Föstudagur 09.12.2011 - 20:46 - 11 ummæli

Stóra-Bretland orðið Litla-Bretland!

Allar líkur eru á að eftirmæli David Camerons núverandi forsætisráðherra Bretlands verði „maðurinn sem breytti Stóra Bretlandi í Litla Bretland„!!!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

  • stefán benediktsson

    Bretlandseyjar fékk nýjamerkingu

  • Kristján

    Jæja, þá það. Spaugararnir voru hvort sem er búnir að breyta Great Britain í Little Britain.

  • Sagði ekki einhver að fréttir af andláti hans væru stórlega ýktar? Af hverju ætla menn að Bretar séu búnir að vera? London er helsta fjármálamiðstöð heimsins á eftir NY. Bretar gátu ekki með nokkru móti gengist að þessu rugli sem leiðtogar tveggja ríkja sömdu um sín á milli og restin varð að spila með. Þetta er nú allt lýðræðið í ESB. Er ekki alltaf verðið að tala um hvað Íslendingar hefðu mikið að segja í svona félagsskap? Þetta sýnir svart á hvítu hvað Össur væri mikið hafður með í ráðum þegar væri verið að taka afdrifaríkar ákvarðanir um hluti sem snertu íslendinga beint. Ætli staða ríkisfjármála á íslandi þýddi ekki einmitt að Íslendingar fengju beint á sig sektir ESB ef landinn væri þarna inni?

  • Little Britten

  • Kristján Elís

    það er augljóst með hverjum joi stendur, fjármagninu eða samstöðu fólks? auðvitað velur hann fjármagnið

  • Leifur A. Benediktsson

    Kristján Elís,

    Hann ,,joi“ litli er vakandi og sofandi að verja fjármagnið. Hann stendur alltaf með fjármagnsöflunum,þetta er allt löngu vitað. Honum er þetta í blóð borið.

    Vondu útlendingarnir í ESB vita ekkert um fjármál svona almennt.

    En snillingarnir í Valhöll vita allt miklu betur en vitleysingarnir í ESB. Við settum bara eitt stykki lýðveldi á hausinn í tilraunaskyni. Og Milton Freedman,hann er langflottastur.

    Sjáið þið ekki veisluna bræður.

  • Eysteinn Kristjánsson

    Nú? Ég hélt að það hefði (algerlega óviljandi) verið Winston Churchill.

  • Jón Þór

    Skemmtilegt til þess að vita að þegar stofnanir ESB virka ekki lengur þá finnst ríkisstjórnum ESB það eðlilegt að fara með málin út fyrir ESB með samkomulagi þar af lútandi. Semsagt, ESB virkar ekki og þá eru málin tekin frá ESB með samþykki örfárra stjórnmálamanna og í mörgum tilfellum án þess að fara fyrir þing þjóðar eða kjósendur.

    Til hvers að ganga í ESB ef ESB er ekki grundvöllur viðræðna? Og þetta á að gera svo hratt að það er ekki nokkur möguleiki að velta fyrir sér afleiðingum öðrum að þetta reddar vandamálinnu sem þarf að leysa.

    Áttið ykkur á að ef þessi björgunarsjóður getur ekki reddað ítalíu frá gjaldþroti, tali ekki um portúgal spáni og Írlandi þá eru öll ríki ESB farinn á hausinn! Bankakerfið fær ekki fjármögnun og því eru líkur á að þetta gerist.

    Líkur eru á að þessi björgunaraðgerð misheppnist og þá er staða allra ESB ríkjana verri en ef Evran færi núna. Þá áhættu er ESB tilbúið að taka bara til að viðhalda núverandi kerfi sem er að falla um sjálft sig.

    Og haldið þið virkilega að það skapi velmegun í miðri kreppu að draga saman ríkisútgjöld í miðri kreppu? Ríkið þarf að endurskipuleggja fjármmál sín og auka framleiðni en ekki minnka.

    Það sem gerist næst þegar Spænska ríkið dregur úr ríkisútgjöldum er að atvinnuleysi fer í 30% og þjóðartekjur dragast saman. Fólk hættir að kaupa Spænskar landbúnaðarafurðir eins og kjöt en kaupa í staðinn Ítalst pasta sem er ódýrara.

    En síðuritari hefur meiri áhyggur af Bresku stolti en lífi fólks sem missir vinnuna í ESB vegna sameiginlegrar myntar. En það fólk fær vissulega stöðugleika, stöðugt atvinnuleysi og fátækt.

  • Sæll Hallur, ég bara skil ekki þennan ESB- aula húmor þinn.

    Bretar eru almennt mjög ánægðir og stoltir af framgöngu Cameroons í Brussel.

    Hann setti þessu liði stólinn fyrir dyrnar. Hingað og ekki lengra, nú er meira en nóg komið !

    Bretar eru fyrir löngu síðan alveg búnir að fá upp í kok fyrir á sífelldu og endurteknu stjórnsýsluklúðri ESB Elítunnar og ónýtum og óþörfum tilskipunum sem á þeim dynja og gera lítið annað en að draga úr framleiðni atvinnulífsins eða gera daglegt líf fólks flóknara og erfiðara.

    Þess vegna prísa þeir sig nú sæla að hafa ekki látið plata sig í að taka upp Evruna á sínum tíma eins og mikið var reynt og nú vill meiri hluti Breta segja algerlega skilið við ESB og mig undrar það ekki.

    Þessar síðustu „last minutes desperate“ aðgerðir Evru ríkjanna til þess að bjarga þessum stórhættulega skuldavafningi Evrunni eru dæmdar til að mistakast !

  • Eyjólfur

    Kristján Elís,

    Hversu langt heldurðu að þetta myndi komast ef „fólkið“ fengi að greiða um það atkvæði?

  • Leifur Björnsson

    Bretar sérstaklega stuðningsmenn Íhaldsflokksins hafa aldrei sætt sig við að vera ekki lengur heimsveldi og hafa þessvegna átt erfitt með að sýna heilindi í ESB samstarfi.
    Afleiðingarnar af þessu frumhlaupi Camerons gætu orðið að áhrif Breta minnka og fullt sjálfstæði Skotlands.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og átta? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur