Fimmtudagur 08.12.2011 - 10:42 - 2 ummæli

„Björt framtíð“ á landsvísu

„Björt framtíð“ hefur boðað stofnun nýs stjórnmálaafls á landsvísu. Vefsíða áhugafólks um bjarta framtíð verður opnuð í dag. Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu en ég veit að mikil vinna hefur verið unnin við undirbúning stjórnmálavettvangsins.

En merkilegur andskoti er það hvernig fjölmiðlar vilja gera nýja stjórnmálaaflið að „Bezta flokknum“. Stjórnmálaaflið er nefnilega ekki Bezti þótt fullt af fólki sem komið hefur að Bezta hafi tekið þátt í undirbúningsvinnunni. Stjórnmálaaflið er svo miklu meira!

Það mun væntanlega að hluta til koma í ljós í dag þótt lengra sé í að snjóboltinn byrji að rúlla fyrir alvöru.

Ekki gleyma að fram til þessa hefur starf stjórnmálaaflsins verið undirbúningur í kyrrþey. Þau eiga eftir að opna faðminn fyrir fólkið í landinu. Spurningin er hvað verður í pakkanum og hvort pólitíkin og aðferðafræðin sem „Björt framtíð“ boða mun höfða til almennings. Ef Björt framtíð gerir það þá geta undur og stórmerki skeð. Ef ekki – þá sitjum við uppi með enn einn smáflokkinn.

Ég bíð spenntur…

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Björn Kristinsson

    „Stjórnmálaaflið er svo miklu meira!“

    Nýtt nafn, hvað annað ef það er að megninu sama fólkið ?

    Það er ekki svo að þetta sé í fyrsta skiptið á Íslandi sem að nýtt framboð komi fram.

  • Leifur A. Benediktsson

    So far so good! Þetta er klárlega eitthvað sem mér hugnast vel.

    Ég kaus Besta í borgarstj.kosningunum 2010,og hann hefur ekki valdið mér neinum vonbrigðum.

    Ef þetta nýja framboð fer að fyllast af utangátta Frömmurum,sem ekki hafa náð að komast að ,,kötlunum“ góðu,þá fer ég að hafa miklar efasemdir um,,Bjarta framtíð“.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og einum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur