Þvert á það sem andstæðingar Árna Páls Árnasonar innan Samfylkingarinnar töldu þá hefur spuni þeirra gegn efnahagsráðherranum styrkt stöðu Árna Páls. Þá styrkti Árni Páll sjálfur stöðu sína með yfirvegaðri og málefnalegri framkomu sinni í Silfri Egils. Árni Páll er að stimpla sig inn sem raunverulegur valkostur fyrir Samfylkingarfólk þegar Jóhanna hættir. Sem gerist væntanlega fyrir næstu kosningar.
Þá styrktist Árni Páll enn frekar í dag þegar Steingrímur J. gat ekki dulið óánægju sína með þróun helgarinnar og svaraði ólundarlega að hann teldi að efnahagsmálin ættu að vera á einum stað í ríkisstjórn og engum duldist að hann vildi þau til sín í fjármálaráðuneytið. Mér var dulítið hugsað til Pútíns 🙂
Ástæða þess að ég get staðhæft að Árni Páll sé að styrkja sig er sú að eins og svo oft áður hef ég fengið bein viðbrögð við pistli mínum frá því fyrir helgi „Árni Páll með pálmann í höndunum“ þar sem fólk er mér sammála. Því það er nefnilega svo sérstakt að mjög oft treystir fólk sér ekki til að ræða málin í athugasemdakerfi bloggsins mín – þar sem það getur orðið fyrir aðkasti – heldur hefur samband við mig beint.
Flestir eru mér sammála – og allir þeir sem ég hef talað við eftir Silfur Egils – eru sammála um styrkingu Árna Páls.
… en það sem skemmtilegra er – ég hef fengið margar skemmtilegar tilgátur um af hverju reynt er að hnekkja á Árna Páli þessa dagana!
Meira um það síðar…
Er það gott fyrir Samfylkinguna að ÁPÁ „styrki sig“ . . ?
Er það gott fyrir stjórnmálin og fyrir almenning . . ?
Er það kannski frekar gott fyrir þá sem telja að jafnaðarstefnan og hófsöm félagshyggja sé EKKI góð pólitík . . . fyrir framtíðarsamfélagið . . . ?
Bara spyr . . . ? (Ég held að það sé rétt hjá þér út af fyrir sig að ÁPÁ hafi etv. „bjargað sjálfum sér“ . . . í bili – – en hann var nú líka kominn út í horn og verður etv. ekki bjargað pólitískt eftir að ESA úrskurðurinn um afturvirkni vaxtalaganna liggur fyrir. . )
Árni Páll hvað!
http://www.althingi.is/altext/stjt/2010.151.html
Tek undir með þér Hallur að Árni Páll hefur að einhverju leyti styrkt sig hjá Samfylkingarfólki undanfarið. Árni Páll hefur hinsvegar staðið hraustlega með fjármálaelítunni á kosnað almennings í leiðréttingu lána. Það mun seint gleymast. Því tel ég að Árni Páll sé alls ekki valkostur sem næsti formaður Samfylkingar. Samylkingin þarf að endurverkja traust á jafnaðarstefnunni sem Jóhanna hefur hent fyrir róða. Það verður ekki gert með núverandi þingmönnum.
Það þarf nýtt blóð í þennan flokk
Hjartanlega sammála um ágæti Árna Páls. Greinilegt efni í næsta formann SF.
Var flottur og málefnalegur í „Silfrinu“ í gær.
Manni verður eiginlega hálf flökurt að lesa hvernig sumir hrósa Árna Páli, sem hefur manna harðast barist fyrir hagsmunum fjármálageirans vs. heimilanna.
Heimilin hafa hinsvegar ágætt minni, og ef Árni Páll verður næsti formaður Samfylkingarinnar þá eru það langsamlega bestu fréttir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur nokkurntíman fengið.
Árni Páll er stundum flottur.
En þegar afrek hans eru skoðuð,þá er nú ekki mikið um hugarfarsstarfsemi.
Hann er ágætur í yfirlýsingum t.d. komum böndum á smálána starfsemi,hann sá til þess að ólöglegu bílalánin kæmu sér ekki illa fyrir lánveitendur.
Er ekki allt í lagi eða hvað.
Þegar Sjallar gleðjast yfir einhverjum í stjórninni þá skal fólk vara sig.
Hann er svipaður Degi. Ég bara dett út þegar þeir hafa talað í smástund. Held alls ekki þræði þó margt gott gæti leynst þar.
Það sama má segja um peysfatakonuna Birgi Ármann, Ögmund, jón Bjarna, Björn Bjarna, Össur og fleiri eða flesta pólítíkusa landsins. Þegar þeir tala þá er eftirtektin farin eftir smástund. Innihaldslausir frasarnir eru þvílíkir.
Ber alla vega mun meiri virðingu fyrir honum en áður því hann þorir í öll viðtöl alls staðar (hlusta mjög mikið á útvarp sem atvinnubílstjóri og hann er víða) hann talar rólegur og yfirvegaður fyrir sínu máli, mjög málefnalega og rökfast. Er ekki sammála honum oft þó og ætla mér ekki að kjósa samfylkinguna í framtíðinni ef einhver kreppuklámhundur ætlar að stimpla mig sem já-mann hérna fyrir að hrósa honum.
Ef menn eru að leita að Gillz týpunni, sem lítur þokkalega út á skjánum og talar nokkuð skýrt, má vera að einhverjir glepist.
Fyrir mér snýst pólítikin sem ég vil sjá um verkin og fyrir hverja er barist og ef það er skoðað er fjarri lagi að Árni sé einhver kostur. Alla vega ekki á meðan lögaðilar hafa ekki kosningarétt.