Mánudagur 05.12.2011 - 07:59 - 9 ummæli

Spilling eykst á Íslandi

Það var spilling í gangi á Íslandi fyrir hrun. Það er klárt. En spillingin er síst minni eftir hrun. Á mörgum sviðum er hún enn meiri en fyrir hrun. Við virðumst lítið hafa lært.  Þetta er staðfest í árlegum lista Transparency International, samtaka sem berjast gegn spillingu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Ertu semsagt að meina að mælingar Transparency International hafi verið áreiðanlegar fyrir hrun? 😉

  • Hannes I. Hallgrímsson

    Það var líka útrúlegt að lesa klúðurslega meðferð siðanefndar Háskóla Íslands á kærumálum þar innahúss eins og greint var frá í Sunnudagsmogganum nú um helgina.

  • Þú veist vonandi að Transparency International varð sér til mikillar háðungar þegar í ljós kom í Hruninu hér hvernig drengirnir höfðu tæmt bankana að innan með hjálp reglu(leysis)verksins? Það er til mynd frá 2007 úr dagblaði af þáverandi þingmanni FLokksins sem veifaði skýrslu frá þessum samtökum og hlakkaði í honum að Ísland væri bara alls ekkert spillt!

    Þessi Transparency International-samtök er lítil skrifstofa, ekki opinbert apparat heldur örfáir einstaklingar sem fá styrki til að gera kannanir. Eftir hrun voru þeir spurðir af Íslendingum m.a. í myndinni „Maybe I should have?“ hvernig svona kannanir færu fram og kom í ljós að þeir sendu spurningalista til íslensks ráðuneytis og þar svaraði einhver deildarstjórinn, sem líklegast var ráðinn af FLokknum (eða Framsókn). „Nei, hér er ekki ráðið eftir flokkstengslum og alls ekki eftir fjölskyldutengslum.“

    Kannski eru spurningarnar frá þeim ítarlegri núna eftir háðungina. Eða kannski eru svörin heiðarlegri.

    Má biðja um aðeins meiri innsæi hjá bloggara sem vill láta taka sig alvarlega?

  • Sæll Hallur.
    Ég sé nú ekki betur en þrátt fyrir allt þá megi Ísland mjög vel við una að vera talið í þrettánda sæti yfir minnst spilltustu ríki heimsins.
    Ég hef búið erlendis undanfarin 6 ár fyrst í Bretlandi og nú á Spáni og ég fullyrði að spilling í stjórnsýslunni er mun meiri en á Íslandi í báðum þessum löndum og á það sérstaklega við Spán, eins og reyndar fram kemur í skýrslunni þá mælast þessi lönd bæði með meiri spillingu en á Íslandi.

    Því að hér á spáni er spilling og mútuþægni stjórnmála- og embættismanna landlæg og oft í nánu samstarfi við stórkapítalið. Hér er meira að segja stórkostleg spilling innan lögreglunnar og dómsvaldsins einnig. Spilling sem almenningur getur sjálfur séð berum augum.
    Já ég tel að Ísland megi vel við una þó auðvitað megi og eigi að gera betur.
    Bendi á að samkvæmt skýrslunni þá eru 24 af 27 ríkjum ESB fyrir neðan okkur á spillingarlistanum. Það segir okkur svolítið.

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Ekkert breyst eftir hrun?

    Sástu ekki Viðskiptablaðið síðasta?

    Viðskiptavild Haga er 146% af eigin fé. Nei, það hefur líklega ekkert breyst eftir hrun nema til hins verra.

  • Ómar Valdimarsson

    Nei, TI er ekki að mæla spillingu heldur „perception“ um spillingu – þ.e. hvort fólk telur að spilling sé á ferðinni. Það er annar hlutur. Þessi nýjasta mæling sýnir engu að síður að fleiri TELJA að hér sé spilling.

  • snæbjörn Brynjarsson

    Það væri skrítið ef Íslendingar teldu ekki spillingu þrífast í dag. Það sem er furðulegt er að íslendingar töldu enga spillingu vera áður. TI mælir einungis það sem fólk telur almennt. Samt eru meira að segja norðmenn tortryggnari en við.

  • Sé að Rósa skrifaði það sem ég ætlaði að segja.

  • það sem Rósa sagði.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur