum úr stétt „athafnamanna“ yfir ólánsemi minni og fyrirhyggjuleysi. En þetta er bara svona.
4. Já Hallur. Eg ég vinn þetta mál, ætla ég að skila peningunum. -Hverri eínustu krónu. Nú veit ég að Hallur þarf að fara fram og fá sér vatnsglas… Þetta kemur sumum nefnilega spánskt fyrir sjónir og fyrir gamla Framsóknarmenn er þetta ekkert meira en minna en byltingarkennt og raskar alsherjarreglu.
5. Hallur spyr hver haldi utan um söfnunina. Því er til að svara að það er endurskoðendafyrirtækið BDO. Þetta veit Hallur vel, en kýs að knýja dyra þar sem enginn er.
það er aðeins eitt sem er rétt í þessari upptalningu Halls. Ég er miðlungs bloggari og mun aldrei komast með tærnar þar sem Hallur hefur hælana á því sviði.
Nú segi ég bless og góða nótt.
T.
Hverra erinda gekk Teitur í Icsave málinu? Hvers vegna reyndi hann að gera undirskrifta söfnun tortryggilega? Hvers vegna reynir hann alltaf að koma höggi á Sigmund Davíð? Hverra erinda gengur Teitur? Eiga menn að komast upp með að ljúga uppá fólk og komast upp með það? Er ekki dómstóla að skera úr um það? Ætti ekki Teitur að vera ánægður með það? Er hann kannski hræddur um að komist upp um hvern mann hann hefur að geima?
Þú ert undarlega innrætt eintak af manneskju Hallur.
Þessi litla bloggfærsla sem þér hefur örugglega fundist sniðug hugmynd þegar hún var skrifuð hefur töluverðar afleiðingar fyrir þig.
Nú veit ég ekki hversu margir lesa þessa bloggsíðu. Þú ert svo heppinn að þeir eru örugglega ekkert svo agalega margið miðað við aðsóknina á eyjunni…… en engu að síður þá ertu búinn að stimpla þig inn hjá stórum hluta þeirra lesenda sem skítlegur karakter.
Ég hélt að þú værir það ekki.
Teitur er sennilega næst leiðinlegasti bloggari sögunnar, skil ekki hvernig þú nennir að elta ólar við hann!
Ég ákvað fyrir löngu síðan að lesa ekki blogg frá fasistum, fávitum, kommum og kjánum – hef reynt að standa við það með misgóðum árangri – hef þó alveg getað haldið mig frá Teiti, Jónasi Kristjáns og æ ég man ekki hvað hún heitir, einhver fararstjóri með videoklippur allan daginn!
Nú er einfaldlega komið að því að við þurfum að horfa fram á veginn með bjartsýni og tilhlökkun, ekki augljóst að það sé eðlilegt næsta skref nema að stjórnin fari frá, það er það sem allir vilja – ríkisstjórnin er með þjóðina í gíslingu, frekja og ósundurlindi Vg og Samfó er að ganga fá þjóðinni og íslandi allan daginn.
@Heiða B. Heiðars.
Það er ekki sjálfhverfni ykkar á DV að spyrja!
Vælið í Teit sem lætur eins og hann sé sá eini sem hefur þurft að standa í meiðyrðamál er gott dæmi um það.
Vandlæting ykkar kallar oft fram í hugan hugtakið „hræsni“.
En þér til upplýsingar þá 1283 sem litu inn á bloggið mitt síðasta sólarhring. 1150 á laugardaginn. Yfirleitt eru það á milli 1000 og 1300 sem lesa bloggið mitt daglega. Hoppar stundum yfir 2000.
Ég myndi hins vegar fara varlega í það – verandi hluti af DV – að tala um skítlegt eðli.
Heiða B. Heiðars.
Verð að segja að Hallur er einn málefnanlegasti, heiðarlegasti og skemmtilegasti bloggari landsins.
Hann er meira að segja svo almennilegur og hugrakkur að hafa athugasemdakerfi hjá sér opið öllum, meira að segja fyrir sóðalega nafnleysingja. Og hann lætur þá ekki setja sig út af laginu.
Það er annað en þið á DV sem notið Facebook fyrir athugasemdakerfið við blogg hjá ykkur.
Hafið þið leyfti til þess frá eigendum Facebook?
Þetta er líka spurning um persónuvernd.
Allt sem skrifað er á Facebook er undir nafni og ýmsum persónulegum upplýsingum um viðkomandi.
Þannig er hægt að nota og misnota það sem skrifað er af viðkomandi á Facebook gegn þeim sama sem og að skoða persónulegar upplýsignar.
Hmmmm. Persónunjósnir hvað.