Mér þykir vænt um Tímann. Þótt ég hafi byrjað blaðamannaferil minn á Morgunblaðinu þá var ég lungan úr mínum fjölmiðlaferli á Tímanum. Hjá snillingunum Indriða G., Ingvari Gíslasyni og fleirum. Ég hafði hugmyndir um að endurreisa Tímann sem annars vegar mánaðarrit og hins vegar sem vefrit. Vildi taka heitið „Tíminn“ á leigu af Framsóknarflokknum.
Ég lagði nokkra vinnu í undirbúning verkefnisins. Lagði fram tillögur innan Framsóknarflokksins enda var ég þá í þeim annars ágæta flokki. Sem var þá ennþá frjálslyndur. Þær fengu ekki hljómgrunn. Því miður.
Hins vegar var annað hljóð komið í skrokkinn þegar vinir og félagar núverandi forystu vildi fá Tímaheitið fyrir vefrit. Framsóknarflokkurinn lét þeim heitið „Tíminn“ í té. Eftir smá slagsmál Framsóknar við Eyjuna og Illuga Jökulsson.
Mér fannst uppbygging vefritsins Tímans spennandi. Landshlutafréttir áttu að skipa veglegan sess miðað við uppbyggingu vefsíðurnnar. Minna varð hins vegar um efndir.
Nú virðist Tíminn liðinn. Allavega þagnaður í bili. Síðasta frétt í Tímanum hins nýja Framsóknarflokks virðist vera skrifuð 22. október. Tímans tákn?
Hallur kunna þeir ekki að reikna verðtryggð lán hjá Íbúðalánasjóði, getur þú tekið að þér að útskýra reiknireglur Íúðalánasjóðs.
gudbjornj.blog.is