Miðvikudagur 14.12.2011 - 08:01 - 1 ummæli

Íbúðalánasjóður er ekki banki!

Íbúðalánasjóður er ekki banki. Íbúðalánasjóður er þjóðareign með afa skýrt samfélagslegt hlutverk: 

„Stofna skal sérstakan lánasjóð er nefnist Íbúðalánasjóður og lánar til íbúðakaupa, nýbygginga eða endurbóta íbúðarhúsnæðis á Íslandi. Íbúðalánasjóður skal annast stjórn og framkvæmd húsnæðismála samkvæmt lögum þessum.“ 

Svo segir í 4.gr. laga um húsnæðismál nr. 44/1998.  Og hverju á Íbúðalánasjóður að framfylgja?  Það kemur skýrt fram í 1, grein laganna:

„Tilgangur laga þessara er að stuðla að því með lánveitingum og skipulagi húsnæðismála að landsmenn geti búið við öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum og að fjármunum verði sérstaklega varið til þess að auka möguleika fólks til að eignast eða leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum.“

Það er veruleg ástæða til þess að rifja þetta reglulega upp fyrir þjóðinni, stjórnmálamönnunum, stjórn og starfsfólki Íbúðalánasjóðs.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Þórhallur Jósepsson

    Og hvert er tilefni þessarar upprifjunar hjá þér núna, Hallur?

    Allmargir stjórnmálamenn, bæði þeir sem nú sitja á Alþingi og í bæjar- og sveitastjórnum, tóku þátt í að setja þessi lög og ættu að þekkja þau vel og tilgang þeirra. Þar á meðal eru forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna, Jóhanna og Steingrímur, heldurðu að þau hafi gleymt því til hvers lögin voru sett?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur