„Við megum ekki gleyma því, að í landinu hefir myndast hópur fjárglæframanna, sem aðalega gera sér að atvinnu, að stofna til felaga, sprengja þau og hirða molana. Þeir menn eru lausir við flestar siðlegar hömlur. Fjárgræðgin knýr þá áfram; hegningarhúsið er hið eina, sem þeir forðast. Þessvegna beita þeir kænsku sinni til að svíkja lögum samkvœmt; þvílíkir ræningjar eru mestu skaðræðismenn samtíðarinnar.“
Hver skrifar, hvar og hvenær?
getur verið að þetta sé Hriflu Jónas?
Jónas Jónsson, Skinfaxa, 1. júní 1913
Þessi tilvitnun er úr grein sem hann skrifar í tilefni þeirrar hugmyndar að stofna íslenskt skipafélag.
Flott grein hjá kallinum, það er margt þarna sem á vel við í dag.
„Fyrir skömmu gerðist merkilegur atburður hér á landi. Það
var stungið upp á að gera nokkuð þjóðinni
til gagns, og allir urðu sammála, í byrjuninni
a. m. k. Allir flokkar, öll blöð og
allar stéttir lögðu blessun sína yfir áformið.
Þessi vinsæla hugsjón var stofnun íslenska
Eimskipafélagsins.
Hverju sætti þessi sjaldgæfa eindrægni okkar?“ ………
…..“Ef því farnast vel, er það
henni til mesta gagns. Þá mundi það
breyta verslunar- og menningarleiðunum
smátt og smátt, losa okkur úr læðingi
Dana en knýta okkur viðskifta- og menningarlega
við öndvegisþjóðir heimsins, Þjóðverja og Englendinga.“…..
……“Mesta viðfangsefnið verður að halda félaginu vel við. Það gera hluthafar best með því að
vera vandir að stjórn, með því að útskúfa
þaðan öllum, sem hafa blett á
fjármálaskildi sínum, öllum sem eitthvað
hafa verið eða eru riðnir við fjárglæfrar
eða félagshrun.“
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=287405&pageId=4208616&lang=is&q=Skipa
nkl 🙂
Var kennitöluflakkið virkilega komið á,á þessum tíma?
„Öndvegisþjóðir heimsins, Þjóðverja og Englendinga“.
Af öllu er ljóst að Englendingar geta varla talist til vina okkar!
En það sama verður ekki sagt um Þjóðverja, sem þrátt fyrir að hafa tapað mest á hruninu eru enn okkar bestu vinir, sbr. yfirlýsingar frá Guido Westerwelle á Bókamessunni í Frankfurt.
Hvenær munum við sjá hverjir raunverulegir vinir okkar eru?