Það er rétt hjá Steingrími J. að yfirstjórn efnahagsmála eigi að vera í einu ráðuneyti en ekki mörgum. En alls ekki í fjármálaráðuneytinu eins og Steingrím langar heldur í efnahagsráðuneytinu.
Fjármálaráðuneytið á síðan að fylgja efnahagsstefnunni í sínum aðgerðum. Efnahagsstefnu sem er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar í heild en í forsjá ráðherra efnahagsmála. Sá heitir Árni Páll Árnason í dag…
Ég hef verið efins um þá ráðstöfun að hafa efnahagsmál og fjármálamarkað hjá sama ráðherra í sama ráðuneyti. Enn verra ef bæta ætti ríkisfjármálum við.
Fyrirkomulagið var gott svona: Efnahagsmál í forsætisráðuneyti, fjármálamarkaðir (bankar o.fl.) í viðskiptaráðuneyti og ríkisfjármál í fjármálaráðuneyti. Nauðsynlegur aðskilnaður, meiri fagmennska.
Rétt hjá Steingrími – hljómar einkennilega, ekki meira um það.
Hvað varðar uppbyggingu og fyrikomulag ráðuneyta þá er ekki með þessari ríkisstjórn hægt að byggja upp trúverðugt og skilvirkt fyrirkomulag ráðuneyta.
Það er hægt að hræra í ráðuneytum og ráðherrum endalaust og niðurstaðan verður alltaf amk létt léleg.
Þótt Steingrímur sé þróttfullur og ákveðinn þá er ekki hægt að segja það sama um samráðherra hans og ekki nokkur leið að sjá ljósið með þessu fólki. Við þurfum kosningar hið fyrsta, ekki núna heldur strax.